Tónleikar...

Ég ætla að sjá U2 spila í sumar.... Mér er nokkuð sama hvar og mér er næstum því sama hvað það kostar - mig langar bara að sjá U2 spila...

Hvað er það við tónleika sem fær mann til að kasta rökhugsun út um gluggann og ferðast til útlanda með öllum þeim tilkostnaði og veseni sem fylgir því? Þegar á staðinn er komið bíður maður síðan í röð til að komast inn til þess að bíða eftir bandinu í nokkra klukkutíma... Tveimur tímum síðar er maður síðan kominn aftur í kraðakið og síðan er maður 4 mánuði að borga VISA reikninginn...

Það skrítna er samt að þetta er svo ólýsanlega skemmtilegt! Að vera partur af hjörð fólks sem er allt komið á sama stað með það eitt af markmiði að njóta tónlistar saman... 

 Ég er ekkert búinn að vera hrikalega duglegur að fara á tónleika í gengum tíðina og einhvernveginn enda ég alltaf í Danmörku!

Pearl jam í Forum 2007, Metallica í  Parken 2004 ,Muse í Forum 2007, Police í Arhus 2007, Damien Rice í Köben 2007...

ég sé ekki eftir krónu sem fór í þetta allt og allt er þetta ljóslifandi í minningunni...  

U2 - ég er á leiðinni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Koddu til Gautaborgar þeir eru 30. júlí þar.......frí gisting hjá Stínu og Stulla :o))

Kristín Hólm (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:35

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er stórhættulegt að gista hjá þeim, þau eru að austan!

Sjálfur enda ég alltaf í London þegar ég sé eitthvað, Duran fyrir fimm árum, svo Rush og svo Dream Theater 2007, í bláenda góðærisins.

Af hverju fórstu út að sjá Mettlikku 2004? Þeir spiluðu hérna rétt fyrir utan bæinn sama ár!

Ingvar Valgeirsson, 17.3.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Ég er frekar forfallinn Megalikka fan - Báðir tónleikarnir voru reyndar snilld! Kristín mín - það er verslunarmannahelgi og ég hef hugsað mér að vera að spila einhvers staðar þá

Guðmundur M Ásgeirsson, 17.3.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rosalega er þetta mikið 2007 hjá þér karlinn minn. Fernir tónleikar af fimm.

Haraldur Bjarnason, 17.3.2009 kl. 14:48

5 Smámynd: Brynjar Davíðsson

Cardiff,Millenium Stadium 22 ágúst.Keypti miðana í gær.Það var bara annaðhvort eða.... Draumur að sjá U2.

Kannski maður tékki á U2 Prodjekt á Hattinum um helgina,en já U2 í sumar hjá mér..

Brynjar Davíðsson, 18.3.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Eva Hrund S Kjerulf

Ég styð þig í þessu Magni minn... ekki spurning hvort heldur hvenær!!!

Eva Hrund S Kjerulf, 19.3.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband