Hugmyndir?

Ég var að horfa á þetta myndband... Ég mæli ekki með því. 

Þessir þrír siðlausu hugleysingjar sem lúberja jafnaldra sinn eru greinilega á góðri leið með að verða handrukkarar og hasshausar framtíðarinnar.

Og hvað er til ráða? Löggan er að spjalla við þá um hvað þeir gerðu... Það er reyndar til á vídeói...

Foreldrar þeirra eru greinilega ekki alveg með stjórn á þessu - þetta er ekkert illa meint en ef þeir eru að lesa þetta þá samhryggist ég þeim með að hafa misst boltann...

Kannski kemur kæra út úr þessu - fjársekt, sem væri reyndar ágætt fyrir fórnarlambið en ekki þá sem þeir ræna til að eiga fyrir sektinni. Síðan er náttúrulega mögulegt að þeir fari inn fyrr en síðar - kannski á Hraunið þar sem þeir geta lært glæpafræðin almennilega og komið út skipulagðari.

Hvað er þá það skársta sem hægt er að gera? Senda þá í sveit í Mjóafjörð eða eitthvað? Láta þessa krakka lyfta böggum og moka flór þangað til þeir læra mannleg samskipti? Verst að bændur hafa líklega eitthvað annað með tímann að gera en ala upp krakkafífl að sunnan...  

Einhverjar hugmyndir? 

 


mbl.is Árásarmenn í skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

árásarmaður:jónas kristinn jónasson,kirkjuvogi 2, sími:4216903(röndóttpeysa)

árásarmaður:óskar páll sigurðsson,heimili:tunguvegi 6.sími:4216105(dökkhærður)

árásarmaður:ragnar.heimili:veit ekki ,sími:veitekki(ljóti gæin sem sparkaði í andlitið)

p.s. þekki þessa aumingja.endilega hringja í þá

má ekki seigja (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:43

2 identicon

Mér er illt eftir að hafa horft á þetta, það má segja að þessir drengir séu heppnir að hafa ekki drepið hann.

Bonný (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: ÖSSI

Ég myndi senda þá í nokkra túra í smuguna, þ.e ef einhver hefur áhuga á að taka þessi grey með sér....en eins og þú segir þá er þetta skelfilegt upp á að horfa og maður stendur eiginlega algerlega orðlaus yfir þessu. Maður spyr sig hvaðan þetta ofbeldi kemur, skyldu þetta vera tölvuleikirnir eða ófögnuðurinn á netinu...

ÖSSI, 21.11.2008 kl. 14:58

4 identicon

Þeir þyrftu helst að fá að kynnast gamla góða gapastokknum.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Tala við Mumma og hans fólk í Götusmiðjunni.     Það væri það besta sem gæti komið fyrir þessa drengi.    Þar er hörku og siðleysi mætt með aga og umhyggju. Sennilega þeirra eini séns og samfélagsins til að þeir verði einhvern tíma að mönnum.

Auðvitað gæti það líka gefið þessum vesalingum tækifæri að fara á frystitogara sem messar eða fara í sveit um langan tíma.   En það er happa og glappa.   Það er allt undir því komið hjá hvernig fólki þeir lenda.

Jón Halldór Eiríksson, 21.11.2008 kl. 15:50

6 identicon

Út í papey með þá alla... Henda smá rekavið til þeirra og verkfærum. og leyfa móðir náttúru að sjá um þá eftir það.

Nei svona í alvöru talað þá þarf að fara að herða refsingar fyrir ofbeldisbrot.

Gissur Örn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Lindan

Við lögum ekki ofbeldi með ofbeldi en þessir drengir þurfa svo sannarlega á aðstoð að halda.   Það er búið að kæra í málinu og þeir sakhæfir svo að væntanlega verða þeir dæmdir til refsingar og sendir í "sveit".   Mummi og hans fólk er að gera ótúlega góða hluti og vonandi verða þessir drengir svo heppnir að fá að afplána hjá Götusmiðjunni.

Fín hugmynd að stofna unglingaheimili í Mjóafirði eða jafnvel í Loðmundafirði. Það þarf klárlega að kenna þeim meira en að vinna, t.d að eiga samskipti við aðra og mun á réttu og röngu.  

Lindan, 21.11.2008 kl. 16:13

8 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Veit ekki alveg með að hringja í þá - er ekki viss um að það lagi þá - það eru ótrúlega margir sammála því að vinnan göfgi manninn og það er vonandi að þessi kreppa okkar verði til þess að fólk fer að taka landbúnað og sjávarútveg fram yfir jakkafata gírinn...

þessi gapastokkspæling er líka ágæt...

Guðmundur M Ásgeirsson, 21.11.2008 kl. 17:04

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er ótrúlegt bara, og ad taka af thessu myndband og setja á youtube, madur fær bara sting i hjartad og ógledi i magann. Thetta er framtídarkynslódin,allavega partur af henni, sem betur fer er thetta minnihluti en svona held ég ad sé mun algengara en vid vitum um. Hvad á ad gera veit madur hreint ekki, en svei mér thá, hvad med "vinnuheimili" útá landi..?  i sveitinni thar sem thessir gaurar komast ekki upp med neitt múdur og bóndanum er borgadur gódur peningur fyrir ad koma theim á beinu brautina..

En annars,hvad veit madur..thetta er manni gjørsamlega ofar skilningi.

María Guðmundsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:33

10 identicon

handrukkarar já kannski, hasshausar??? ég hef aldrei tengt kannabis og ofbeldi saman og finnst það kjánalegt.

sigfús (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: Anna Heiða Stefánsdóttir

það ætti líka að tala við hina sem sáust og einkum þann sem tók þetta myndband, hann er fjórði gerandinn með þeim verknaði. Og að leka þessu á internetið!! Það er viðbjóður. Og það þíðir ekkert að senda þessa gaura í sveit, þess flýja bara þaðan og með næsta bíl heim. Senda þá á sjóinn sem gesti í hálft ár að minnsta kosti með ENGRI viðkomu í landi!! Fyrirgefið þið, en ég er bara reið!!!!

Anna Heiða Stefánsdóttir, 21.11.2008 kl. 20:15

12 Smámynd: Bara Steini

Hasshausar nenna ekki að len-mja fólk heheheheh

Bara Steini, 21.11.2008 kl. 23:34

13 Smámynd: Bara Steini

en hasshaus mundi ekki detta i hug að sparka i liggjandi eða standandi manneskju hahahah

Bara Steini, 22.11.2008 kl. 00:06

14 identicon

Tveir gerandanna eru hasshaurar áður

... (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 00:27

15 Smámynd: Bara Steini

og hvaða önnur efni eru þeir að nota líka ?????

Bara Steini, 22.11.2008 kl. 00:29

16 Smámynd: Björn Finnbogason

30 krakkar að horfa á! Á skólalóðinni! Í hádeginu! Það á að loka skólanum þar til kemst á hreint hverjir voru viðstaddir.  Senda þá í sálfræðiráðgjöf.  Þessa þrjá -loka þá inni á Kleppi strax áður en þeir valda meiri skaða.

Björn Finnbogason, 22.11.2008 kl. 03:13

17 identicon

Þessir þrír siðlausu hugleysingjar sem lúberja jafnaldra sinn eru greinilega á góðri leið með að verða handrukkarar og hasshausar framtíðarinnar.

Þú myndir væntanlega skilgreina mig sem 'hasshaus', ég get sagt þér það að ég hef aldrei sparkað í liggjandi manneskju og hef enga löngun til þess.

Þótt eiturlyf tengist að vísu oft við ofbeldi, þá er ekki rétt að tengja eiturlyfjanotendur við það.

Jökull (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:51

18 identicon

Bítlarnir eru hasshausar fortíðarinnar. Svolítið vanhugsaðir fordómar hér á ferð. Áfengi fer verr með fólk, það vita allir sem vilja vita.

Séra Jón (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:07

19 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einhver sagði nýverið að hæfileg refsing fyrir ofbeldisbrot væri að senda menn niður á Austurvöll á laugardegi, haldandi á skilti með áletruninni "ÁFRAM DAVÍÐ!"...

En svona í alvörunni, þá er ég ekki viss um hvorum ég vorkenni meira, þeim sem var laminn eða þeim sem réðust á hann. Vissulega slæmt að vera laminn illa, en sínu verra að vera svo troðfullur af heimsku að gera svoleiðis.

Ingvar Valgeirsson, 22.11.2008 kl. 21:04

20 identicon

Þetta eru bara hellvítis fífl sem eiga ekkert líf!!! Það ætti bara að senda þá í Hraunið í 16 ár og leifa þeim að lenda í einhverju kynsvalli þar og smá barsmíðar. Og það ætti að sýna myndir af þessum braindead idiots til að vara fólk við þessum geðsjúklingum. Ég á eintak af myndbandinu og það er fucked up.

Bimmi (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:16

21 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Í sveit með þessa apaketti, láta þá vinna hörðum höndum........svona lagað á ekki að viðgangast.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:21

22 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég held að það væri góð hugmynd Magni. Ég held að ungmenni á þessum aldri hafi alltof mikinn tíma og hafa alltof lítið að gera. Svo hefur nánast öll ábyrgð verið tekin af þeim í uppvextinum. Bullandi samviskubit margar foreldra hafa leitt til þess að þau fá allt upp í hendurnar og þurfa ekki að bera ábyrgð á einu eða neinu. Sem betur fer er það ekki allstaðar svoleiðis. Ég held að dvöl í sveit eða einhverskonar samfélagsþjónustu sem þeir verða inna af hendi sé af hinu góða. Góð hugmynd!

Sigurlaug B. Gröndal, 24.11.2008 kl. 09:35

23 Smámynd: Haukurinn

Mikið hrikalega er ég sammála þér Magni, komum þessari útúrrugluðu jútúbkynslóð í kynni við raunverulegt líf.

Eins og þú sjálfur nefnir þá hefur bændastéttin við margt annað að kljást en að ala upp einhver óbermi úr bæjum og borgum. Hví þá ekki að smella saman unglingaheimilum/fangelsum og bóndabæjum? Er ekki til ofgnótt að bóndabýlum í vanda? Væri ekki tilvalið að aðstoða þessi býli með því að sjá þeim fyrir ókeypis vinnukrafti - þ.e. ríkið myndi þá launa gerpunum fyrir vikið til þess að þau myndu nú sjá afrakstur erfiðis síns?

Hingað til hafa refsingar að mestu snúist um það að loka einstaklinga inni, þar sem þeir svo sitja fyrir framan ýmsa skjái og leiktæki og bíða þess að verða hleypt út á ný. Hér er í raun biðin gerð að eiginlegri refsingu - þar eð öll raftækin halda þeim hvort eð er í sambandi við umheiminn. Þeir bíða því og lifa sínu gervilífi án þess þó að tryggt sé að skilaboð samfélagsins, þ.e. refsingin, komist til skila.

Hvernig væri að fjarlægja gervilífið frá þeim og þrýsta þeim út í hinn raunverulega heim?

Haukurinn, 24.11.2008 kl. 10:25

24 identicon

Björn Finnboga - 30 krakkar að horfa á ! Hverning veist þú eða öllu heldur hvað hefur þú fyrir þér í því efni ?  Átt þú barn eða börn í þessum skóla sem voru þá hluti af þessum 30 sem á horfðu og sögðu frá þegar heim var komið? Tek það fram að ég tengist þessum skóla ekki á neinn hátt. Eða er þetta bara enn ein staðhæfingin sem kastað er fram í umræðunni til að sverta aðra nemendur skólans sem ég hef ekki heyrt illa af látið til þessa, hvorki nemendum né skólanum.  Því miður má víða finna svarta sauði í þjóðfélaginu það sorglega við að þeir séu í grunnskólum landsins er að þetta eru börn sem eru á ábyrgð foreldra sinna og börn sem geta gert svona lagað - það er eitthvað brotið í þeirra uppeldi, það afsakar ekkert ALLIR eiga að þekkja mun á réttu og röngu löngu áður en skólaganga hefst, því spyr ég hvað hafa foreldrar þessara ólukku barna verið að gera hingað til ???                                                                        Að mínu mati hafa þau sofið á verðinum    Leitt að þeirra vakningin hafi þurft að vera svo harkaleg

móðir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:12

25 identicon

En hvað um fjórða drenginn (eða stúlkuna)?? Er það ekki samsekt að gera ekkert í málinu og horfa á?

Ég er þá að tala um aðilann sem tók upp myndbandið...

Vona að allir komi heilir út úr þessu...

Leifur (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:14

26 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Já það er ömurlegt að sjá að fólk skuli geta gert svona ....tekið það upp og sett á netið ... fyrr má nú vera fyrirfram ákveðið  og grimmt.....

Ég held að þau hefðu öll 4 gott af að komast í hörkuvinnu án þess að fá greitt fyrir  nema fórnarlambið fengi launin þeirra sem skaðabætur.....

 Berglind

Berglind Berghreinsdóttir, 30.11.2008 kl. 01:19

27 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Já það er ömurlegt að sjá að fólk skuli geta gert svona ....tekið það upp og sett á netið ... fyrr má nú vera fyrirfram ákveðið  og grimmt.....

Ég held að þau hefðu öll 4 gott af að komast í hörkuvinnu án þess að fá greitt fyrir  nema fórnarlambið fengi launin þeirra sem skaðabætur.....

 Berglind

Berglind Berghreinsdóttir, 30.11.2008 kl. 01:20

28 Smámynd: Haukurinn

Úff...Einar...er ekki Konzentrationslager full langt gengið?

Ég sá meira fyrir mér 'Sambýli og samyrkjubú Afbrotamanna og annarra ónytjunga'.

Haukurinn, 2.12.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband