Færsluflokkur: Tónlist

Rúni Júl

Maðurinn sem við strákarnir höfum alltaf talað um sem mesta töffarann í Íslenskri tónlist er fallinn frá alltof ungur.

Ég er líklega búinn að hlusta á Rúnar og hljómsveitir sem hann var í síðan ég fæddist - Ðe lónlí blúboys var ein fyrsta platan sem ég kunni utanaf og Hljómar, Trúbrot og GCD voru bönd sem ég og allir aðrir hafa coverað gegnum árin.  

Nærvera Rúnars og leikgleðin þegar hann stóð á sviðinu var þvílík að hann lyfti meðleikurum sínum ómeðvitað upp um nokkur þrep - sjálfur naut ég þess ósegjanlega að fá að standa með honum á sviði oftar en einu sinni og það eru stundir sem ég gleymi aldrei. 

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Rúnars  - og til Íslensku þjóðarinnar sem misst hefur Hr.Rokk.

 

 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak!

Það er alltaf gaman að fara á útgáfutónleika, hvað þá í höllinni... hehe (fyrir hörðustu nöldurseggina og leiðindarpúkana er þetta svokallað "kaldhæðið grín" sem ber ekki að taka sem stríðsyfirlýsingu (grínið vitnar til ummæla borgarstarfsmanns um styrk-óskar Bubba))  :) - 

Ég hefði reyndar mest verið til í að sjá HAM en ég komst ekki - svakaleg tónleikaljómsveit, ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um Gauksgiggið 2001. Til hamingju þið sem voruð þarna í gær! 


mbl.is „Hlýleg“ stemmning í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á móti sól - tilkynning

Á laugardaginn spilum við á balli í samkomuhúsinu í Sandgerði, en ballið er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg stórhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga. Sandgerði er nú enginn smáhreppur, með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í frontinum og þar af leiðandi helstu þjóðir heims sem nágranna. Það má því búast við fjölmenni í samkomuhúsinu á laugardaginn og líklega hægt að gera margt vitlausara en að tryggja sér miða á mannfagnað þennan í forsölu, en forsala aðgöngumiða fer fram í Listatorgi, Sandgerði. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark 20 ár. DJ. Atli hitar mannskapinn upp og niður, eins og honum einum er lagið.

Annars er gaman að segja aftur frá því að þessi dansleikur er sögulegur fyrir þær sakir að það var einmitt í samkomuhúsi Sandgerðinga sem hljómsveitin Á móti sól steig sín fyrstu skref á sveitaballamarkaðnum, í marsmánuði 1996. Þessu hyggjumst við fagna á alla mögulega vegu og getum lofað frábærri skemmtun. Þeir sem geta sannað það með óyggjandi hætti að hafa verið á umræddu balli í marsmánuði 1996 eiga möguleika á að fá frítt inn og ekki er heldur ólíklegt að einhverjir heppnir geti krækt sér í miða á ballið á Bylgjunni, en Bylgjan verður einmitt á staðnum.
 
Sjáumst í Sandgerði - Nefndin

Þetta verður áhugavert!

...svo ekki sé meira sagt

http://www.news.com.au/heraldsun/story/0,21985,24173917-5006024,00.html


Gamlir vinir

Núna í September kemur út ný breiðskífa með hljómsveit sem ég get alveg haldið fram að sé ein af mínum uppáhalds ef ekki sú sem mér þykir vænst um...

Ég man fyrst eftir að hafa hlustað á hana í kringum ´85 af kassettum sem Alli átti ábyggilega - Ég varð síðan dolfallinn ´90? þegar ég sá "2 of one" vídeóið í Sæbergi. Við Ottó fórum þangað í kaffinu í unglingavinnunni til að horfa á það - Ingi var að læra lagið fyrir Trassana... Á þeirri stundu, sitjandi á gólfinu hennar Ömmu ákvað ég að Jason Newstead væri goð og ég ákvað líka að ég vildi verða tónlistarmaður...

Ég lærði það litla sem ég kann á gítar hlustandi á "Lightning", "Puppets", Justice" og seinna svarta kvikindið í botni - reynandi að herma eftir strákunum sem mér fannst ég orðið þekkja...

Ég er ekki stalker týpan en þegar þetta er skrifað á ég líklega um 80 CD - 30 LP og nokkrar möppur af úrklippum ( þær eru reyndar gamlar ;)- ) með hetjunum mínum sem ég hef alltaf staðið við bakið á - sama hvort platan heitir LOAD eða Kill´em all...

Metallica er mest selda metal band allra tíma - nýja lagið "Cyanide" er old skúl metall - og ég er gjörsamlega að farast úr spenning fyrir nýju plötunni....

 Rokk on!

RSfun 001 metaljames

 

 

 


Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband