6.4.2008 | 17:35
Heima er best
Langar bara að benda á eina af mínum uppáhalds síðum á alnetinu ásamt því sem ég tek ofan fyrir þeim sem uppfæra hana - það er ómetanlegt að geta fylgst með heimabyggðinni :)-
http://www.borgarfjordureystri.is/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2008 | 17:26
Forgangsröð!
Hvernig hefur rottan það?
"Líðan hennar er eftir atvikum"
"Rottan lést samstundis"
Það er alltaf tekið fram hvernig bílar eru eftir slys s.b. "Bíllinn er gjörónýtur"
En rottugreyið - hún var amk. með púls...
![]() |
Rafmagn fór af er rotta fékk raflost |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 16:51
Loksins smá lífsmark með þjóðinni
Styð bílstjórana heils hugar - mér er drullusama hve margir þurfa að sitja í bílunum og hlusta á útvarpið - ykkur var nær að vera ein í bílnum - ríkið er að fá hvað? helminginn af þessum 12 þúsund sem kostar að fylla bílinn - loksins aðgerðir! RIOT
PS. Bændur - þið erum næstir .. taka Frakka til fyrirmyndar - mæta með skítadreifarana á austurvöll og reis hell!
![]() |
Bílstjórar hætta aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2008 | 08:55
Miðbærinn
Finnst engum öðrum eins og borgin sé gjörsamlega búin að drulla upp á bak varðandi miðbæinn?
Fyrir þá sem hafa ekki komið þangað lengi þá lítur laugarvegurinn og nágrenni út eins og miðbær kabúl nema það er ekki svona mikið veggjakrot í Kabúl - annað hvert hús er að hrynja, eins og sést hefur í fréttum má ekki einu sinni rífa þessa helvítis hjalla fyrr en er búið að ákveða hvað kemur í staðinn - who cares - þetta getur amk ekki versnað...
Í öðrum fréttum er síðan ekki þverfóta fyrir manna og hundasaur á götunum og fyrir þau ykkar sem hafið ekki farið í miðbæinn á "djammtímum" nýlega - ekki gera það - það er eins og næstum allir íslendingar breytist í hálfvita eftir 12 - brjótandi flöskur og mígandi á allt og alla - sorrý - svona sé ég þetta bara -
En þarna erum við líka komin að kjarna málsins að mínu mati - Þó svo að það eina sem borgin hafi gert til að laga ástandið sé að að kaupa tvö ljótustu húsin á svæðinu fyrir 500 milljónir! þá eru það borgararnir sem sjá um umgengnina og veggjakrotið - það eru borgararnir sem gera það að verkum að manni finnst maður ekki öruggur þegar maður gengur um að næturlagi...
Ég veit að það er allt að fara til helvítis en er ekki kominn tími á að snúa bökum saman og tileinka okkur reglu sem ég er búinn að heyra mjög oft upp á síðkastið ( Nói er á Hálsaskógi stiginu )
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 18:48
Gleðilega páska
Þá er Páskatúrinn búinn og maður getur farið að agnúast út í ástand krónunnar aftur - Túrinn var stórskemmtilegur, Við lékum á 4 stöðum og skemmtum okkur og vonandi öðrum í leiðinni :)Myndir og video eru á áms blogginu hér til hliðar og meira á leiðinni...Langar síðan að setja eina slóð hérna inn - bara til að vera smá egóisti - mér var bennt á þetta á alnetinu :)
http://www.youtube.com/user/magnirocks
...og nú að reyna að klára páskaeggið á undan Nóa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 15:43
af flensu og ferðalögum...
Það er alveg með ólíkindum hvað maður nennir ekki að gera neitt þegar maður er með flensu - það er eiginlega eins og það slokkni á þeim hluta heilans sem sýnir smá hugmyndafræði - en nú er það að baki og eftir stendur bara einhver helvítis hósti sem maður ætlar aldrei að losna við...
Í síðustu viku var ég að spila ásamt gífurlega fríðu föruneyti í Toronto og er eiginlega of langt mál að fara út í hvað það var afskaplega gaman - það er hægt að sjá video af þessu öllu á youtube fyrir þá sem nenna....
Í þessari viku er ég síðan að fara á Páskatúr með Á móti sól - þann 8 í röð reiknast mér - og alltaf hlakkar maður jafn mikið til að klifra upp í rútu með þessum drengjum og taka sénsinn á veðri og vindum :)
besta minningin sem ég man eftir úr þessum ferðum er reyndar að standa á brókinni í möðrudal í 24 stiga hita - UM PÁSKA! Það er held ég ekki að fara að gerast núna......
Sjáumst á Selfossi - Eskifirði eða Blönduósi :)-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 00:48
snjór og Vopnafjörður
þá erum við strákarnir búnir að vera í Toronto í 2 daga og afskaplega eru innfæddir indælir :) reyndar kom það íslensku strákunum svolítið á óvart þegar var búið að búa okkur undir raganrök í veðurspánni að það snjóaði bara smá - ekkert ves - samt var öllum skólum lokað og svona....
í gærkvöldi fórum við síðan á Horseshoe - sem er Gaukurinn á Canadísku og sáum Major Marker spila - helvíti fínt band og merkilegt fyrir það líka að söngvarinn er vestur íslendingur - hann er ca.210 cm og heitir Lindy Vopnfjörd...
það má bæta því við að honum er illa við mig sökum allra brandaranna sem ég sagði á hans kostnað...
eftir stendur samt að bandið er frábært :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2008 | 13:56
flugvélar og gulrótarkökur
þegar þetta er skrifað sit ég á La Guardia flugvellinum og bíð eftir flugi - Ferðinni er heitið til Canada þangað sem Vopnarfjörður flutti á einu bretti þarna um árið - ástæðan er nú samt bara að plögga og gera mitt í að fá Canadaliðið til þess að koma í heimsókn til Íslands...
Með mér í för er hinn sauðtryggi meðhjálpari Ómar Berg sem hefur til þessa ekkert lent í neinu veseni að ráði þrátt fyrir að heita Ómar... það er ekki málið í BNA....
meira síðar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 10:52
takk fyrir að sjá það
ég er einmitt búnað vera að lyfta fjarstýringunni óvenju mikið :)
![]() |
Vöðvabúnt vinsælli en Eurobandið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 00:28
Ellen er algjörlega drottning spjallþáttanna
ég fór næstum að gráta úr hlátri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
amotisol
-
huld
-
latur
-
eythora
-
olafurbj
-
hallibjarna
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
palmig
-
gardar
-
ingvarvalgeirs
-
toreybirna
-
bryndisvald
-
drifamagg
-
dagurbj
-
saxi
-
gudnim
-
doddilitli
-
king
-
swaage
-
lubbiklettaskald
-
sverrir
-
bbking
-
gummigisla
-
vitinn
-
gummisteingrims
-
ea
-
jahernamig
-
binni29
-
stefanbogi
-
peturorn
-
gummiarnar
-
hproppe
-
gleraugun
-
beggipopp
-
gretarorvars
-
helgadora
-
krakkarnir
-
killjoker
-
sibbulina
-
bergdisr
-
hannamar
-
daxarinn
-
stormsker
-
reynalds
-
lovelikeblood
-
ernabjork69
-
um683
-
birgitta
-
bofs
-
lehamzdr
-
zeriaph
-
heidathord
-
lena75
-
vinursolons
-
omarragnarsson
-
sirrycoach
-
steini69
-
gunnurol
-
hallurmagg
-
gullilitli
-
beggita
-
skjatan
-
skordalsbrynja
-
nkosi
-
kisabella
-
kristinnagnar
-
jea
-
perlaoghvolparnir
-
hallurg
-
bergrun
-
sven
-
villialli
-
fjola
-
lostintime
-
danjensen
-
julianamagg
-
presley
-
himmalingur
-
gunnarpalsson
-
swiss
-
prinsinn
-
binnag
-
skjolid
-
berg65
-
audurvaldis
-
hreinsamviska
-
majaogco
-
zsapper
-
jonhalldor
-
olofanna
-
steinunnolina
-
ornsh
-
rattati
-
knus
-
astaz
-
sjos
-
trollchild
-
bestfyrir
-
stulliogstina
-
ruber
-
zuuber