Viðbót við Valla...

"Það er allt í lagi að við séum með 50 millur + á mánuði - við berum svo mikla ábyrð."

...viku síðar...

"Við berum enga ábyrgð á því hvernig fór fyrir bönkunum"

Hvernig getur þetta verið að líðast í hugsandi þjóðfélagi!

Klúður stjórnenda landsins sem áttu aldrei að láta þetta gerast er að fara að kosta hvert mannsbarn amk 4 milljónir í skatta! - mér er sléttsama um flokkapólitík - allir sem hafa setið á þingi síðustu 10 ár eru sekir um afglöp í starfi! vinstri - hægri - grænir, reyndar virðast allir hafa verið grænir þegar allt kemur til alls!

Ég vil nýtt fólk í stólana!  Og eitt enn - Ekki leyfa Össuri, Davíð eða neinum öðrum en Björgvini að fara í viðtöl - Hann er eini maðurinn sem virðist geta opnað munninn án þess að við endum í stríði!

 

...Af gefnu tilefni er tekið fram að þetta er ég að fá útrás - ef þú ert að vinna á miðli - reyndu þá að finna þessa útrásarvíkinga og segja mér hvað þeir eru að gera í stað þess að gera þetta blogg að einhverri lásí frétt.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Ég held bara að ég sé orðin 100% sammála síðasta ræðumanni. Burt með þá alla! Væri kannski rétt að ráða útlenda sérfræðinga til að hjálpa okkur? Við þurfum varla að borga þeim nema brota brot af því sem pappírspésarnir stálu af okkur!

Hansína Hafsteinsdóttir, 21.10.2008 kl. 21:46

2 identicon

100% sammála! Burt með þá alla!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Nákvæmlega. Og svo kannast enginn við að bera ábyrgð á einu eða neinu í dag! Þessar launatölur eru klikkaðar og svo stjarnfræðilegar í augum okkar almennu launamanna. Það er nú meiri andskotans ábyrgðin! Það er búið að skuldsetja mig og mína að mér forspurðri.  Hvers á ég og við hinir að gjalda? Ég bara spyr?

Sigurlaug B. Gröndal, 21.10.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Pétur Ragnar Pétursson

Djöfull er ég sammála þér!  Björgvin er sá eini sem getur sagt eitthvað.  Geir er ruddi og Davíð er bara ónýt helvítis hárkolla.  Þetta á ekki að líðast.  Spurning hvað á að gera?  Það gætu t.d. menn eins og þú - þekktur í þjóðfélaginu, staðið upp og látið í sér heyra - náð í nokkra með sér sömu skoðunar - það er náttla bara markaðsmál fyrir þjóðina að gera nú eitthvað RÉTT í málunum.

Pétur Ragnar Pétursson, 21.10.2008 kl. 23:11

5 identicon

Já þessir vitleysingar virðast ekkert hugsa áður en þeir tala.

Ég held að það væri eina vitið að skipta flestum ráðamönnum út og fá í þessar ráðherrastöður fólk með menntun sem við á.

Ekki dýralækni sem dulbúin fjármálaráðherra og þar fram eftir götunum, ótrúlegt hvað það virðist enginn með menntun við hæfi í þessari blessaðri stjórn.

Andrir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hvergi annars stadar en hér fengju hausar ad vera á øxlum eftir svona útreid í landinu. HAUSAR SKULU FJÚKA og thad á theim flestum ef ekki øllum sem hér hafa haft tøgl og haldir undanfarin ár.

Almenningur tharf bara ad fara ad sýna samstødu og viljann i verki!

María Guðmundsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:11

7 identicon

Svo sitja þessi guttar í miljarða höllunum sínum, byggjandi 'sumarhús' á meðan hinn almenni borgari sér fram á að missa sína tiltölulega fáu fermetra ofan af sér vegna gengisþróunnar og óðaverðbólgu.

Mér finnst nú reyndar líka að það mætti taka ærlega til í ríkisrekstrinum. hvernig væri að ráðamenn 'sýndu samstöðu' og leggðu/seldu luxuskerrurnar sínar og ferðuðust um á venjulegum bílum. Og utanríkisþjónustan........hvað erum við að borga marga miljarða í rándýr sendiráð út um allan heim, vissulega þurfum við að halda út einhvers konar sendiskrifstofum en ég er viss um að þarna mætti skera rækilega niður. Hver hefur svo sem samúð með þjóð sem segist vera á barmi gjaldþrots en er að rembast við að halda úti lúxushúsum út um allan heim.

Ég vil moka út af Alþingi og kjósa aftur, það er bara verst að um leið og frambjóðendur eru komnir með stól gleyma þeir öllum fögru loforðunum sem voru gefin í kosningabaráttunni svo maður veit varla hvað maður á að kjósa. Síðan á að ráða, en ekki skipa, ráðherra svo að t.d. fjármálaráðherra verði viðskiptafræðingur eða álíka, sjávarútv. ráðh. verði einhver sem hefur lært eitthvað um sjávarútveg og dýralæknar haldi sig við hrossalækningar, o.s.frv. ....... Og hana nú !!

Bonný (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:17

8 identicon

Heill og sæll

Mikið var ég ánægð að lesa þetta blogg, bara varð að senda samþykki mitt inn.  Ég er líka löngu orðin þreytt á þessari flokkapólitík, er ekki komið að því að við fáum að kjósa fólk.  Ekki einhvern úr sér genginn stjórnmálaflokk, alltaf hreint.

Mér varð eiginlega bumbult í gær þegar ég sá þessar launatölur jakkafatadrengjanna, svei þeim.....kunna svo ekki að skammast sína, fara bara úr landi.

Kv

Guðbjörg Oddsdóttir

Guðbjörg Oddsd. (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er voða sammála þeim sem vilja kjósa fólk, en ekki flokka. Það nefnilega virðist svolítið loða við flokkana að stuðningsmenn þeirra elska flokkinn mun meira en landið sem hann á að þjóna. Þetta á ekki bara við um stjórnarflokkana.

Björngvin kemur vel út í viðtölum - hinsvegar er hann ráðherrann yfir því ráðuneyti sem hafði með bankamál að gera og er því maðurinn sem hefði átt að eiga fumvarp að öllum þeim lögum og reglugerðum sem klikkuðu, ekki satt?

Ingvar Valgeirsson, 22.10.2008 kl. 16:25

10 identicon

Alveg sammál. Fyrir hvað eeru þessir menn að fá ofurlaun ef þeir bera svo einga ábyrgð?

 Hvað er búið að gera við sparnað þjóðarinnar?  Ég er svo reið að ég næ ekki upp í nefið á mér.

 Annars finnst mér Björgvin Sigurðsson standa sig vel og maður einhvernveginn trúir dálítið á hann. Hann hefur vaxið enda í réttum flokki svo hefur maður ennþá álit á Ingibjörgu Sólrúnu hún er nú eldklár kona.

  Sjálfstæðismenn eru auðvitað ekki réttu mennirnir til að hreinsa til í spillingunni, þeir eru of miklir aðilar að henni til þess.

Gunnlaug Ólafsd (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:28

11 identicon

Fólk en ekki flokka.

það er málið

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:20

12 Smámynd: Magnús Karlsson

Heyr heyr, ég vil framvegis fá að kjósa menn og konur á þing en ekki afdankaða flokka sem í værð sinni láta þessi ósköp yfir þjóðina ganga.

Svo bíður fólk milli vonar og ótta meðan húsnæðislánin hækka, bílalánin hækka, matvara ríkur upp úr öllu valdi, og svo fer fólk að hamstra í verslunum fljótlega....  nú fara hf og ehf hlutafélögin að falla eitt af öðru og maður bara bíður....  hver mun eiga fyrirtækið á morgun sem ég er að vinna hjá?  mun ég vinna hérna áfram á morgun, spariféð farið, hlutaféð farið, hvað getur þetta fólk sagt???  Hverjir eru ábyrgir???

Magnús Karlsson, 22.10.2008 kl. 19:23

13 Smámynd: Helga

Heyr, Heyr...................finnst á umræðunni í þjóðfélaginu að flest alir "almennir" borgara séu sammála þér........en það er víst svo að við ráðum engu og okkar álit skiptir engu mál......eina sem skiptir máli er að við borgum okkar skatta og verða þeir sennilega hækkaðir til að borga þetta sukk sem þessir and...... auðmenn hafa staðið í síðustu árin. 

kveðja

HElga Hrönn

Helga , 23.10.2008 kl. 14:07

14 identicon

Samkvæmt síðust fréttum á mbl.is þá kemur ekki til mála að frysta eignir auðmannanna.

Það er Birgir Ármannsson sem segir þetta.

Aumingjalegt, og sleikjuskapur.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband