9.4.2009 | 04:10
Búðarferð
Í dag skelltum við hjónaleysin okkur í Smáralindina. Tilefnið var að leita að smámun sem við töldum að fengist í skartbúð einni - verandi í páskafríi í borginni taldist það að gera sér dagamun að skreppa í "mollið" og vorum við í sakleysi okkar brosandi þegar við stigum inn í glys-búðina áðurnefndu.
Það skal tekið fram fyrir þá sem ekki vita að við erum ógurlega stoltir foreldrar þriggja ára drengs og þekkjum þar af leiðandi allt sem fylgir þesskonar verum..
Þegar við sumsé erum komin inn í þessa títtnefndu búð heyrum við skerandi öskur...
til að reyna að koma lesandanum í skilning um hvers konar öskur verð ég aftur að vitna til stöðu okkar sem foreldra... Þetta var barn - ekki meira en tveggja ára í allra mesta lagi - líklega samt aðeins eins og hálfs - og öskrið var þeirrar tegundar þegar barninu bregður - þegar einhver sem barnið treystir gerir eitthvað sem meiðir barnið og það býst ekki við - svipað því þegar ungabarn fær bólusetningarsprautur...
Það er hræðilegt að láta bólusetja barnið sitt - gráturinn sem það framkallar er svo sár að maður getur ekki annað en tárast og skammast sín þó svo að þetta verði að gerast og sé í hag barnsins.
En við vorum í Smáralind - við vorum í skartbúð - og það var einhver að láta gata eyrun í ómálga ungabarninu sínu!
Hvað er að sumu fólki! Hvað fær einhvern til þess að láta stinga nál í gegnum eyrað á barninu sínu til þess eins og barnið geti litið út eins og George Michael? Er ekki lámark að bíða þangað til barnið getur talað og amk skilið hvað er að gerast...
Aldrei myndi ég koma barninu mínu til að gráta svona ekka bara til að láta hann lúkka eins og söngvarinn í Wham...
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
Þetta er náttúrulega bara mesta rugl alltaf! Hvaða fólk gerir svona?! sjæse....
Gummó (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 08:42
flott magni þetta en náttúrulega bara rugl ,,kv.kolli
kolli (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 09:08
góð lýsing á ofbeldi gegn börnum
Júlíus Valsson, 9.4.2009 kl. 09:28
já ég hef aldrei skilid thetta, litlar sex mánada stelpur komnar med gøt í eyrun.. sjálfsagt af thvi thær "bádu" um thad...eda hvad?? nei,thetta á bara ad banna innan viss aldurs, thetta er bara helvitis pjatt i foreldrunum og børnin ráda engu um.
kvedja og góda páska
María Guðmundsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:52
Þar er ég sammála þér, Magni sæll. Svona fólk ætti bara að halda sig við barbí-dúkkurnar.
Emil Örn Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 11:17
Sammála þér mMgni. Það kæmi mér ekki á óvart að foreldrar sem hugs svona láti líka tattóvera börnin sín. Þetta er til skammar og á ekki að vera leyfilegt.
Haraldur Bjarnason, 9.4.2009 kl. 14:24
Þú mátt alveg nefna í hvaða verslun þetta var sem börnum er misþyrmt.Svona lagað á að banna.
Númi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:25
Af hverju lamdirðu ekki viðkomandi? Ja, eða hringdir á lögguna?
Ingvar Valgeirsson, 9.4.2009 kl. 22:12
Hvaða hvaða, á fólkið ekki barnið ?, bjuggu þau það ekki til ?, borga þau ekki fyrir uppvöxtin ?
Auðvitað eiga þau að ráða hvað gert er við barnið, eins og Hannes sagði: ,,ég á það, og ég má"!.
Það er til ýmislegt verra en að líkjast Georg Michael, þökkum fyrir að foreldrarnir eru ekki aðdáendur Magna, nú eða Steve Wonder !
Börkur Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 00:12
Þetta eru öfgar öfganna. Það er sök sér þótt fólk sem komið er til vits afli sér sjálfvalinna líkamslýta,s.s tattóveringa,
brjóstastækkana o.s.frv.
hallmundur (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:37
Já, Börkur, auðvitað mega þau meiða barnið fyrst þau eiga það og borga fyrir uppeldið... sé það núna.
Ingvar Valgeirsson, 10.4.2009 kl. 15:14
Fyndið að lesa þetta.. þar sem 10 ára stelpan mín langar soldið að fá sér í göt í eyrun sín.. er kanksi ekki alveg á því núna ...
eftir að hafa lesið þetta...
þó svo hún er 10 ára er ég nokkuð viss um að það komi einhver öskur..uff..
á ég að láta mig að fara með hana...
En henni langar.... UFF hehe
Gígja (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.