Færsluflokkur: Bloggar

Queen

Jæja - mér tókst að blogga ekkert í tvo mánuði! Það er nokkuð gott!

Ég hef ákveðið að halda bara áfram að tjá mig um allt og ekkert á netinu og reyna að vera ekki allt of neikvæður - til þess er ég bara allt of hamingjusamur....

Þegar þetta er skrifað sit ég og hlusta á Queen í tölvunni - þetta er fáranleg tónlist! Ég var aldrei Queen kall, var meira í Slayer, Sepultura og Metallica en samt var þetta alltaf einhverstaðar í bakgrunninum. Það er óumdeilanlegt að þetta er ein af bestu hljómsveitum allra tíma og þeir sem andmæla því hafa bara aldrei heyrt meira en Crazy little thing called love ;)-

Þessi ást mín á tónlist fjórmenninganna er ekki síst til komin vegna þess að ég er að fara að stíga á svið í annað sinn með kór FSU og DBS í hvítu Adidas skónum mínum og syngja þessi meistaraverk 12.mars nk.

Með í för verða þau Hera Björk og Eiki MF Hauksson sem er og verður hair-metal söngvari þjóðarinnar! Þetta getur ekki klikkað og hvet ég fólk til þess að kíkja á Midi.is og vera með - We WILL rock you ;)--

n1513120050_30214971_6632871 


Gleðilegt ár!

Mig langar að nota tækifærið og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða auk þess sem ég þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að lesa röflið í mér og skilja spor sín eftir á síðunni.

Með þessari færslu kveð ég að sinni enda óteljandi hlutir sem ég á að gera frekar en að sitja við tölvuskjá og blogga ( með allri virðingu fyrir þeim sem það gera )  og læt ég það vera eitt af nýársheitunum...

Lokum tölvunum og leikum við börnin okkar - það er miklu skemmtilegra :)- 

Gleðilegt ár elskurnar mínar og góðar stundir. 

Magni 


Besta hljómsveit í heimi. (finnst mér)

Þetta getur ekkert klikkað! U2-verjar eru búnir að vera með yfirlýsingar um ágæti þessarar plötu og ólíkt flestum öðrum böndum standa plötur U2 alltaf undir stóru orðunum! 

Síðustu tvær plötur voru brilliant og nú ætla ég loksins að fara á tónleika með þeim! Mér er slétt sama hvernig ég fer að því!

Byrjiði síðan bara að rífast hvort þeir séu bestir - Mér finnst það - Bið Jens Guð og aðra hressa sérstaklega velkomna í þá málefnanlegu umræðu ;)-

hehehe 


mbl.is Ný skífa frá U2 væntanleg í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inn um annað og út um hitt

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin svarar alltaf með hroka og leiðindum þegar þau eru innt eftir viðbrögðum við mótmælum? "Við hlustum á fólkið" - Er það? Finnst ykkur það?

Ég verð að vera sammála ummælum Möggu Stínu í þessari frétt - Íslendingar eru fáránlega rólegir! Á maður virkilega að trúa því að stríðið í Víetnam hafi vakið harðari áhrif mótmælenda hér heldur en þessi meðferð sem þjóðin stendur frammi fyrir? Erum við orðin svona löt að við nennum ekki einu sinni að lyfta upp höndum þegar við erum skuldsett fyrir næstu fjórar lífstíðir.

Ég tek það fram að þetta eru bara hugleiðingar leikmanns - ég er ekkert með allt á hreinu - en mér sýnist að í næstu fjárlögum verði skorið niður alls staðar þar sem má ekki skera niður - Spítalar, SÁÁ og eiginlega allt sem heitir velferðamál fær fallöxina - en Guð forði okkur frá því að Tónlstarhúsið bíði!

Ein pæling - hvort viljiði ókláraða steypuklumpa þangað til ástandið skánar eða heilbrigðisþjónustu? Erum við svona rosalega glysgjörn - Persónulega má skera niður allt sem tengist byggingum og "lúkkinu" á landinu ef það þýðir að fólk komist í Háskólann meðan þetta er að ganga yfir - Síðan hlýtur bara að mega skera niður um amk. 80% í stjórnsýslunni og jafnvel á Bessastöðum...

En í staðinn fáum við hærri skatta og dýrara bensín - mér finnst þetta lið amk. ekki vera að hlusta á mig - en þú? 

Forgangsraða fjandinn hafi það...

 


mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Seljan Houdíní

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431271/1

ef þessi linkur heppnast hér fyrir ofan má sjá Helga Seljan fara á kostum í Kastljósinu áðan í samræðum við Ella Ekvador.

Það sem er samt enn betra en viðtalið er að fylgjast með gleraugunum hans Helga....

hehehehehe  


Eh..

Einhverra hluta vegna eru yfir 1500 manns búnir að skoða bloggið mitt í dag - takk fyrir það, þeir sem litu inn,  þetta var samt greinilega ekkert merkileg lesning þar sem aðeins 8 commentuðu á nýjustu færsluna.

Maður verður greinilega að rífa kjaft til þess að fólk nenni að kvitta ;)- 


Guð er í Hagkaup

Ég skaust aðeins inn í Hagkaup í skeifunni áðan að grípa eitthvað í matinn. Stóð í einni deildinni þegar eldri kona ávarpar mig - "Er þetta ekki Magni?" Ég snéri mér við og sagði "ha jú - góða kvöldið" og brosti til konunnar.

Hún sagðist bara hafað viljað sjá framan í mig og við tók örstutt spjall sem tók verulega undarlega stefnu þegar konan spurði - "syngur þú ekki um Jesú?"...

Ég sá hvert stefndi og sagði hreinskilnislega nei - ekkert sérstaklega. "Trúir þú ekki á Guð?" spurði hún ásakandi.

"Ég trúi á eitthvað æðra en ekkert endilega á þennan í bókinni sem þú lest" svaraði ég - Konan fer þá að spyrja mig hvort ég ljúgi ekki, hafi ekki stolið? og gefur síðan í skin að ef maður er í áskrift hjá Guði sé bara nóg að segja honum það og þá er manni fyrirgefið. - Ég vona að það séu ekki margir að kaupa þetta! Ef maður lýgur og stelur á maður að biðja þá sem maður gerir rangt að fyrirgefa sér, Þá þarf held ég ekkert að koma til löggjafavaldsins.

Hún var síðan eitthvað farin að gefa það í skin að ég væri mislukkaður faðir fyrir að predika ekki Guðsorð fyrir syni mínum - sem btw er þriggja og trúir á Jólasveinana... Við þetta kvaddi ég og fór...

Ég trúi á Guð. Að öllu hjarta. Líf eftir dauðann - eitthvað stórfenglegra!  Mína skilgreiningu á himnaríki sem ég útskýri ekki frekar hér.  Það sé hroki að halda því fram að það sé ekki eitthvað meira sem við skiljum ekki. 

Ég er samt ekkert á því að Biblían eða hinar bækurnar sem hún er ákaflega keimlík séu með svörin - það voru menn sem skrifuðu þær, flestar áður en þeir vissu að Jörðin væri kúla... Er líka ekki alveg að kaupa þetta með Adam og Evu - ég veit að þau eignuðust börn en hvernig fjölgaði þeim síðan?

Ég virði fólk sem trúir - meira en þið mynduð halda eftir þessa lesningu - Mér finnst stórfenglegt að fólk finni sér akkeri eins og trúin er. En líkt og með óvirka alkann sem predikar yfir vinum sínum að bjór sé hræðilegur þegar þeir eru að fá sér einn með leiknum finnst mér trúboð ekki skemmtilegt þegar ég er að leita að brauði í Hagkaup en ekki Guði...  

 

PS: Þetta eru hugrenningar sem eru settar fram sem afþreying - ekki sem fóður handa blaðamönnum á netmiðlum - góðar stundir :)

 


Gott gott

Þetta var ágætis dagur - krónan eitthvað að sýna lit, Davíð var samur við sig, Geir lúffaði einu sinni enn fyrir honum og Páll radiostjóri fattaði að Svæðisútvörpin standa undir sér með auglýsingatekjum og þess vegna er alveg út í hött að loka þeim...

Gaman líka að sjá hvað DV.is er á tánum - þeir vitna í dag í gamla færslu þar sem ég er að ausa yfir Pál fyrir að loka Rúv-aust - það fyndna er að hann var hættur við Það þegar DV birtir bloggfærsluna...

Er þetta annars ekki mbl. blogg sem ég er að skrifa á? voðalega gúrka er þetta? Fariði nú að afla frétta í staðinn fyrir að láta bloggara gera það fyrir ykkur - hringiði í einhvern eða fariði út úr húsi - ekki bara hanga á netinu og copy/paste fréttir ;)

 


Jólagjöf fyrir yngsta liðið

Dóri Pella Svili og Agnes Brá mágkona voru að gefa út stórskemmtilegan disk - lesiði þetta:

"Kæru vinir og ættingjar 

Við erum að gefa út geisladisk fyrir börn og fullorðna sem nefnist Bíum bíum. Diskurinn inniheldur 24 vögguljóð, gömul og ný, sem Dóri útsetti fyrir spiladós og eru spiluð sem slík. Diskurinn kostar 2000 kr og fæst
til að byrja með hjá okkur og í Markaðnum hjá Dóra og Konna niðrí bæ (Egilsstaðir). Við sendum hann heim að dyrum fyrir ykkur lengra stödd í burtu :)

Hugmyndin kviknaði að sjálfsögðu eftir fæðingu Eyvindar en hann eins og mörg börn róast við söng spiladósarinnar. Það er einhver dulúð og ró sem kemur yfir mann þegar hlustað er á fallega, einfalda laglínu, spilaða á þennan hátt. Diskurinn er algjörlega framleiddur af okkur og í heimabyggð.

Íris Lind, listakona og frænka, myndskreytti og Villi, listamaður og frændi, hannaði útlitið.

Hér fyrir neðan er linkur á kynningarmyndband sem sýnir útlit disksins og hvernig hann hljómar. Lagið sem hljómar undir heitir "Til afa" og er eftir Dóra.

http://www.youtube.com/watch?v=tcKPURiCEFk

Bestu kveðjur Dóri&Agnes"

Ef þið viljið nálgast snilldina er emailið hans Dóra - dori@vax.is og síminn 8612450

Góðar stundir. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband