Færsluflokkur: Bloggar

ferðalangurinn...

Þá er maður kominn heim eftir smá ferðalag.Keflavík-NYC-Amsterdam-Hamburg-Köben-Keflavík...

Við skoðuðum allt sem hægt er að skoða á Manhattan, fórum í siglingu, upp á Rockafeller bygginguna, röltum China town, Little Italy, Soho, Central park fram og til baka og sáum Mama mia á Broadway ;) - helvíti gaman... 

Evrópa var bara næs eins og vanalega - við keyrðum helvíti mikið - þá meina ég Þórir - og spiluðum á balli fyrir fullt af þjóðverjum og nokkrum íslendingum í bland. Ballið, sem stóð í 4 tíma!!!!, telst uppfylla öll skilyrði "Sveitaballs" þar sem það var í tjaldi við hliðina á skeiðvelli og allir voru á herðarblöðunum :)-

 Nú er bara að klára plötukvikindið.....

 


Að bera í bakkafullan...

Ég verð bara að segja til hamingju við Strákana okkar - Þeir heldu mér í heljargreipum alla leikana og ég er ekki frá því að ég hafi tárast í morgun þegar silfrið var sett á þá.

Stolt þjóðarinnar - ótrúlegur árangur og ég ætla pottþétt að mæta og taka á móti þeim þegar þeir koma heim. 


Borgin

Er ekki einhver séns að fá vinnu í þessari borg? Er ekki alveg pláss fyrir enn einn óvirkan borgarstjóra á launum?


Jakobs bók hin fyrri...

miðað við hvað eru assskoti margir búnir að kíkja hingað inn síðustu daga að þið vitið af umræðunum sem hafa spunnist á síðunni hans Jakobs bassaguðs. Á henni henti Kobbi fram þeirri fullyrðingu að Bahama væri ekki besta lag í heimi. - áður en þið lesið lengra vil ég koma því á hreint að mér finnst hann hafa verið í fullum rétti að skrifa þessa færslu og ég er nett sammála honum - en samt ekki - þessi færsla mín er út í hina sem voru aðeins meira yfirlýsingarglaðir...

Þessari yfirlýsingu á smekk Kobba varð fólk að sjálfsögðu að svara með því að bæta aðeins í skítkastið og mér fannst fyndið að taka aðeins þátt og verja mína hljómsveit - það skal samt tekið fram að mér er eftir 15 ár í þessu harki slétt  sama hvað einhverjum finnst um tónlistina mína  - mér leiddist bara þetta kvöld og kom púki í mig... 

Til að gera langa sögu stutta er umræðan komin með 105 svör þegar þetta er skrifað og reyndar eru tvær aðrar umræður komnar á síðuna hans Kobba líka - þetta fer að verða fyndið! hehe

Ég stend fast á því áliti MÍNU að það sé ekki til vond og góð tónlist!!! Þetta er list-sköpun rétt eins og mynd- skrif - og allt það.

Það er hins vegar til eitthvað sem heitir smekkur manna - og í hugum hvers og eins er til vond og góð tónlist! En öll tónlist sem listamaðurinn er sáttur við er jafngóð og jafnrétthá!!! Og þar af leiðandi er ekki hægt að gagnrýna tónlist með því að setjast í eitthvað dómarasæti og þykjast vita betur en listamaðurinn hvort eitthvað eigi að vera öðruvísi en það er! 

Ekki frekar en ég get sagt þriggja ára syni mínum að eitt lag sé betra en annað - hann ákveður það bara sjálfur og ef það verður til þess að ég hlusta á Bahama í bílnum mínum - þá er það bara frábært - vegna þess að honum finnst það flott lag! Er hann tregur fyrir að finnast það? hefur hann rangt fyrir sér? Ég marg mana einhvern að halda því fram hér fyrir neðan...

BTW. Þetta með Bahama í bílnum var dæmi til að koma punkti á framfæri fyrir þá sem ekki náðu því - umræðan átti ekki að snúast um þetta tiltekna lag.... 

Tónlist er eitt af undrum veraldar í mínum huga og ég held að flestir geti verið sammála um það - það eiga allir einhver uppáhalds lög sem geta breytt hugarfari þeirra og skapi á örfáum mínútum - þetta er gjöf sem mannkynið á og fólk ræður hvað það hlustar á.....

 Ég hjó líka eftir því að einhver skrifaði um það að tónlistarmenn vissu betur hvað er gott og slæmt - ég er bara ekki sammála - þetta er mitt blogg þannig að ég má segja mitt álit ;)-  Ég kaupi ekki rökin að þeir sem séu lærðir í músík viti betur hvað er gott - ég dáist að fólki sem lærir músík og ég hef hugsað mér að gera það í framtíðinni - það breytir ekki þeirri staðreynd að stór hluti þeirra sem flokkast undir legend og icon tónlistarsögunnar vissu ekkert hvað sus#7dúr eitthvað þýðir ;)- 

Tónlist er eitt af undrum veraldar í mínum huga og ég held að flestir geti verið sammála um það - það eiga allir einhver uppáhalds lög sem geta breytt hugarfari þeirra og skapi á örfáum mínútum - þetta er gjöf sem mannkynið á og fólk ræður hvað það hlustar á..... 

"Lífið er yndislegt" "thank you for the music"  

 


Er eitthvað að frétta af þessu máli?

þetta er eitt það mest brutal sem ég hef heyrt lengi þegar kemur að því að toga í spotta - þarna var loksins búið að ákveða að slétta og setja mörk fyrir krakkana - enda er þetta ALMENNT ÚTIVISTARSVÆÐI á frábærum stað fjarri allri umferð - og þá kemur fúll á móti og hringir í vini sína...

Spillingin er alls staðar - sem íbúðareigandi í Skerjó er ég pissed off að krakkarnir okkar þurfi að fara á svæðið sem er við endann á flugbrautinni til að fara í fótbolta. Plús það að þar hefur 8 ára börnum verið hótað barsmíðum af unglingum ef þau drulla sér ekki í burtu!

...Unglingum sem þarf greinilega að sparka í rassgatið á en ekki fyrr en er búið að sparka í fíflin sem stoppuðu sparkvöllinn. 

 

 

 


mbl.is Karpað um sparkvöll í Skerjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

THATS IT?

2 KRÓNUR ER HÖRMULEG TILRAUN TIL ÞESS AÐ SLÁ RYKI Í AUGU FÓLKS- LÁTTU MIG FREKAR VITA HVENÆR ÞETTA LÆKKAR Í SAMRÆMI VIÐ HEIMSVERÐIÐ - ÞEIR ERU AMK NÓGU HELVÍTI FLJÓTIR AÐ HÆKKA Í SAMRÆMI
mbl.is Eldsneyti lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RIOT!

ef olíumafían verður ekki búin að lækka verðið í kvöld legg ég til gamaldags riot - helst með frakka sem fyrirmynd!

ég er að tala um hausa frá búk! Fyrir þessi laun ( ca. 3 millur á mánuði ) finnst mér að menn ættu að eiga það yfir höfði sér ef þeir eru ekki að standa sig... 

 


mbl.is Hráolían lækkaði í 118 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á þjóðhátíð...

DSC01848 

...komst ég að því að maður á ekki að segja rifbeinsbrotnu fólki gamansögur í klukkutíma...

...maður á ekki að sötra Stroh80 ef maður er frá Dalvík...

...rigningin ER góð!  

Hátíðin var með besta móti - hæfileg drulla og rigning - takk Biggi minn fyrir að bjarga gítarnum og effektunum með hárblásaranum eftir gigg - við skemmtum okkur frábærlega og vonandi einhverjum fleirum í leiðinni. Takk fyrir okkur Eyjamenn!

DSC01846DSC01841

 

DSC01845


 


Besta sumar sem ég man eftir...

Það er ekkert erfitt að halda því fram að þetta séu bestu tveir mánuðirnir sem ég man eftir að hafa upplifað, þessi færsla verður eftir því frekar jákvæð!

Þegar við famelían vorum búin að liggja í sólbaði á Flúðum í heila viku í 20+ stiga hita keyrðum við til Egilsstaða með viðkomu á Akureyri og í jarðböðunum við Mývatn til að nefna eitthvað - Blíðan elti okkur alla leið - Eftir smá viðkomu á EGS var loksins haldið til Paradísar - á Boggann - þar sem rúmlega 300 ÓSmenn og konur voru saman komin til að fagna lífinu... Það var ekki leiðinlegt! 

Helgin var í alla staði yndisleg - veðrið átti stóran part í því að sjálfsögðu. - PS. Torfi - ég borga þér bolina ASAP! - Söngur, gleði, drykkja og almenn hamingja! Takk fyrir mig og mína þið yndislega fólk.

 Vikuna eftir sat ég síðan á traktór að færa björg í bú með Pabba og nokkrum frændum og bræðrum og var persónulegt met slegið þegar ég sat í 14 tíma að pakka án þess að stoppa neitt! - Auk þess fóru kvöldin í að smíða í Bræðslunni og gera allt ready en þar voru ófáir sem lögðu hönd á plóg! 

Bræðsluhelgin var síðan framar öllum vonum! Steikjandi hiti - þúsundir gesta sem allir voru til fyrirmyndar og tónleikarnir voru alveg á heimsmælikvarða!

Ég er næst á leiðinni suður til að fara á mína 6 þjóðhátíð á 7 árum!  og eftir það á heilsuhæli...

 

PS - Ef einhver náði vídeói af Damien á Hjallhólnum að spila Helleluja má hann senda mér það :)- 

partysiglingdamien

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband