30.9.2008 | 15:41
Allt að gerast....
áður en lengra er skrifað mana ég blaðamenn að nota smá metnað áður en færslan er bara notuð sem frétt... :)
...Í morgun snjóaði og ég veit alveg af hverju - Veðurfréttirnar á stöð 2 eru í boði Glitnis...
...Höndin náði 50 miljörðum af Jóni greyinu í einni hendingu! Man einhver hvað Baugsfeðgarnir gerðu Dabba? Ég rétt vona að það hafi verið eitthvað mikið! Ísland er semsagt eina landið í heiminum þar sem menn komast upp með að nota ríkissjóði í sandkassaleiki! Þetta er farið að minna á Afríkuríki!
...Eru sjálfstæðismenn ekki örugglega þeir einu sem eftir eru sem enn halda að krónan sé ekki verðlaust rusl! Hvernig væri nú að mennirnir sem eiga að vera að sjá um okkur tækju höfuðið út undan pilsfaldinum hjá konungnum sem ég kaus amk. ekki og gerðu eitthvað! Ég var reyndar búinn að gleyma að fjármálaráðherrann er lærður smiður eða dýralæknir eða eitthvað - hann er hvort eð er gjörsamlega valdlaus....
...nú er verið að tala um að stofna sjóð til að hjálpa fjármálafyrirtækjum sem eiga í kröggum!!!
Sameinumst hjálpum þeim - sem eiga meira en þú - hvernig væri að tæma frekar bankareikninga allra stjórnendanna og setja þá á laun þess sem nemur ljósmóður á Seltjarnarnesi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.9.2008 | 13:08
Hús til sölu
Um að gera að nota þetta í eitthvað annað en bara spjall um daginn og veginn -
Heiðarbrúnin er til sölu - Þetta er yndislegt hús í Hveragerði á besta (rólegasta) stað - húsið er byggt ´78 og er í fínu formi - engar skjálftaskemmdir, nýlegar lagnir og ný málað og yfirfarið þak.
3 rúmgóð svefnherbergi - nýtt á flestum gólfum - nýtt eldhús - ný ljós - það er sem sagt allt í frábæru standi -
Bílskúr með auka herbergi með sturtu og klósetti - æðislegur garður með steyptum potti, graslaukum, blómum og grasflöt sem er alveg lokaður af - kjörinn fyrir börnin
frábært fyrir fjölskyldu sem vill losna við skarkalann í borginni og á fínu verði!
Byrjiði að bjóða ;)-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 13:57
Menningarverðlaun SSA
Í gærkvöldi fengum við strákarnir menningarverðlaun Samtaka sveitafélaga á Austurlandi fyrir Bræðsluna á Borgarfirði. Verðlaunin voru afhent á Djúpavogi og tók Ingi - sviðsstjóri bræðslunnar - við þeim fyrir okkar hönd.
Ég vil nota bloggið til að þakka aðeins betur fyrir þennan mikla heiður sem okkur er sýndur auk þess sem ég þakka þeim sem að skipulagningu Bræðslunnar koma - vonandi getum við haldið þessu áfram.
Takk SSA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.9.2008 | 18:09
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.9.2008 | 08:51
Fyrst þetta er svona mikið í tísku...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2008 | 13:19
Klukk!
Kóngurinn og Vilmundur klukkuðu mig - er það ekki einskonar einelti?
anyway...
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Bóndasonur - besta starf í heimi!
Fiskverkandi hjá Kalla Sveins
Bakaradrengur
Plexígler-smiður
Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:
úff.. Princess Bride, Spaceballs, Tropic thunder, Kuffs
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi:
House - Friends - Simpson - Boston legal
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Borgarfjörður - Fellabær - 101 - Hveragerði
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Danmörk - Skotland - NYC - Noregur
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is - visir.is - feisbúkkið - borgarfjordureystri.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Lanbakjöt - kjúllarétturinn hennar Eyju - gorganzola pizza - nautasteik
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
hitchhikers guide to the galaxy - Billi barnungi ( Lukku Láki ) - Z fyrir Zorglúbb - Tinni í Kongó
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Í Heyskap...
Í dýragarðinum í Köben með Nóa og Eyju
Í bíó
í ræktinni
.........Hvert af þessu var EKKI satt...
hehe góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2008 | 14:30
ferðalangurinn...
Þá er maður kominn heim eftir smá ferðalag.Keflavík-NYC-Amsterdam-Hamburg-Köben-Keflavík...
Við skoðuðum allt sem hægt er að skoða á Manhattan, fórum í siglingu, upp á Rockafeller bygginguna, röltum China town, Little Italy, Soho, Central park fram og til baka og sáum Mama mia á Broadway ;) - helvíti gaman...
Evrópa var bara næs eins og vanalega - við keyrðum helvíti mikið - þá meina ég Þórir - og spiluðum á balli fyrir fullt af þjóðverjum og nokkrum íslendingum í bland. Ballið, sem stóð í 4 tíma!!!!, telst uppfylla öll skilyrði "Sveitaballs" þar sem það var í tjaldi við hliðina á skeiðvelli og allir voru á herðarblöðunum :)-
Nú er bara að klára plötukvikindið.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.8.2008 | 00:08
Á móti sól - tilkynning
Á laugardaginn spilum við á balli í samkomuhúsinu í Sandgerði, en ballið er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg stórhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga. Sandgerði er nú enginn smáhreppur, með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í frontinum og þar af leiðandi helstu þjóðir heims sem nágranna. Það má því búast við fjölmenni í samkomuhúsinu á laugardaginn og líklega hægt að gera margt vitlausara en að tryggja sér miða á mannfagnað þennan í forsölu, en forsala aðgöngumiða fer fram í Listatorgi, Sandgerði. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark 20 ár. DJ. Atli hitar mannskapinn upp og niður, eins og honum einum er lagið.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2008 | 13:04
Endurskoðun?
Nú fékk þessi ábyggilega frábæra mynd ekkert voða góða dóma hér heima og kannski í kjölfarið ekkert rosa góða aðsókn - en síðan er hlaðið á hana verðlaunum úti á virtum hátíðum og eitt af þekktari blöðum í "bransanum" gefur frábæra dóma - getur verið að "gagnrýnendur" íslands hafi verið eitthvað í fýlu þessa viku þegar myndin kom út? :)
Annars er ég ekki búinn að sjá myndina sökum skorts á kvikmyndahúsum út á landi en ég hlakka til að líta gripinn augum. Til hamingju þeir sem að þessari greinilega góðu mynd komu :)
Góður dómur í Variety | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber