Færsluflokkur: Bloggar

Dont worry - be happy

Það er eitthvað svo súrrealískt að fylgjast með fréttum og umræðunni þegar maður er bara heimavinnandi húsmóðir/nemi sem eyðir dögunum í að læra í rólegheitum og leika við Marinó þess á milli. Maður var orðinn eitthvað svo stressaður í fyrradag að fylgjast með þessu - ég er búinn að vera í Landsbankanum í yfir 20 ár plús það að hann á húsið mitt!

Eftir því sem ég velti þessu betur fyrir mér er ég samt að komast á þá skoðun að fyrir utan ágætis hækkun á bílaláninu þá hefur þessi "kreppa" andskotan ekkert truflað mig nema þá helst geðheilsuna. Ég veit ekki um neinn sem hefur drepist af völdum hennar og enginn sem ég þekki er farinn á hausinn enda vinir mínir afskaplega lítið í verðbréfabraski.

Útgangspunkturinn er eins og bent hefur verið á sá að við búum við mestu lífsþægindi sem ein þjóð getur óskað sér - sú staðreynd að við höfum ekki jafn mikið á milli handanna og í fyrra er kannski bara ágæt - okkur Íslendingum veitir ekkert að því að fara að forgangsraða og endurraða því sem skiptir máli - ég er ekkert undanþeginn því. Við þurfum ekki meira dót - persónulega er ég í veseni með að koma því fyrir sem ég hef safnað mér síðustu 10 ár. 

Ég er sem sagt hættur að hlusta á þetta rugl - Ég tók engan þátt í þessu útrásarhlutabréfapeningarugli og ég tek þ.a.l. ekki þátt í kreppunni heldur. 

Dont worry - be happy 

 


Sunnudagur.

áður en lengra er skrifað mana ég blaðamenn að nota smá metnað áður en hugleiðingar mínar eru bara notaðar sem frétt... :)

Skrítið hvað maður er strax orðinn ónæmur að hluta fyrir þessu dómsdagstali - þó svo að það eigi að vissu leiti rétt á sér í þetta sinn. Landið er að fara á hausinn, fólk sér fram á að eiga ekki fyrir jólagjöfum, engin von virðist í sjónmáli þar sem leiðtogar okkar skiptast á að líta sauðslega út í fjölmiðlum og það kostar aleiguna að taka bensín.

Það er reyndar von á tíðindum fyrir opnun markaða á morgun en það er alveg sama hvað þeir gera - þeir áttu að vera búnir að því fyrir mörgum vikum!

Samt er það einhvern veginn þannig að þegar maður er á náttfötunum á sunnudagsmorgni að kjammsa á hafragraut yfir teiknimyndunum með frumburðinum gleymist þetta allt, peningar, markaðir, vísitala og gengi - allt er gott í nokkra tíma...

 

 


Heyr heyr!

Ég er svo sammála hæstvirtum Forseta þarna - 1.des er einn merkasti dagurinn í almanakinu og ég er ennþá hundfúll yfir því að hann hafi verið aflagður sem frídagur! 

Ég vona bara að honum takist að redda þessu á næstu vikum svo ég geti haldið upp á afmælið mitt kvöldið áður ;)-

 

Takk Óli - þú lengi lifi - húrra - húrra - húrra - húrra! 


mbl.is Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast....

áður en lengra er skrifað mana ég blaðamenn að nota smá metnað áður en færslan er bara notuð sem frétt... :)

...Í morgun snjóaði og ég veit alveg af hverju - Veðurfréttirnar á stöð 2 eru í boði Glitnis...

 ...Höndin náði 50 miljörðum af Jóni greyinu í einni hendingu! Man einhver hvað Baugsfeðgarnir gerðu Dabba? Ég rétt vona að það hafi verið eitthvað mikið! Ísland er semsagt eina landið í heiminum þar sem menn komast upp með að nota ríkissjóði í sandkassaleiki! Þetta er farið að minna á Afríkuríki! 

...Eru sjálfstæðismenn ekki örugglega þeir einu sem eftir eru sem enn halda að krónan sé ekki verðlaust rusl! Hvernig væri nú að mennirnir sem eiga að vera að sjá um okkur tækju höfuðið út undan pilsfaldinum hjá konungnum sem ég kaus amk. ekki og gerðu eitthvað! Ég var reyndar búinn að gleyma að fjármálaráðherrann er lærður smiður eða dýralæknir eða eitthvað - hann er hvort eð er gjörsamlega valdlaus....

...nú er verið að tala um að stofna sjóð til að hjálpa fjármálafyrirtækjum sem eiga í kröggum!!!

Sameinumst hjálpum þeim - sem eiga meira en þú - hvernig væri að tæma frekar bankareikninga allra stjórnendanna og setja þá á laun þess sem nemur ljósmóður á Seltjarnarnesi... 


Hús til sölu

Um að gera að nota þetta í eitthvað annað en bara spjall um daginn og veginn - 

Heiðarbrúnin er til sölu - Þetta er yndislegt hús í Hveragerði á besta (rólegasta) stað - húsið er byggt ´78 og er í fínu formi - engar skjálftaskemmdir, nýlegar lagnir og ný málað og yfirfarið þak.

 3 rúmgóð svefnherbergi - nýtt á flestum gólfum - nýtt eldhús - ný ljós - það er sem sagt allt í frábæru standi -

Bílskúr með auka herbergi með sturtu og klósetti - æðislegur garður með steyptum potti, graslaukum, blómum og grasflöt sem er alveg lokaður af - kjörinn fyrir börnin 

frábært fyrir fjölskyldu sem vill losna við skarkalann í borginni og á fínu verði!   

Byrjiði að bjóða ;)-

 


Menningarverðlaun SSA

Í gærkvöldi fengum við strákarnir menningarverðlaun Samtaka sveitafélaga á Austurlandi fyrir Bræðsluna á Borgarfirði. Verðlaunin voru afhent á Djúpavogi og tók Ingi - sviðsstjóri bræðslunnar  - við þeim fyrir okkar hönd. 

Ég vil nota bloggið til að þakka aðeins betur fyrir þennan mikla heiður sem okkur er sýndur auk þess sem ég þakka þeim sem að skipulagningu Bræðslunnar koma - vonandi getum við haldið þessu áfram.

Takk SSA. 


Takk fyrir mig

Ég var í smá aðgerð á Landsspítalanum í fyrradag og mig langar bara að þakka öllu þessu frábæra fólki sem þar vinnur frábæra vinnu - nú er bara afslöppun í nokkrar vikur....

Fyrst þetta er svona mikið í tísku...

tónlistarspilarinn hér til hægri - upptaka fá 2004 - Annars á þetta líka vel við vegna þess að þegar ég söng þetta inn átti ég von á frumburðinum sem á einmitt afmæli á föstudaginn!

Klukk!

Kóngurinn og Vilmundur klukkuðu mig - er það ekki einskonar einelti?

anyway... 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Bóndasonur - besta starf í heimi!

Fiskverkandi hjá Kalla Sveins

Bakaradrengur

Plexígler-smiður 

 

Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:

úff.. Princess Bride, Spaceballs, Tropic thunder, Kuffs  

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:

House - Friends - Simpson - Boston legal

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Borgarfjörður - Fellabær - 101 -  Hveragerði

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Danmörk - Skotland - NYC - Noregur

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: 

mbl.is - visir.is - feisbúkkið - borgarfjordureystri.is

 

Fernt sem ég held upp á matarkyns:

Lanbakjöt - kjúllarétturinn hennar Eyju - gorganzola pizza - nautasteik

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

hitchhikers guide to the galaxy - Billi barnungi ( Lukku Láki ) - Z fyrir Zorglúbb - Tinni í Kongó

  

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:

Í Heyskap...

Í dýragarðinum í Köben með Nóa og Eyju

Í bíó

í ræktinni

.........Hvert af þessu var EKKI satt...

 hehe góðar stundir 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 4403

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband