Inn um annað og út um hitt

Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin svarar alltaf með hroka og leiðindum þegar þau eru innt eftir viðbrögðum við mótmælum? "Við hlustum á fólkið" - Er það? Finnst ykkur það?

Ég verð að vera sammála ummælum Möggu Stínu í þessari frétt - Íslendingar eru fáránlega rólegir! Á maður virkilega að trúa því að stríðið í Víetnam hafi vakið harðari áhrif mótmælenda hér heldur en þessi meðferð sem þjóðin stendur frammi fyrir? Erum við orðin svona löt að við nennum ekki einu sinni að lyfta upp höndum þegar við erum skuldsett fyrir næstu fjórar lífstíðir.

Ég tek það fram að þetta eru bara hugleiðingar leikmanns - ég er ekkert með allt á hreinu - en mér sýnist að í næstu fjárlögum verði skorið niður alls staðar þar sem má ekki skera niður - Spítalar, SÁÁ og eiginlega allt sem heitir velferðamál fær fallöxina - en Guð forði okkur frá því að Tónlstarhúsið bíði!

Ein pæling - hvort viljiði ókláraða steypuklumpa þangað til ástandið skánar eða heilbrigðisþjónustu? Erum við svona rosalega glysgjörn - Persónulega má skera niður allt sem tengist byggingum og "lúkkinu" á landinu ef það þýðir að fólk komist í Háskólann meðan þetta er að ganga yfir - Síðan hlýtur bara að mega skera niður um amk. 80% í stjórnsýslunni og jafnvel á Bessastöðum...

En í staðinn fáum við hærri skatta og dýrara bensín - mér finnst þetta lið amk. ekki vera að hlusta á mig - en þú? 

Forgangsraða fjandinn hafi það...

 


mbl.is Ríkisstjórnin inn um bakdyrnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er sammála þér - sjálf er ég svo heft að ég gæti ekki farið og fengið útrás þarna fyrir framan ráðherrabústaðinn, hef dröslast á Austurvöll og staðið þegjandi þar en annars bara verið kvíðin og þunglynd heima hjá mér - sem betur fer er unga fólkið ekki alveg komið í sömu siðferðisfjötra

Eva (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:19

2 identicon

Sammála þér... það má alls ekki skera niður heilbrigðisgeirann, menntamálageirann og annað sem skiptir miklu máli... þessi hlev.. byggingar má sko alveg biða.. eða kanksi bara jafna það á jörðu og búa til flott leiksvæði......

Gígja (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hrokagikkurinn Einar Kr. Guðfinnsson, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, er ósáttur við að komast ekki í vinnuna sína fyrir mótmælendum. Það eru þúsundir fólks hér á landi núna sem komast ekki í vinnuna sína af því að þeim hefur verið sagt upp störfum. Einar hrokkagikkur heldur þó vinnunni þótt hann eigi það ekki skilið. Það er mjög táknrænt, eins og Ingibjörg Sólrún sagði um hátekjuskattinn, að ríkisstjórnin þurfi að fara til fundar bakdyramegin. Þett fólk hefur verið að koma bakdyramegin að okkur. Nú síðast með skattahækkunum og álögum á sjúklinga. Þau eiga að skammast sín í stað þess að læðast alltaf bakdyramegin.

Haraldur Bjarnason, 16.12.2008 kl. 17:00

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég var róllyndis húsmóðir svo fór byltingarsinninn að bæra á sér og breyttist í hörkumótmælanda og nú verð ég aðgerðarsinni og mæti á austurvöll í fyrramálið klukkan 9.00. Mér er hreinlega nóg boðið!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Þór Jóhannesson

En það á EKKI að skera niður í löggæslu og svo á að setja einhverjar 100 eða 200 milljónir í einhvern her sem mjög lítið er talað um!

Þór Jóhannesson, 17.12.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Kári Harðarson

Er ekki hægt að klára tónlistarhúsið en gera það ódýrt?  Kaupa glerflísarnar í hjúpinn utanum bara frá Kína?

Kári Harðarson, 17.12.2008 kl. 07:27

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Kári. Glerið á að koma frá Kína og því fylgja um 100 kínverskir verkamenn.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 07:45

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Eina megin ástæðan fyrir því að það á að klára Tónlistarhúsið er að þarna er minnisvarði um liðna tíð sem kæmi annars til með að standa í anddyri borgarinnar sem dæmi um bruðl og óráðsíu stjórnvalda.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.12.2008 kl. 12:51

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, víða er skorið niður þar sem ekki ætti að gera. Á meðan styður hið opinbera, bði ríki og svetarfélög allskonar sérhagsmunabull. Tónlistarhúsið er gott dæmi. Ég er til dæmis nokkuð viss um að íþróttafélög fá áfram helling - hafi einhverntíma verið ástæða til að fólk borgi fyrir sitt hobbí sjálft er það núna. Svo verða örugglega áfram einhverjir bæjarlistamenn á styrkjum, fullvinnufærir. Á meðan lokar fengelsið fyrir norðan, pláss minnkar á geðdeildum akkúrat þegar mest nauðsyn er fyrir það og spítalar fá að sitja á hakanum.

Það skrýtnasta hinsvegar hlýtur að vera þetta - aldrei hefur verið jafnauðvelt fyrir nýjan flokk að afla sér fylgis á Íslandi. Fólk bókstaflega öskrar á nýtt framboð. Hvað fáum við? Ástþór og Sturlu trukk! Þeir fá Framsókn til að líta vel út!

Ingvar Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 17:02

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Úpps... ég skrifaði fengelsi... híhí. Meinti fangelsi. Biðst velvirðingar á innsláttarvillum. Pobody´s nerfect.

Ingvar Valgeirsson, 17.12.2008 kl. 17:03

11 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Engin ástæða til að klára þetta Tónlistarhús. Þetta er hús sem við höfum ekki afni á ef við höfum ekki efni á velferð þeirra sem þurfa stuðning. Punktur.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.12.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband