Nýtt lag frá Á móti sól!

Á morgun, fimmtudaginn 16. október, er komið að því að við sendum frá okkur nýtt lag.
Lagið heitir Sé þig seinna og er heldur léttara en síðustu 2 lög okkar, enda ekki við hæfi á þeim erfiðu tímum sem yfir þjóðina ganga um þessar mundir að drekkja þjóðinni í tregafullum ástarsöngvum (sjá tilskipun G.Hårde nr. 666 um tilfinningaþrungnar tregablúsballöður).
Lagið er eftir Heimi og höfundurinn sjálfur mun á morgun gera sér ferð til höfuðborgarinnar þar sem lagið verður frumflutt í þætti Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni, en hefð hefur skapast fyrir því að Ívar frumflytji lög hljómsveitarinnar.
Frá og með morgundeginum má heyra lagið hér á síðunni og væntanlega einnig inn á www.tonlist.is   
Lagið var tekið upp í Lundgård studios í Danmörku í júní og júlí og Sýrlandi í september og október. Hljóðblandað í Stúdíó Sýrlandi.
Stjórn upptöku annaðist Baldvin A B Aalen.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi.   Ekki veitir af að fá eitthvað hressilegt núna.. þar sem öll þjóðin er í frekar þung þessa daganna...

Bið spennt.

Gígja (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hlakka til að heyra þetta lag....

Flott hjá ykkur að koma með eitthvað skemmtilegt núna....

Bergljót Hreinsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ussuss, svona gæjar. Auka á viðskiptahallann með því að leita utan í hljóðver, þegar nóg er af þeim um allar sveitir landsins.

En gott mál að koma með almennan hressleika á öldur ljósvakans, þarf jú meira af slíku.

Hvar eru Greifarnir þegar maður þarf á þeim að halda? Nú, eða Stuðkompaníið?

Ingvar Valgeirsson, 15.10.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

ekki veitir af krepputonlist til að dreifa huganum væri ég til í að hlusta á pólitiska ástarsöngva lika hehe

Johann Trast Palmason, 15.10.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 4105

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband