OLÍA!

Tekið úr frétt á Visir.is...

"Vegna olíuleitar í Færeyjum og nýrra vísindakenninga um tengsl olíulinda og eldvirkra svæða hafa sex alþjóðleg olíufélög nýlega sent sérfræðinga til rannsókna á Íslandi. Þá eru að fást nýjar vísbendingar með rannsókn Bryndísar Brandsdóttur á hafsvæðinu milli Kolbeinseyjar og Ægishryggs og rannsókn Olgeirs Sigmarssonar á fjallinu Hvítserk á Austurlandi. Þar hafi fundist zirkon-krystallar, sem séu miklu eldri heldur en elsta berg á Íslandi. Þeir séu það gamlir að þeir hljóti að vera úr meginlandsskildinum.

Þetta séu vísbendingar um að meginlandsskjöldurinn sé undir Borgarfirði eystra og ef hann sé samhangandi við Drekasvæðið ætti hann að teygja sig alla leið þangað. Þetta segir Ármann auka líkurnar á olíu mun nær Íslandi og jafnvel undir landinu. Úr því að sérfræðingar telji líklegt að olía finnist í Færeyjum sé mjög líklegt að það sama gildi um Ísland. Úr því fáist ekki skorið nema með rannsóknum." 

 Hvaða! Erum við að tala um að Bogginn verði loksins réttmæt höfuðborg þessa skers? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bora á Borgarfiðri eða í Lommanum, fyrst ekkert varð úr stórum hugmyndum um útflutning perlusteins úr námunum þar. Borgfirðingar eiga örugglega eftir að redda skerinu út úr útrásarvíkingaklúðrinu.

Haraldur Bjarnason, 11.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta rifjar upp fyrir mér um 40 ára gamalt mál.  Landið er Noregur.  Þar var allt á leið til fjandans og stefndi í þjóðargjaldþrot. Voola, það fannt olía og Noregur fór frá því að vera nobody to somebody.

Ekki það að ég vilji sjá olíuborpalla utan í Hvítserki eða stóra vinnslustöð í álfabyggðinni í Borgarfirði, þá væri ágætt að fá tekjurnar af olíunni núna á síðustu og verstu tímum.  Hvað ætli þessi fyrirtæki séu tilbúin að greiða fyrir rannsóknarleyfi og síðar vinnsluleyfi.  Kannski $100 milljarða?  Hvað var það aftur sem okkur vantaði? $6 milljarða. 

Svona öllu gamni sleppt, þá gætu þessar upplýsingar um að hluti Hvítserks sé úr gamla meginlandsflekanum breytt miklu.  Það þýðir að bergið þarna undir er einhverjum tugum, ef ekki hundruðum milljónum ára eldra en það berg sem áður var talið elst á Íslandi og því ekki komið upp vegna gosa úr heita reitinum undir landinu, þó það hafi verið niðurstaða jarðfræðinga hingað til.  Vissulega gæti sambland af þessu tvennu hafa átt sér stað, þ.e. gosi hafist í gömlu meginlandsjarðlögunum.

Marinó G. Njálsson, 11.11.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Nú er um að gera að tryggja það að "auðmenn" landsins geti ekki keypt upp nokkurn skika í firðinum fagra og næsta nágrenni. Það hefur alla tíð verið mikil forréttindi að geta kennt sig við Boggann en ef fer sem horfir þá verður það loksins öllum ljóst .

Aðalsteinn Baldursson, 12.11.2008 kl. 03:04

4 identicon

Þið megið trúa því að umhverfisverndarsinnar munu gera allt til þess að ekki verði unnin olía á og við Ísland.  Þeir munu sem endranær koma með röksemdir að slík vinnsla muni hafi óæskileg óafturkræf umhverfisleg áhrif og að betra sé að geyma olíuna þar sem hún er, því hér séu um einstök svæði og náttúruperlur.  Ennfremur munu þeir segja að notkun olíu muni minnka á næstu árum og því sé óþarfi að fara að vinna hana hér. 

Bogi Þór Sigþórsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:11

5 identicon

Myndi nú taka þessum fréttum með nokkurri varkárni.  Tímasetningin er skrítin og þessi mikla frétt fær ekki mikla umfjöllun.  Er þetta ekki bara svona ´publicity stunt´, svona í svipuðum dúr og rússalánið?  Maður bara treystir engu né nokkrum í dag.  Er þetta ekki bara ein enn falska gulrótin.  Þetta er allt afar ´lame´ og obvious.  Nú er málið að hætta öllu bulli, koma hreint fram og játa að við séum ráðalaus.

Donna

Donna (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 15:33

6 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Í fréttinni um þetta á RÚV í gær voru sýndar myndir af Borgarfirðinum, ahhhh fallegur snævinþakin Borgarfjörðurinn, ekki sammála Magni??

Garðar Valur Hallfreðsson, 12.11.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Vonandi, eftir að búið er að einkavæða bankana aftur og skila til réttmætra eigenda (sem passa Icesave peningana) þá væri flott að leyfa þeim sömu að fá einkarétt til olíuvinnslu til 100 ára.

Borgarfjörður eystri er bara "Stunning." Fegurð fjallanna þar engu lík. Skriðurnar skemmtilegar og ansi gaman að koma þangað í sumar. Flýtum okkur hægt í olíudraumórum, mikilvægt að ríkið geri þetta, t.d. Landsvirkjun. Ef eitthvað er hæft í þessu máli.

Ólafur Þórðarson, 12.11.2008 kl. 18:17

8 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Gassi minn eins og þú veist er þetta paradís á jörð :)

ég held að við séum ekkert að fara í bora í firðinum - ég myndi stoppa það á nóinu - þessi fjörður er priceless!

Guðmundur M Ásgeirsson, 12.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband