Af hverju get ég ekki...

...lifað eðlilegu lífi... :)-

Enn ein annasöm helgin að baki og ekki laust við að það sé farið að fara í skapið á fólki að ég er einn af örfáum sem vinna um helgar og þá aðallega á kvöldin - það er ekki laust við að Marinó eigi í smá erfiðleikum með að fá mig til að halda athygli yfir barnaefninu þegar ég er bara búinn að sofa í 4 tíma :)-

Á laugardaginn lét ég gabba mig út í að vera með í atriði á Hlustendaverðlaunum Fm 957 - þetta var mög flott hátíð hjá þeim strákunum og mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp en ég sýndi þar að ég á ekki einu sinni hugmynd af breiki í JT - Hann er gjörsamlega maðurinn!!! Síðan tapaði ég auðvitað fyrir Palla en það er allt í lagi - mér þykir ennþá vænt um hann... Bloodgroup áttu besta atriðið - fyrir utan Ný dönsk auðvitað sem er einhverjum ljósárum á undan öllum playback atriðunum sem voru þarna með fullri virðingu fyrir þeim sem dönsuðu og sungu. 

Annars fannst mér og strákunum við vera soldið gamlir og ekki á heimavelli þar sem hefur gleymst að bjóða - eða þær bara afþakkað - hinar sveitirnar sem gerðu FM957 soldið það sem hún er í dag - Skímó, Írafár, Svört föt og Land og Syni - ég þekkti sumsé varla kjaft þarna!! Ég er farinn að bíða eftir Hlustendaverðlaunum Rás 1 ;)- 


Barkavesen

Það er alveg með ólíkindum hvað það getur verið þreytandi að vera söngvari í íslensku veðurfari og nú er ég kominn á enn einn sýklalyfjakúrinn - þetta er nr.6994834345 reiknast mér ;)

Það er samt MJÖG fátítt að þetta verði til þess að ég forfallst - reyndar eru þau skipti teljandi á fingrum einhverra handa en nú er komið að einu slíku

Núna á fimtudagskvöldið var ég búinn að lofa mér í trúbbastemningu á Sauðárkróki - það er jú sæluvika og svona þannig að ég ætlaði að taka þátt í stuðinu en hálsinn á mér er ekki sammála...

Það er nefnilega þannig að eftir 10 ár er ég loksins farinn að hlusta aðeins á hvað hann hefur að segja - hefði mátt gera það fyrr og mun oftar :)

Ég biðst forláts en tek það fram að ég ætla að reyna að harka af mér á föstudaginn :)


Tónleikar

tékk it

 


Damien Rice, Emilíana Torrini og Magni í Bræðslunni í sumar!

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri verður haldin helgina 25. - 27. júlí í sumar.

Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson.

Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau 3 ár sem hún hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði. Íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 140 manns og því hefur verið um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í þorpinu.

Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr þarem tónleikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð.Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um dagskrána í sumar því hún er ekki af verri endanum.

Írska söngvaskáldið Damien Rice hefur boðað komu sína en Damien ætti að vera allnokkrum íslendingum að góðu kunnur enda komið hingað þrisvar til tónleikahalds. Tvisvar hefur Damien spilað fyrir troðfullu húsi á NASA og svo tók hann þátt í náttúrutónleikunum í Laugardalshöll á sínum tíma. Damien hefur gefið út tvær plötur á ferlinum sem selst hafa í miljónum eintaka og því um mikin hvalreka að ræða fyrir Bræðsluna. Damien hefur verið beðinn um að koma fram á þrennum tónleikum Leonard Cohen á Írlandi í sumar enda Damien mikill aðdáandi Cohen og öfugt.

Emilíana Torrini ætlar að koma fram á Bræðslunni í sumar. Emilíana er að hluta til ábyrg fyrir því að Bræðslan fór af stað á sínum tíma því hún kom fram fyrsta árið sem hún var haldin og svo einnig árið eftir og þá dró hún Belle & Sebastian með sér. Emilíana tók sér frí í fyrra en mætir nú aftur í Bræðsluna galvösk. Emilíana er búin að helga tíma sínum undanfarið við upptökur á nýrri plötu sem væntanleg er á þessu ári.Magni kemur einnig fram í Bræðslunni í sumar.

Magni er íslendingum að sjálfsögðu vel kunnur sem forsprakki Á móti sól og ekki síst fyrir þáttöku sína í Rockstar Supernova. Magni er ættaður úr Borgarfirði Eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar með Áskeli Heiðari bróður sínum frá byrjun. Magni mun að öllum líkindum koma fram einn síns liðs í Bræðslunni í sumar.Fyrirkomulag forsölu á Bræðsluna verður kynnt von bráðar en dagskráin og helgin er ljós þannig að fólk getur farið að taka helgina frá.

http://www.borgarfjordureystri.is/

http://www.damienrice.com/

http://www.myspace.com/emilianatorrini

http://www.myspace.com/magnirocks


Afmæliskveðja!

Í dag á Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari Á móti sól fertugs ammli og sendum við kærar kveðjur til hans  þar sem hann liggur í sólbaði í útlöndum :)

 pabbi

Hjartanlega til hamingju með afmælið Heimir minn.

 


Helgin í stuttu máli

Þetta var frekar róleg helgi...

Föstudagurinn fór að mestu í Bandið hans Bubba - æfingu og síðan þáttinn. Þegar því lauk fór ég síðan á Players að spila Rolling stones lög í 3 tíma - það er skemmtilegra en ég hefði haldið :)

 Bandið var brilliant og old school bragur á þessu - ekkert verið að hafa áhyggjur - bara rokk og ról :)

Vaknaði aðeins og snemma á laugardaginn og langar mig að koma því á framfæri við Rúv að barnaefnið er algjört shit um helgar - sérstaklega þessi Disney stund á sunnudagsmorgnum...

 Spilaði tvö kassa-gigg með vinum mínum Matta og Hreim á lau.kvöldið og síðan var það Austfirðingaballið á Players - Frábær mæting og frábær stemning!!! 

 


Hestaferð

Hópferð á hestamannaball í Danmörku!Iceland Express og Hestafréttir bjóða upp á hópferð á Gangarts Cup í Danmörku laugardaginn 26.apríl, en það er hestamannamót sem lýkur með alvöru íslensku sveitaballi með Á móti sól.

Ferðin kostar 64,900 og innifalið er flug fram og til baka, rúta frá Kaupmannahöfn á mótssvæðið (sem er rétt hjá Århus) og til baka, gisting í 2 nætur (1 í Köben og 1 í Århus) og síðast en ekki síst íslensk fararstjórn, en það er enginn annar en folinn Fjölnir Þorgeirsson sem mun stýra þessari ferð af sinni alkunnu snilld!

Nánari upplýsingar eru á vef Express ferða: http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=843


Bulla

Ég er allur að koma til í að verða karlmaður - loksins - í gærkvöldi horfði ég á tvo leiki í meistaradeildinni og ég var meira að segja bara einn að horfa á Chelsea leikinn.

Stemningin var rosalega á Café Kidda Rót þar sem ég horfði öskrandi og gargandi á mína menn klára þessa rimmu á endasprettinum. Ég á reyndar eitthvað eftir í land þegar kemur að því að verða alvöru bulla, ég man ekki hvað neinn heitir og mér er ennþá drullusama um hvað hver og einn leikmaður hefur gert síðustu 10 árin - en ég er allur að koma til... :)-

 

Þetta blogg átti nú ekkert að verða myndbandasafn en hér gefur að líta það allra fyndnasta myndband sem ég hef séð lengi - það er frá Indlandi og hefur einhver snillingur haft fyrir því að skrifa textann eins og hann heyrir hann :)-

 


Gigg

Ég verð fastagestur á hinum stórskemmtilega og stórmerkilega stað Players næstu helgi - Eins og kunnugir vita verður enn eitt stórskemmtilegt AUSTFIRÐINGABALL á laugardagskvöldið - skyldumæting eins og alltaf!

Það er líka gaman að segja frá því að á föstudagskvöldið verður frekar afslappað Rolling stones djamm! Bandið er þétt skipað rokkurum og rónum - þar fer ég með míkrófóninn, Jakob rokkguð með bassann, Eysteinn hinn stóri lemur húðir og Stefán sonur Magnúsar mundar gígjuna - Matti sá er við Papana er kenndur ætlar síðan að stjórna djamminu þegar Stones slögurunum líkur...

Það ætti að verða gaman að sjá hvað verður úr þessum djammsessjóni - ég er allavega miklu meira en spenntur...

Á föstudagskvöldið verð ég síðan gestadómari í Rockstar Bubbi á stöð 2 - fæ meira að segja að taka lag :)

 


Lag dagsins

ótrúleg snilld!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband