Færsluflokkur: Bloggar

Páskarnir - það þýðir...

...að við strákarnir í Á móti sól klifrum upp í rútu ( ég held það amk ) og keyrum hringinn. Síðan árið 2000 höfum við alltaf tekið amk. 4 "gigg" um páskahelgina, sum þeirra eru með þeim skemmtilegri sem ég hef spilað. 

Við höfum verið berir að ofan í sólbaði í 20 stiga hita hjá Mývatni, við höfum líka verið fastir á fjallvegum landsins í snjóalögum sem láta hretið sem er að klárast núna líta út eins og Ibiza stemningu. Páskarnir eru samt alltaf skemmtilegir einhverra hluta vegna :)-

Við höfum samt alltaf skemmt okkur og öðrum vonandi í leiðinni og núna verður engin breyting þar á!

Við verðum á eftirfarandi stöðum: 

Miðvikudaginn 8.apríl í Hvíta húsinu - Selfossi 

Föstudaginn langa í Félagsheimilinu á Húsavík

Laugardaginn 11.apríl í Valaskjálf - Egilsstöðum 

Sunnudaginn 12.apríl í Vélsmiðjunni  - Akureyri 


DSC08622
Cnv0050

Bræðslan 5 ára - Þursaflokkurinn / Páll Óskar og Monika

BRÆÐSLAN 5 ÁRA Í SUMAR
ÞURSAFLOKKURINN
PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ásamt STRENGJASVEIT

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri fagnar 5 ára afmæli sínu í sumar helgina 24. - 26. júlí.  Bræðslan hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari stoppistöðum Íslands yfir sumarmánuðina.  Í gegnum tíðina hafa komið fram í Bræðslunni; Emilíana Torrini, Damien Rice, Lay Low, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir og Eivör Pálsdóttir svo fáein séu nefnd.  Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð Eystri heim Bræðsluhelgina sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 150 manns.  Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr þarsem tónleikar hátíðarinnar fara fram að laugardagskveldi í ansi hlýlegri íslenskri umgjörð með fjallgarðana allt í kring.

Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um tvær stærstu kanónunnar sem hafa þekkst boð um að koma fram á 5 ára afmælinu í sumar:

ÞURSAFLOKKURINN

Fyrst ber að nefna hinn íslenzka Þursaflokk.  Þursaflokkurinn kom saman eftir langt hlé og hélt magnaða tónleika ásamt Caput-hópnum í Laugardalshöll fyrir stuttu.  Í kjölfarið hélt Þursaflokkurinn svo tónleika bæði á Akureyri og á Ísafirði og því var aðeins Austurlandið eftir.  Að sögn Egils Ólafssonar, forsprakka Þursaflokksins, voru Austfirðingar alltaf afar áhugasamir um músík Þursaflokksins á sínum tíma.  Því er það kærkomið tækifæri fyrir þá að geta spilað á Bræðslunni í sumar og klárað að spila í öllum fjórðungum.  Þursaflokkurinn er í raun ekki starfandi en spilar við ákveðin tækifæri og Bræðslan er eitt af slíkum.

PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ásamt STRENGJASVEIT

Þau skötuhjú Páll Óskar Hjálmtýsson og hörpuleikarinn Monika Abendroth koma einnig fram á Bræðslunni í sumar.  Samstarf Páls Óskar og Moniku hefur verið eftirtektarvert og hafa þau gefið út tvær breiðskífur saman.  Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning.  Í Bræðslunni verða þau dyggilega studd af 4 manna strengjasveit.


Fleira listafólk á eftir að bætast við dagskrá hátíðarinnar í ár, en ítarleg dagskrá og fyrirkomulag forsölu verður kynnt þegar nær dregur.  Líkt og í fyrra verða um 1.000 miðar í boði á tónleika hátíðarinnar sem var uppselt á í fyrra.  Þess má geta að í fyrra voru um 2.500 manns á Borgarfirði Eystri helgina sem Bræðslan fór fram.
  
http://www.facebook.com/pages/Braedslan/40594490670
 
thursaflokkur-mbl image.ashx
 

TEN

Maður á það alltaf á hættu að verða soldið besservisalegur þegar maður skrifar um tónlist - hvort sem það er manns eigins eða annara, það hefur líka oft tíðkast að menn velji uppáhalds plöturnar sínar. Þegar þetta er skrifað er ég að hlusta á mína á Vinyl..

Þegar ég var þrettán ára kom út fyrsta plata Pearl jam.  Mér fannst allt við þetta band spennandi - það voru þvílíkar tröllasögur sem maður heyrði um bakgrunn meðlimanna - flestar reyndust á rökum reistar - sándið var hrárra en maður átti að venjast, söngvarinn skellti sálinni á borðið strax í fyrsta orði og til að toppa þetta var hvert einasta lag á plötunni snilld.

Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að ég vildi verða tónlistarmaður þegar þarna er komið við sögu. Búnað hlusta á Metallica síðan ég var 6 ára og hélt að þetta yrði ekkert toppað.

TEN er platan sem breytti lífi mínu - VS. kláraði síðan dæmið þegar hún kom út og greypti Pearl jam það djúpt í hausinn á mér að ég lít nánast á þá sem fjölskyldumeðlimi...

Fyrir nokkrum dögum kom síðan pakkinn inn um dyrnar - ég er ekkert viss um að ég fari mikið út úr húsi í bráð... :)

TEN 


hmmm

Muniði þarna um daginn þegar var verið að kvarta undan símareikningum okkar forseta? HALLÓ
mbl.is Obama hringdi út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It was strange glue that held us together...

Það er meira hvað maður verður blankó í hausnum þegar maður ákveður að blogga áður en maður ákveður hvað maður ætlar að blogga um. Ég býst við að það séu allir búnir að fá sig fullsadda á færslum um "ástandið" en hvað getur maður annað en lýst sorg sinni með þennan fáránlega farsa...

Hvað er búið að gera? - ég er ekki að setja fram þessa spurningu til að drulla yfir einn eða neinn - ég er í alvöru að spyrja - Hvað er búið að gera?

Það lá svakalega mikið á að koma stjórnvöldum frá - ég var og er sammála byltingunni - ný stjórn var mynduð sem gerði mikið úr því að Geir og ca. hefðu haft 100 daga til að gera eitthvað en ekkert var gert.

Ok - hvað er búið að gerast síðan? - ég er bara að spyrja sökum þess að ég hef lítið séð fréttir...

 Mér skilst að þessi sérstaki saksóknari sé ekkert sérstakur - no hard feelings ef hann les þetta en er hann búinn að gera eitthvað? Maður heyrir nýjar og nýjar sögur á hverjum degi um hvernig innan við 1% þjóðarinnar skuldar um 25% af öllu sem við skuldum - hvernig er ekki hægt að finna eitthvað ólöglegt við það?

Af hverju var ekki fengið útlendingar strax til að græja þetta - það hlýtur að vera hægt að eyða pening í að finna glæpónana og taka af þeim peninginn til baka! 

Reyndar kom hugmynd um að afskrifa 20% skulda allra - ég er game! nema hjá þeim sem voru búnir að gera það nú þegar sjálfir auðvitað....

Einhver kom með rök á móti að þeir sem skulda kannski 20 milljarða fái þá 4 afskrifaða.. skiptir það einhverju máli? Er einhver að fara að borga 16 milljarða skuld eitthvað frekar en 20?

En að afkrifa 20% hjá öllum þeim sem hafa aldrei verið með 10 milljónir eða meira á ári í laun? 

Síðan er það nýja skattálagningar planið... Í alvöru? Er þetta ekki frekar seint í rassinn gripið? Er einhver með svona laun lengur? Ef einhver er með ofurlaun á bara að siga þessum saksóknara á hann! 

Klára þetta röfl með því að samhryggjast starfsfólki SPRON. Ég hef í gegnum árin átt í viðskiptum þar og þjónustulundin og almennilegheitin voru alltaf til fyrirmyndar á þeim bænum. Aldrei fannst mér SPRON missa sig í fáránleikanum eins og KB og félagar með sínar 8 metra snúninghurðir og fossum í lobbíinu.

En það þýðir víst ekki að missa móðinn - það eru jú kosningar á næsta leiti og það litla sem ég hef heyrt er að allir flokkarnir ætla að bjarga okkur... Slæmu fréttirnar eru þær að þetta eru flokkarnir sem áttu að passa okkur til að byrja með.... 

Góðar stundir. 

 

 

 

  

 


Halló!

Drulliði ykkur í vinnuna aumingjarnir ykkar!  Það var greinilega góð hugmynd að halda kosningar strax - landið sekkur dýpra í skuldafen á hverjum degi en það má enginn vera að því að gera neitt í því af því að þeir eru allir að láta taka myndir af sér fyrir prófkjör!

 


mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónleikar...

Ég ætla að sjá U2 spila í sumar.... Mér er nokkuð sama hvar og mér er næstum því sama hvað það kostar - mig langar bara að sjá U2 spila...

Hvað er það við tónleika sem fær mann til að kasta rökhugsun út um gluggann og ferðast til útlanda með öllum þeim tilkostnaði og veseni sem fylgir því? Þegar á staðinn er komið bíður maður síðan í röð til að komast inn til þess að bíða eftir bandinu í nokkra klukkutíma... Tveimur tímum síðar er maður síðan kominn aftur í kraðakið og síðan er maður 4 mánuði að borga VISA reikninginn...

Það skrítna er samt að þetta er svo ólýsanlega skemmtilegt! Að vera partur af hjörð fólks sem er allt komið á sama stað með það eitt af markmiði að njóta tónlistar saman... 

 Ég er ekkert búinn að vera hrikalega duglegur að fara á tónleika í gengum tíðina og einhvernveginn enda ég alltaf í Danmörku!

Pearl jam í Forum 2007, Metallica í  Parken 2004 ,Muse í Forum 2007, Police í Arhus 2007, Damien Rice í Köben 2007...

ég sé ekki eftir krónu sem fór í þetta allt og allt er þetta ljóslifandi í minningunni...  

U2 - ég er á leiðinni...


Nýtt lag :)-

Á móti sól sendi frá sér nýtt lag í dag sem má hlusta á í spilaranum hér til hliðar!

Við erum síðan að spila í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun!

Góða helgi :)- 


Smá myndskeið

Nokkrir dagar í tónleikana og æfingar ganga ljómandi vel - við skruppum líka til Loga og sungum fyrir hann eitt lag - sjáumst á fimtudaginn! 
 
www.Midi.is 
 

Logi í beinni

Smá plögg færsla - ég verð í Loga í beinni í kvöld ásamt kórnum og DBS að spila "Somebody to love" - Aðrir gestir eru Jói og Gói, Jóhanna Guðrún og Paparnir - Frábær þáttur!!!

Minni síðan á midi.is eftir þáttinn ef þið eruð ekki búnað tryggja ykkur miða ;)- 

Það er síðan við hæfi að horfa á Berglindi Ósk og einhverjar aðrar stelpur syngja í Idolinu, kjósa hana og gera síðan bara eitthvað fleira skemmtilegt áður en þið farið að sofa...

  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 4187

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband