NINTENDO NES

Nú þegar íslendingar eru að hverfa aftur til gamalla gilda, takandi slátur eins og enginn sé morgundagurinn, prjónandi peysur og almennt snúandi klukkunni aftur langar mig allt í einu sjúklega í Nintendo tölvu! 

Ég er ekki frá því að við Alli höfum eitt nokkrum mánuðum í að spila Mario 3 þarna um árið og skyndilega er ég farinn að fá flashback hvað eftir annað!

Þetta er reyndar gengið svo langt að ég er kominn með "emulator" eða hvað sem þetta heitir og spila núna alla gömlu leikina í Makkanum mínum :)

Það skrítnasta er að ég kann öll borðin ennþá og man hvar maður finnur töfraflauturnar!

Þannig að ef einhver á NES tölvu - þessa gráu góðu - þá langar mig í hana!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að frystirinn í sláturhúsinu á Borgarfirði verði fylltur af mjólk til vetrarins eins og gert var fyrir 30 árum. Svo þegar allt var orðið ófært upp í Hérað var mjólkin tekin út af frysti  

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 07:56

2 identicon

Hef tekið svona flipp...á Nba leiknum síðan 1989..Boston vs Lakers í pc..skelfilega gaman

maggitoka (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég á eina! Held ég

Heimir Eyvindarson, 20.10.2008 kl. 10:08

4 identicon

-haha- Ég á svona tölvu og reyndar 5 annarskonar leikjatölvur sem eru nýrri. Það fyndna er samt að NES tölvan er sú eina sem er tengd og notuð. Þessar nýju eru ekki nærri því eins skemmtilegar.

Ágústa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

flýttum vid okkur ekki bara um of inní framtídina? og komin núna tilbaka á "réttan" stad...eda kannski áttum vid aldrei ad fara úr torfkofunum...

En veistu, væri bara meira en til i eins og einn Mario...einn af minum uppáhalds frá thvi i denn

María Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:51

6 identicon

Mikið af gömlu leikjunum eru góður og á ég þónokkuð gott safn af eldri tölvum og leikjum. Verð samt að viðurkenna að ég á enga Nintendo vél, en hinsvegar veit ég að það er gæji að reyna að selja ágætis pakka hérna:

http://live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=59068

Njóttu vel :)

Bragi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Merkilegt hvað það gamla "blívur" ennþá. Það var kannski ekki svo galið eftir allt! Alltaf leitar maður öðru hvoru í það gamla. Spilar gömlu lögin, spilar gömlu tölvuleikina, les aftur þessa gömlu bók sem var svo spennandi einu sinni, baka aftur gömlu uppáhaldskökuna sem bökuð var heima hjá mömmu hérna í den og margt, margt fleira. Felst ekki bara ákveðinn lækningamáttur í því að hugsa og hverfa til þessa gamla endrum og eins? Ég held það bara, svei mér þá.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.10.2008 kl. 21:53

8 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Heimir - gerðu mér tilboð :)-

Bragi - takk fyrir tippsið :)

Guðmundur M Ásgeirsson, 20.10.2008 kl. 22:05

9 identicon

Sæll gæsk. Ég var á tímapunkti í lífi mínu að mig langaði grátlega mikið í þessa tölvu......svo endaði ég á þessari yndislegri síðu

www.nintendo8.com

Nú geturðu fílað þig í botn!! :) Allir gömlu góðu leikirnir, ekki eins góður fílingurinn því að fjarstýringu vantar en samt betra en ekkert :)

Daddi Bjöss (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 4047

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband