21.10.2008 | 19:15
Hvar er Valli?
...Af gefnu tilefni er tekið fram að þetta er ég að fá útrás - ef þú ert að vinna á miðli - reyndu þá að finna þessa útrásarvíkinga og segja mér hvað þeir eru að gera í stað þess að gera þetta blogg að einhverri lásí frétt....
Ég er ekki manna fyrstur til þess að benda á einn eða neinn þegar litið er til ástæðna þessa fáránlega ástands sem nú ríkir á landinu -
Það væri samt gaman að vita hvernig Bjarni Ármanns getur sofið vitandi að hann var með 45 miljónir á mánuði við að koma landinu á hausinn og Hreiðar Már með sínar 65 millur Á MÁNUÐI! -
sem bóndasonur og bolur krefst ég þess að allir sem voru með yfir 10 milljónir á mánuði í öllu sem tengist banka og fjármálum verði tjargaðir og fiðraðir og rassskelltir niður allan Laugaveginn!!!
Næstir mættu síðan allir - já allir þeir sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn fá ærlega flengingu og launalækkun!
Þið eigið að vera að stjórna landinu fíflin ykkar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Facebook
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
heyr heyr.
Bergdís Rósantsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:23
heyr heyr.
Georg P Sveinbjörnsson, 21.10.2008 kl. 19:33
rosalega er ég sammála þér þessu og ábyggilega allir hinir
nema þessir helv... bankamenn, alþingsmenn og hinir sem komu nálgæt þessu
Gígja (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:58
Heil Hitler!
Nornabrennarar!
Bjarni (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:52
Allt þetta lið plús pakkið á alþingi ætti að senda til Síberíu í útlegð. Þetta gæti orðið góður raunveruleikaþáttur - survival of the fattest.
Ég sé ráðherrana fyrir mér drepa hina úr leiðindum með dauðaþögn, innihaldslausum frösum eða "no commentum" og útrásarvíkingana keyra yfir ráðherrana á sportbílum og einkaflugvélum. Þeir geta svo allir haldið á sér hita með því að brenna verðlausar íslenskar krónur á kvöldin.
Ég vona að karma bíti í rassgatið á þeim sem fyrst.
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 21.10.2008 kl. 20:57
...sammála Magni en þessi, sem kallar sig Bjarna, á verulega bágt.
Haraldur Bjarnason, 21.10.2008 kl. 20:58
Víst eru þetta fífl og það er ekkert nýtt. Hitt er hálfu verra að almenningur hefur trúðað lygunum án gagnrýni allt til 29. september og allir að „meikaða“ með tilheyrandi flottræfilshætti og yfirborðsmennsku. Landsmenn hafa flestir hverjir verið í afneitun í áratugi og kosið yfir sig óhæfa stjórnmálamenn sem eingöngu hafa sinnt sérhagsmunagæslu og vinagæslu. Þegar fiskveiðiréttindi landsmanna allra voru færð örfáum útgerðamönnum og í framhaldinu var þeim boðið að versla með eigur almennings í landinu...þá hófst ógæfan. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hófu þessa ferð, lögðu grunninn að frjálshyggubullinu og sukkinu (Davíð og Halldór), settu lög um hvernig sukkinu skyldi háttað, seldu ríkiseigur eins og bankana fyrir lítið einhverjum geðþótta „velvöldum kjölfjárfestum“, gumuðu af kaupmáttaraukningu almennings (sem í raun var öll upp á krít þar eð þjóðin er fátæk og hefur ekki efni á þeim lífsstandard sem viðgengist hefur), létu öryrkja og ellilífeyrisþega lepja dauðann úr skel (ef það var tilefni fyrir 29. sept. þá hvarflar að manni að nú sé réttlæting auðfundin!), gerðust aðilar (í „nafni þjóðarinnar„) að óþverranum í Írak að landsmönnum forspurðum, Þjóðhagsstofnun lögð niður að geðþótta Davíðs (þar með var „greiningadeildunum“ gefið grænt ljós á lygar og falsanir að viðbættum Davíð....Listinn er langur og staðfestir að Ísland hefur haft status gjörspillts „bananalýðveldis“ að minnsta kosti frá setningu kvótalaga, ef ekki lengra aftur. Almenningur mótmælir ekki á Íslandi og því komast stjórnmálamenn og fyrirtæki þeim tengd upp með hvað sem er (okur og brask t.d.). Sú staðreynd að ríkisstjórnin er enn við völd (rjúfa hefði átt þing strax um mánaðrmótin síðustu og seta á fót starfsstjórn sérfræðinga) og bankastjórn Seðlabanka er enn við „störf“ (hefði átt að reka strax þann 30. sept), er til marks um pólitískt siðleysi og spillingu. Hermdarverkamennirnir sem hafa orðið íslensku þjóðinni til skammar og ómælds tjóns eru enn að! En núna eru þeir að bjarga skinni sínu og vina sinna. Hundruðir milljarða lántökur eiga ekki að bæta kjör almennings heldur að halda lífi í spillingunni; vinir Davíðs eiga að sleppa sem ódýrast út úr skandalnum! Ef almenningur bar ekki ábyrgð þjófnaði þessarra manna sem leitt hefur til þjóðargjaldþrots, þá ber almenningur ekki heldur ábyrgð á aðferðum sömu manna til „endurreisnar“. Þessi endurreisn er ekki ætluð almenningi, almenningi er ætlað að tapa, vinna sér til óbóta, spara, og skammast sín. Glæpalýðurinn bíður bara á meðan efnahagsaðstoðin rennur í vasa þeirra sjálfra, bíða á meðan flæðir yfir skandalinn svo þeir geti byrjað aftur sama leik í anda Davíðs og Halldórs. Nú eru eflasut margir sem anda léttar yfir því að Íbúðalánasjóður var ekki seldur líka! En það var unnið að því hörðum höndum af ofsatrúrflokki frjálshyggjunnar. Svei mér þá að það var gott að það gekk ekki eftir (en þeir munu reiða til höggs aftur þegar Davíð hefur fyllt vasa sukkaranna á ný).
Einherji (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:33
Heyr, heyr.
Ég er tilbúin að fórna sænginni minni í hluta af fiðrinu
Bonný (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:53
Ekkert er ofsagt hjá þér Einherji, svona gekk þetta fyrir sig og "múgurinn" má síðan bíta úr nálinni.
íslenskur almenningur er orðin vanur því að vera tekinn harkalega í görn svo undan blæðir án þess að æmta né skræmta. Að mótmæla þótti (og þykir kannski enn!) hallærislegt og bara eitthvað minnipokafólk sem tók þátt í því. Ég heyri enn raddir þræla sem finnst það hallærislegt að mótmæla! ég heyrir enn raddir smáborgara sem finnst að fólki setji niður við það að nýta mótmælarétt sinn! Ég heyri ennfremur enn raddir sem segja að þeir sem brugðust eigi áfram að möndla með framhaldið! Er þrælslundin þjóðareinkenni þjóðar sem þekkir ekkert annað en að vera vinnudýr yfirstéttarinnar? Ætla Björgólfar þessa lands og leppar þeirra að fá að taka nýjan snúning á heilli þjóð án þess að hún beri hönd fyrir höfuð sér? Er íslendingum yfirhöfuð við bjargandi vegna spéhræðslu hennar og ótta við að láta menn standa fyrir máli sínu og mótmæla kröftulega þegar búið er að drulla yfir hana svo rétt sér í nefið.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.10.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.