21.10.2008 | 19:15
Hvar er Valli?
...Af gefnu tilefni er tekið fram að þetta er ég að fá útrás - ef þú ert að vinna á miðli - reyndu þá að finna þessa útrásarvíkinga og segja mér hvað þeir eru að gera í stað þess að gera þetta blogg að einhverri lásí frétt....
Ég er ekki manna fyrstur til þess að benda á einn eða neinn þegar litið er til ástæðna þessa fáránlega ástands sem nú ríkir á landinu -
Það væri samt gaman að vita hvernig Bjarni Ármanns getur sofið vitandi að hann var með 45 miljónir á mánuði við að koma landinu á hausinn og Hreiðar Már með sínar 65 millur Á MÁNUÐI! -
sem bóndasonur og bolur krefst ég þess að allir sem voru með yfir 10 milljónir á mánuði í öllu sem tengist banka og fjármálum verði tjargaðir og fiðraðir og rassskelltir niður allan Laugaveginn!!!
Næstir mættu síðan allir - já allir þeir sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn fá ærlega flengingu og launalækkun!
Þið eigið að vera að stjórna landinu fíflin ykkar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.10.2008 | 21:39
NINTENDO NES
Nú þegar íslendingar eru að hverfa aftur til gamalla gilda, takandi slátur eins og enginn sé morgundagurinn, prjónandi peysur og almennt snúandi klukkunni aftur langar mig allt í einu sjúklega í Nintendo tölvu!
Ég er ekki frá því að við Alli höfum eitt nokkrum mánuðum í að spila Mario 3 þarna um árið og skyndilega er ég farinn að fá flashback hvað eftir annað!
Þetta er reyndar gengið svo langt að ég er kominn með "emulator" eða hvað sem þetta heitir og spila núna alla gömlu leikina í Makkanum mínum :)
Það skrítnasta er að ég kann öll borðin ennþá og man hvar maður finnur töfraflauturnar!
Þannig að ef einhver á NES tölvu - þessa gráu góðu - þá langar mig í hana!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.10.2008 | 09:02
útrásar"víkingar"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2008 | 11:16
Feel good
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 12:46
Nýtt lag frá Á móti sól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2008 | 22:06
"Tapaði milljarði"
Hinir og þessir aðilar töpuðu að sögn milljörðum króna (25-30$) á yfirtökum ríkisins á bönkunum.
Mikið rosalega hlýtur þetta fólk að hafa flakað mikið af fisk í gegnum tíðina til að safna sér upp þessum miljörðum sem það keypti síðan hlutabréf fyrir...
Væri ekki réttast að líta á fyrstu færsluna á reikningnum - ef þú kaupir eitthvað á 5000 kall sem er metið á 10000 kall þegar þú misstir það tapaðirðu bara 5000 kallinum - erþaggi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
9.10.2008 | 18:36
Ekki svo fjarri lagi ;)
http://visir.is/article/20081009/FRETTIR01/49175487/-1
Ég þekki hann aðeins - þetta er nærri lagi...
hehehehehehe
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2008 | 10:31
Dont worry - be happy
Það er eitthvað svo súrrealískt að fylgjast með fréttum og umræðunni þegar maður er bara heimavinnandi húsmóðir/nemi sem eyðir dögunum í að læra í rólegheitum og leika við Marinó þess á milli. Maður var orðinn eitthvað svo stressaður í fyrradag að fylgjast með þessu - ég er búinn að vera í Landsbankanum í yfir 20 ár plús það að hann á húsið mitt!
Eftir því sem ég velti þessu betur fyrir mér er ég samt að komast á þá skoðun að fyrir utan ágætis hækkun á bílaláninu þá hefur þessi "kreppa" andskotan ekkert truflað mig nema þá helst geðheilsuna. Ég veit ekki um neinn sem hefur drepist af völdum hennar og enginn sem ég þekki er farinn á hausinn enda vinir mínir afskaplega lítið í verðbréfabraski.
Útgangspunkturinn er eins og bent hefur verið á sá að við búum við mestu lífsþægindi sem ein þjóð getur óskað sér - sú staðreynd að við höfum ekki jafn mikið á milli handanna og í fyrra er kannski bara ágæt - okkur Íslendingum veitir ekkert að því að fara að forgangsraða og endurraða því sem skiptir máli - ég er ekkert undanþeginn því. Við þurfum ekki meira dót - persónulega er ég í veseni með að koma því fyrir sem ég hef safnað mér síðustu 10 ár.
Ég er sem sagt hættur að hlusta á þetta rugl - Ég tók engan þátt í þessu útrásarhlutabréfapeningarugli og ég tek þ.a.l. ekki þátt í kreppunni heldur.
Dont worry - be happy
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.10.2008 | 11:29
Sunnudagur.
áður en lengra er skrifað mana ég blaðamenn að nota smá metnað áður en hugleiðingar mínar eru bara notaðar sem frétt... :)
Skrítið hvað maður er strax orðinn ónæmur að hluta fyrir þessu dómsdagstali - þó svo að það eigi að vissu leiti rétt á sér í þetta sinn. Landið er að fara á hausinn, fólk sér fram á að eiga ekki fyrir jólagjöfum, engin von virðist í sjónmáli þar sem leiðtogar okkar skiptast á að líta sauðslega út í fjölmiðlum og það kostar aleiguna að taka bensín.
Það er reyndar von á tíðindum fyrir opnun markaða á morgun en það er alveg sama hvað þeir gera - þeir áttu að vera búnir að því fyrir mörgum vikum!
Samt er það einhvern veginn þannig að þegar maður er á náttfötunum á sunnudagsmorgni að kjammsa á hafragraut yfir teiknimyndunum með frumburðinum gleymist þetta allt, peningar, markaðir, vísitala og gengi - allt er gott í nokkra tíma...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 12:30
Heyr heyr!
Ég er svo sammála hæstvirtum Forseta þarna - 1.des er einn merkasti dagurinn í almanakinu og ég er ennþá hundfúll yfir því að hann hafi verið aflagður sem frídagur!
Ég vona bara að honum takist að redda þessu á næstu vikum svo ég geti haldið upp á afmælið mitt kvöldið áður ;)-
Takk Óli - þú lengi lifi - húrra - húrra - húrra - húrra!
Færa þarf þjóðinni 1. desember á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber