"Tapaði milljarði"

Hinir og þessir aðilar töpuðu að sögn milljörðum króna (25-30$) á yfirtökum ríkisins á bönkunum.

Mikið rosalega hlýtur þetta fólk að hafa flakað mikið af fisk í gegnum tíðina til að safna sér upp þessum miljörðum sem það keypti síðan hlutabréf fyrir...

Væri ekki réttast að líta á fyrstu færsluna á reikningnum - ef þú kaupir eitthvað á 5000 kall sem er metið á 10000 kall þegar þú misstir það tapaðirðu bara 5000 kallinum - erþaggi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

Ég tapaði engu enda kann ég ekki að flaka fisk. Guði sé lof.

Thee, 14.10.2008 kl. 00:28

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef sagt undanfarna daga, ef þú hefur efni á því að tapa milljón; tíu milljónum; milljarði, hvaðan kom þessi summa?  Þá er það gott á þig.   Og ef þú hefur fjárfest í áhættu eins og hlutabréfum, og sjóðum án ábyrgðar á að kenna okkur hinum sem höfðum ekki efni á því að leggja fé í áhættufjárfestingar um og láta okkur þessi fyrirhyggjusömu borga.  Þannig er víst frjálshyggjan. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2008 kl. 02:29

3 identicon

Jóna, þetta er ekki alltaf svona einfalt. Við fjölskyldan höfðum nýfengið fjárhæð (ekki stóra miðað við það en hún fellur neðarlega í þennan kvarða sem þú nefnir) sem var afrakstur 10 ára samfelldrar vinnu, hérumbil upp á hvern einasta dag og oft á bilinu 12-15 tímar, leituðum ráða hjá bankanum um hvað væri best að gera og var bent á peningabréf sem væri besta ávöxtunin og varla nein áhætta með ávöxtunina. Vissulega var maður með það á hreinu að það væri góður möguleiki á að bankarnir færu svona, en datt bara ekki í hug að það sem þeir ráðlegðu manni nokkrum dögum fyrir hrunið væri að setja peningana í eitthvað svona ótryggt. Vissulega átti maður ekki að treysta þjónustufulltrúunum, og hafði mýmörg dæmi um það.

Ég er ekkert að biðja um meðaumkun, ekki taka því þannig, við ákváðum að gera þetta svona upp á eigin spýtur og enginn neyddi okkur til að fara þessa leið. Vildi bara benda á að það eru ekki bara peningar sem hafa vaxið á hlutabréfatrjánum sem eru undir í þessum sjóðum þeirra.

mbk. Eggert

Eggert (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 07:22

4 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Eggert - ykkar tilfelli er einmitt andstæðan við það sem ég minntist á og hafiði alla mína samúð með ykkar tap. Ég er búinn að heyra margar helvíti grófar sögur af þessum peningasjóðsbréfum og greinilegt að þarf að kanna hvers vegna þjónustufulltrúar ýttu fólki út í að setja sparíféð sitt í það rugl án þess að taka fram hvað þetta var.

Guðmundur M Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 11:21

5 identicon

Hvar fær maður vinnu við að flaka núna, gæti vel þegið smá aukapening.

Skúli Þór

Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Skil hvað þú ert að fara gamli og er hjartanlega sammála þér.

Heimir Eyvindarson, 14.10.2008 kl. 14:27

7 identicon

Fólk sem að tapar öllu í hlutabréfum þó það sé aleigan þess og þó það eigi ekki mikla peninga fær enga samúð frá mér.

Hlutabréf eru og hafa alltaf verið áhætta sem að fólkið velur að taka. Burtséð frá því hvort að bankarnir hafi ráðlagt fólkinu að kaupa hlutabréfin eða ekki.  Þá er þetta sú áhætta sem var fyrir hendi og ég held að fólkið sem á hlutabréfin sæi sómann sinn bestann í því að hætta að væla og halda áfram að vinna sér inn peninga og geyma þá síðan inná venjulegri bankabók þar sem þeir safna vöxtum og innistæða þeirra er trygg.

Það er alveg með ólíkindum hvað allir eru að væla fyrir hönd þeirra sem töpuðu þessu, ef það væri bullandi uppsveifla og eitt fyrirtæki færi á hausinn og 500 manns myndu missa allt sitt með þessu því þeir áttu hlutabréf væri öllum skítsama og myndu hugsa með sér að þetta væru bara vitleysingar að versla með slæm hlutabréf og þeir gætu sjálfum sér um kennt.

Og Eggert þú hefur bara gott af því að missa eitthvað af þessum peningum.  Þótt þetta hafi verið mikil vinna og að þínu mati ekkert rosaleg fjárhæð fyrir ykkar vinnu þá leggur annað fólk alveg jafn mikið á sig fyrir sínum aurum.  Þú segir meira að segja að þú hafir haft hugmynd um að svona færi samt léstu bankamanninn sannfæra þig og setja dollaramerki í augun þín sem táleyddu þig áfram.  Það er fyrir löngu vitað að bönkunum var skítsama um viðskiptavinina sína ( réttarasagt viðskiptaþræla)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:15

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég tek undir með þér Magni. Málið er að stór hluti þeirra sem tapa mestu núna er ekki að tapa neinum raunverulegum peningum. Þetta eru einhver hlutabréf sem keypt voru fyrir lán á lágu gengi sem svo snarhækkaði í talsverðan tíma, svo hrinur allt núna og eftir stendur eitthvað lítilræði en í mörgum tilfellum er það talan sem viðkomandi keypti hlutabréfin á.

Fyrir mörgum árum tók viðtal við Alla ríka á Eskifirði. Í viðtalinu spurði ég hann um viðurnefnið og hvort hann væri í raun ríkur. Alli svaraði því til að ef ég ætti við peningalega ríkur þá ætti hann þessi hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar en meðan hann seldi þau ekki væri hann ekki peningalega ríkur. "Ég er samt ríkur," sagði hann svo.

Haraldur Bjarnason, 14.10.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: ÖSSI

Við gleymum stundum að þjónustufulltrúarnir eru jú líka sölumenn bankans og þeim er sett þannig fyrir að þeir eiga að græða og búa til peninga. Þetta fer oft ekki saman með þjónustu við viðskiptavinina...

ÖSSI, 14.10.2008 kl. 19:38

10 identicon

Gaman að lesa að þú talar um fisk! Það er að rifjast upp tilfallandi þessa daganna að við höfum veitt okkur til matar! Og jafnvel útflutnings í árhundriði  Nú er það mært sem aldrei fyrr það sem gerði okkur að þjóð meðal þjóða. Og menntun unga fólksins tíunduð þó það mæli margt göturnar í skínandi atvinnuleysi. Gott hjá þér.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:56

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:53

12 identicon

Jú ég myndi halda að maður tapaði aldrei meiru en maður lagði út fyrir.

Og ég tek undir með Arnari, þeir sem lögðu fjármuni sína í sjóði eða bréf fá sko enga samúð frá mér, þetta fólk var að fá mun meiri vexti en hinir sem tóku ENGA áhættu og notuðu venjulegar bankabækur. Og hvernig er það ef þetta sama fólk hefði margfaldað fjárhæð sína með bréfum eða sjóðum, hefðu þau þá deilt því með okkur hinum sem notuðum bara venjulegar bankabækur?? Hvers vegna í and... eigum við þá að bæta þessu fólki upp tjónið?

Andrir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 4060

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband