25.2.2008 | 18:03
Júró og allt það
Þá er langavitleysan búin og búið að finna framlag okkar til júró í Serbíu.
Keppnin var mjög skemmtileg og þrátt fyrir þessa venjubundnu klukkutíma sem fara alltaf í að bíða á rassgatinu var óvenju mikið af skemmtilegu fólki sem tók þátt í þessu til þess að mér leiddist bara ekki neitt allan daginn :)
Birgitta geislaði við hliðina á mér - svo mikið að ég steingleymdi að byrja að syngja :) Flutningurinn tókst að öðru leiti ágætlega að mínu mati - Landsraddirnar traustar og bandið mæmaði sem aldrei fyrr :)
Ég er náttúrulega hundfúll að hafa tapað :) hehe en samt ekki fyrir Spock - Þetta var stórkostllegt atrði sem ég stóð upp fyrir - annars voru tunnurnar í fyrsta og öðru mjög frambærileg atriði og sérstaklega þar sem íslendingar eru með þá grilli í höfðinu að við verðum alltaf að senda "Júróvisjónlag". - við völdum það ábyggilega
Hvaða pæling er það annars? Hafiði horft á þessa keppni? það eru 49 lög eða eitthvað og af þeim eru kannski 3 sem einhver með hálfu viti getur hlustað á! Það hafa komið gullkorn í gegnum árin -meira að segja perlur - Waterloo og allt það -
en það eru líka ca 700 lög sem engum hefur dottið í hug að hlusta á aftur - Júróvisjónlög. það er enginn að fara að segja mér að það sé okkur til framdráttar og sóma að velja alltaf framlagið okkar byggt á því hvað við höldum að sé júrólegast?
Þarna er best að skýra strax frá því að mér þykir voða vænt um Palla og ég sé ekkert að því að fíla júróvisjón -
ég er bara á því að við hefðum átt að senda Spock með vélmennið sitt því það verður helvíti erfitt að sigra þennan kalkún frá Írum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 20:09
Keli hittir naglann á höfuðið
ég veit að þetta er langt en í þessari grein kemst gamli herbergisfélagi minn að kjarna málsins...
Af menningarástandi á Héraði
[Þessi grein birtist í Austurglugganum í dag.]
Fyrir rétt rúmum áratug bjó ég hér á Egilsstöðum þar sem ég stundaði nám, fyrst við Alþýðuskólann á Eiðum og síðar við Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á þessum árum sóttist ég, líkt og margir aðrir, eftir afþreyingu, skemmtun og menningu til að lyfta andanum upp úr gráma hversdagsins. Og þó ýmislegt væri hægt að gera innan veggja skólans dugði það ekki til að uppfylla þarfirnar.
Það var fastur og sjálfsagður punktur í tilveru ungs fólks á Héraði á þessum tíma að eiga þess kost að skella sér á böll í heimabyggðinni öðru hvoru. Og væri þeim ekki til að dreifa um helgar gátu skemmtanaglaðir sótt veitingahús/skemmtistaði sem þá voru jafnan tvö til þrjú í rekstri. Þess utan var hægt að bregða sér í bíó eða fara á leiksýningar annað hvort hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs eða hjá Leikfélagi menntaskólans, en bæði félögin störfuðu þá af aðdáunarverðum krafti. Leikfélag Fljótsdalshéraðs setti t.a.m. á þessum árum upp viðamikil og metnaðarfull verk sem nutu verðskuldaðrar athygli. Félagið var þá líklega eitt öflugasta áhugaleikfélag í landinu.
Smærri uppákomur voru líka alltíðar og oft ágætlega sóttar. Í stuttu máli voru mörg tækifærin til að safnast saman og njóta ýmiskonar menningar, á tíðum all fjölbreyttrar. En þrátt fyrir það sem til staðar var þótti mörgum ýmislegt skorta, aðstaða mætti vera betri o.s.frv. Við spurningum í þá átt kom gjarnan það svar að fólksfjöldinn á svæðinu bæri ekki meira en það sem til staða væri.
Fólkinu fjölgar en
Á síðastliðnum áratug hefur samfélagið á Héraði tekið allmiklum breytingum. Þar er ekki sísta breytingin sú að íbúunum hefur fjölgað, nokkuð sem ætti að styrkja stoðirnar undir öflugari menningarstarfsemi en til staðar var fyrir áratug. Því er ekki að neita að á ýmsum sviðum er menningarlífið nú blómlegt og sum svið þess hafa styrkst. Smærri sýningar eru alltíðar, t.d. ýmiskonar myndlistarsýningar, auk þess sem hér er starfandi lítið atvinnuleikhús og árlega er haldin stuttmyndahátíð, svo eitthvað sé nefnt.
Þær nýjungar sem hér hafa skotið rótum eru góðra gjalda verðar. Og væri hægt að tína þær til sem hreinar viðbætur við menningarflóruna eins og hún var fyrir rúmum áratug held ég að flestir gætu verið allsáttir við ástandið. En svo er því miður ekki. Nær allt sem upp var talið hér í upphafi nú fyrir bí. Bíórekstur er aflagður, veitingahús/skemmtistaðir eru ýmist einn eða enginn og samkomuhald í Valaskjálf er ekki lengur til staðar.
Samkomustaður og menningarsetur
Á sínum tíma seldu bæjaryfirvöld á Egilsstöðum félagsheimilið Valaskjálf fyrir slikk, en keyptu síðar á uppsprengdu verði sláturhúsræfil sem sannarlega mátti muna fífil sinn fegurri og var af flestum (bæði lærðum sem leikum) álitinn ónýtur og ekki til annars en að jafna við jörðu. Hann ber nú heitið Menningarsetur með ehf-i skeyttu aftan við og getur sú nafngift, rétt eins og fyrirhuguð endurbygging hússins, varla talist annað en grátbrosleg. Ég skil það vel í ljósi væntanlegrar miðbæjaruppbyggingar á Egilsstöðum að lóðin sem sláturhúsið stendur á skuli hafa verið eftirsóknarverð með menningarstarfsemi í huga. Öðru máli gegnir um húsið sjálft.
Það þekkist víða að listafólk fái tímabundið inni í húsnæði sem áður hýsti aðra starfsemi og setji þar upp sýningar eða annað sem flokka má sem menningu eða list. Að vinna að list í öðruvísi húsnæði, sem setur starfseminni skorður vegna eðlis síns, getur verið áhugavert til skamms tíma. En slíkir annmarkar breytast fljótt í helsi og fráleitt er að bjóða upp á slíkt sem framtíðarlausn. Það hættir fljótt að verða sjarmerandi fyrir áhorfendur að sitja kappklæddir á grjóthörðum bekkjum í skítköldu og niðurníddu húsi við að fylgjast með listafólki sem þarf að eyða stórum hluta orku sinnar og tíma í að aðlaga list sína að óviðunandi aðstæðum.
Þau eru ófá dæmin sem tína mætti til um það þegar ráðist hefur verið í breytingar og endurbætur á gömlum og lélegum húsum að þá hafi kostnaðurinn rokið langt upp úr öllu valdi frá því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Að slíkt gerist virðist raunar frekar vera regla en undantekning og hefur niðurstaðan þá oft orðið sú að ódýrara (ég tala nú ekki um hagfelldara fyrir starfsemina!) hefði verið að byggja nýtt.
Enginn skyldi halda ég teldi Valaskjálf vera helgan stað eða nýtingu þess húsnæðis vera lausn allra menningarmála á Héraði. En það er hins vegar svo að Valaskjálf er sem stendur eina húsið sem er til þess fallið að hýsa stærri samkomur á Egilsstöðum. Skortur á slíkri aðstöðu er alvarlegt vandamál, alvarlegra en bæjaryfirvöld virðast gera sér grein fyrir. Það tjóar ekki fyrir forsvarsmenn bæjarins að yppa öxlum yfir ástandinu og benda á einkaaðila. Bæjaryfirvöld bera hér mikla ábyrgð. Fólk í sveitarfélaginu er mjög óánægt með ástandið og ýmsir, einkum yngra fólkið, veltir því fyrir sér hvort rétt sé að festa rætur í bæ sem ber ýmis einkenni svefnbæjar.
Svefnró eða menning?
Þó ég beini hér máli mínu einkum til bæjaryfirvalda er ábyrgð eigenda Valaskjálfar einnig mikil. Núverandi eigandi, þessa fyrrum félagsheimilis Héraðsbúa, hefur sagt að honum sé afar annt um svefnró hótelgesta sinna og því verði ekki haldnir dansleikir í húsinu.
Veturinn er jafnan fremur rólegur tími hjá hótelum á landsbyggðinni og hefur mér (sem starfa í næsta húsi við Valaskjálf) sýnst gestagangur þar hafa verið heldur lítill nú í skammdeginu. Hvað sem því líður ber það ekki vott um mikinn áhuga eða skilning á þörfum samfélagsins að eigandi Valaskjálfar gefi engan afslátt af fyrrgreindu markmiði sínu, ekki einu sinni fyrir starfsemi sem fer fram utan hefðbundins svefntíma. Er eigandi Valaskjálfar e.t.v. vísvitandi að stofna til störukeppni við bæjaryfirvöld með það að markmiði að knýja þau til einhverskonar samninga, vitandi vits um erfiða stöðu bæjarins í þessu efni?
Hvað sem slíkum vangaveltum líður er staða þessara mála eftir sem áður slæm og menningarstarfsemin líður fyrir hana. Nú er t.d. ljóst að fara þarf með Barkann, söngkeppni menntaskólans, í fjölnotahúsið í Fellabæ, sem (með fullri virðingu fyrir því ágæta húsi) getur tæplega talist heppilegt tónleikahús.
Leikfélag menntaskólans er á hrakhólum með æfinga- og sýningahúsnæði. Það er í meira lagi kaldhæðnislegt að eftir árangurslausar tilraunir við að fá inni í Valaskjálf skuli félagið nú hafa fengið aðstöðu í húsnæði sem áður hýsti Trésmiðju Fljótsdalshéraðs sem varð gjaldþrota meðan hún var í eigu fyrrum eigenda Valaskjálfar.
Hrjótandi inn í framtíðina?
Fyrir fáum misserum var ákveðið að Fljótsdalshérað skyldi verða miðstöð sviðslista á Austurlandi. Er kinnroðalaust hægt að halda því fram að sveitarfélag þar sem tvö stærstu leikfélögin eru á hrakhólum og annað þeirra (Leikfélag Fljótsdalshéraðs) er að veslast upp vegna aðstöðuleysis, standi undir slíkum titli?
Þessu til viðbótar má nefna að það er vitanlega pínlegt í meira lagi að árshátíð sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs skuli þurfa að halda í Brúarási af þeirri augljósu ástæðu að ekki er til nægilega stór samkomusalur á Egilsstöðum eða í Fellabæ, þar sem yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem árshátíðan sækja starfa og búa.
Það blandast fáum hugur um að Egilsstaðir séu nokkurskonar miðstöð Austurlands, sumir myndu ganga svo langt að kalla bæinn höfuðstað fjórðungsins. Skortur á samkomustað, menningarhúsi eða hvað sem fólk kýs að kalla það stendur staðnum fyrir þrifum og er skammarlegur. Bráðabirgðalausnin til að brúa bilið (þar til alvöru menningarmiðstöð verður byggð) er til staðar og þar á ég ekki við sláturhúsleifarnar. Haldi bæjaryfirvöld áfram að berja hausnum við sláturhúsvegginn óttast ég að afleiðingin geti orðið sú að enn meiri svefnbæjarbragur færist yfir bæjarlífið og menningin hér verði fábreytt og fyrir fáa.
Hrafnkell Lárusson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2008 | 18:57
gerði mig að fífli - takk mogginn
í gær morgun var ég í Zuuber var ég að grínast með að það væri kannski ekki alveg málið að fara til Serbíu í júró sökum þess hvað þeir eru æfir út í Kosovo fyrir að lýsa yfir sjálfstæði...
eini gallinn er að ég sagði Króatar sökum þess að ég get ekki hugsað svona snemma dags og svo var bara talað um það í mogganum í dag með háðskum tóni :)
til þess sem skrifaði þetta - fyrirgefðu að ég mismælti mig - fíflið þitt - það stendur samt að Serbar eru klikkaðir ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 18:45
snillingar
Megas er semsagt tlnefndur sem besti laga höfundur, besti textahöfundur - og með bestu plötuna - en samt ekki fyrir besta lagið?
snjallt...
![]() |
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna birtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 10:33
tónlist - besta þerapían
tónlist og ég höfum alltaf verið góðir vinir - allt frá því að Heisi bróðir blastaði BOY með U2 í herberginu við hliðina á mér þegar ég var tittur hefur eitthvað við þetta listform dáleitt mig og glatt ósegjanlega.
ég man til dæmis hvar og hvenær ég fékk hvern einasta geisladisk og vínilplötu sem ég á - og það er hellingur...
en það er skrítið að eftir því sem ég verð eldri og er búinn að vinna við þetta lengur þykir mér vænna og vænna um þetta form tjáningar - þetta er næstum orðið heilagt í mínum augum - sú staðreynd að eitthvað fólk sem ég þekki ekki neitt geti á þremur mínútum gripið mig og komið mér til þess að gráta eða brosa hringinn af vellíðan finnst mér jaðra við kraftaverk. - verst að ég verð ekkert betri að ráði en það er annað mál...
Auðvitað er ég líka orðinn snobbaðri á eldri árum - ég get ekki hlustað á teknó t.d. - það er ekki tónlist í mínum augum lengur, það form var bara fullkomnað með 2unlimited - það verður líka að vera amk eitt hljóðfæri til þess að ég flokki eitthvað undir músík :)
Ástæðan fyrir að ég er yfirhöfuð að skrifa þetta er sú að ég get ekki slitið mig frá tölvunni og uppáalds plötunni minni þessa dagana - "Long gone before daylight" með krökkunum í Cardigans - ég hef vitað af þessu bandi síðan þau spiluðu á Akureyri þarna um árið - ´96? - en ég hef aldrei verið fan og aldrei fjárfest í plötu með þeim, síðan komst ég yfir þessa og Eyrún sagði mér að hún væri snilld... Hún hefur greinilega ennþá alltaf rétt fyrir sér...
Þvílík fegurð... Skyldueign...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.2.2008 | 19:45
NASA
ég trúi ekki að þetta sé allt að fara til helvítis...
Nú eru fréttir af því að eigi að rífa NASA og byggja hvað - jú ENN EITT FUCKING HÓTELIÐ! - Ætliði að reyna að segja mér að það sé ekki nóg af þeim á þessum litla ljóta bletti sem fólk kallar miðbæ!
NASA er einn af örfáum stöðum í Reykjavík sem er enn hægt að kalla tónleikastað - Var fólk pirrað yfir að sirkús sé ekki friðað! Hverjum er ekki sama um einhvern hjall á laugaveginum sem lyktar eins reykmettuð úlpa - NASA hins vegar hefur verið eitt besta ball/tónleikahús borgarinnar í 30 ár með hléum - já 30 ár!!!
Fyrir utan minn elskaða gauk á stöng er þetta eini staðurinn í Reykjavík til að halda almennilegt gigg!
þarna léku Stuðmenn á áramótadansleikjum í kringum 1980 - þá hét þetta Sigtún reyndar ef ég man rétt...
Þarna er enn hægt að fá smá tónleikastemningu án þess að detta út um glugga sökum plássleysis
Hvar á nú að hafa t.d. Airwaives? Í helvítis NIKE búðinni!!!
Maður smyr sig!!!
Er einhver séns að þeir sem ráða í þessu tjarnarhúsi geti tekið hausinn út úr rassgatinu á sér og séð sóma sinn í að friða einu sinni rétt hús og gleyma bara þessum bárujárnshjöllum í smá stund - það eru þrjár gamlar konur í miðbænum sem er kannski sama um NIKE búðina!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 19:07
:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 19:02
Sjáum hvort þetta vindur upp á sig...
Það eru meira en tvö ár síðan ég bloggaði síðast og ég er ekkert viss um að ég hafi meira að segja núna en þá en það er samt alltaf gaman að hafa svona outlet þegar maður þarf annað hvort að agnúast út í eitthvað eða skjalla þar sem við á.
Byrjum á hrósi vikunnar :
- Barði fyrir að benda okkur á að júró sé bara grín - ekki keppni.
- Vilhjámi fyrir standa fastur á sínu og fyrir ótrúlega yfirsýn í REI málinu.
- Magnús Kjartansson fyrir að semja - "HALLÓ - komið öll á fætur"
- Össur fyrir slagorðið - "HALLÓ - komið öll á fætur"
- Eiríkur Jónsson fyrir að sanna enn og aftur að honum er drullusama um allt nema sölutölur
- Bubba fyrir að reyna að ala upp þessi krakkafífl - ekki eru foreldrarnir að því
- Sjálfstæðisflokknum fyrir að eyða hálfum milljarði!!!! í einhverja helvítis bárujárnshjalla á laugaveginum!
hvað er hægt að kaupa marga kamra fyrir það !
...Í ljósi þess að þetta er fyrsta færslan þá verður engin neikvæðni í þetta skiptið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
amotisol
-
huld
-
latur
-
eythora
-
olafurbj
-
hallibjarna
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
palmig
-
gardar
-
ingvarvalgeirs
-
toreybirna
-
bryndisvald
-
drifamagg
-
dagurbj
-
saxi
-
gudnim
-
doddilitli
-
king
-
swaage
-
lubbiklettaskald
-
sverrir
-
bbking
-
gummigisla
-
vitinn
-
gummisteingrims
-
ea
-
jahernamig
-
binni29
-
stefanbogi
-
peturorn
-
gummiarnar
-
hproppe
-
gleraugun
-
beggipopp
-
gretarorvars
-
helgadora
-
krakkarnir
-
killjoker
-
sibbulina
-
bergdisr
-
hannamar
-
daxarinn
-
stormsker
-
reynalds
-
lovelikeblood
-
ernabjork69
-
um683
-
birgitta
-
bofs
-
lehamzdr
-
zeriaph
-
heidathord
-
lena75
-
vinursolons
-
omarragnarsson
-
sirrycoach
-
steini69
-
gunnurol
-
hallurmagg
-
gullilitli
-
beggita
-
skjatan
-
skordalsbrynja
-
nkosi
-
kisabella
-
kristinnagnar
-
jea
-
perlaoghvolparnir
-
hallurg
-
bergrun
-
sven
-
villialli
-
fjola
-
lostintime
-
danjensen
-
julianamagg
-
presley
-
himmalingur
-
gunnarpalsson
-
swiss
-
prinsinn
-
binnag
-
skjolid
-
berg65
-
audurvaldis
-
hreinsamviska
-
majaogco
-
zsapper
-
jonhalldor
-
olofanna
-
steinunnolina
-
ornsh
-
rattati
-
knus
-
astaz
-
sjos
-
trollchild
-
bestfyrir
-
stulliogstina
-
ruber
-
zuuber