8.12.2008 | 00:59
Guð er í Hagkaup
Ég skaust aðeins inn í Hagkaup í skeifunni áðan að grípa eitthvað í matinn. Stóð í einni deildinni þegar eldri kona ávarpar mig - "Er þetta ekki Magni?" Ég snéri mér við og sagði "ha jú - góða kvöldið" og brosti til konunnar.
Hún sagðist bara hafað viljað sjá framan í mig og við tók örstutt spjall sem tók verulega undarlega stefnu þegar konan spurði - "syngur þú ekki um Jesú?"...
Ég sá hvert stefndi og sagði hreinskilnislega nei - ekkert sérstaklega. "Trúir þú ekki á Guð?" spurði hún ásakandi.
"Ég trúi á eitthvað æðra en ekkert endilega á þennan í bókinni sem þú lest" svaraði ég - Konan fer þá að spyrja mig hvort ég ljúgi ekki, hafi ekki stolið? og gefur síðan í skin að ef maður er í áskrift hjá Guði sé bara nóg að segja honum það og þá er manni fyrirgefið. - Ég vona að það séu ekki margir að kaupa þetta! Ef maður lýgur og stelur á maður að biðja þá sem maður gerir rangt að fyrirgefa sér, Þá þarf held ég ekkert að koma til löggjafavaldsins.
Hún var síðan eitthvað farin að gefa það í skin að ég væri mislukkaður faðir fyrir að predika ekki Guðsorð fyrir syni mínum - sem btw er þriggja og trúir á Jólasveinana... Við þetta kvaddi ég og fór...
Ég trúi á Guð. Að öllu hjarta. Líf eftir dauðann - eitthvað stórfenglegra! Mína skilgreiningu á himnaríki sem ég útskýri ekki frekar hér. Það sé hroki að halda því fram að það sé ekki eitthvað meira sem við skiljum ekki.
Ég er samt ekkert á því að Biblían eða hinar bækurnar sem hún er ákaflega keimlík séu með svörin - það voru menn sem skrifuðu þær, flestar áður en þeir vissu að Jörðin væri kúla... Er líka ekki alveg að kaupa þetta með Adam og Evu - ég veit að þau eignuðust börn en hvernig fjölgaði þeim síðan?
Ég virði fólk sem trúir - meira en þið mynduð halda eftir þessa lesningu - Mér finnst stórfenglegt að fólk finni sér akkeri eins og trúin er. En líkt og með óvirka alkann sem predikar yfir vinum sínum að bjór sé hræðilegur þegar þeir eru að fá sér einn með leiknum finnst mér trúboð ekki skemmtilegt þegar ég er að leita að brauði í Hagkaup en ekki Guði...
PS: Þetta eru hugrenningar sem eru settar fram sem afþreying - ekki sem fóður handa blaðamönnum á netmiðlum - góðar stundir :)
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
Frábærar hugleiðingar. Ég hef líka oft velt þessu fyrir mér með Adam og Evu.....
Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:15
hehe þetta er eitthvað gruggugt :)
Guðmundur M Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 01:32
Sannleikurinn er innra með okkur. Ef við látum kærleikann vera leiðarljós í lífi okkar erum við í góðum málum! Hlustaðu á hjarta þitt Magni minn, þá farnast þér vel. Kveðja Erna Valdís
Erna Valdís (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 08:31
einfalt og gott
Júlíus Valsson, 8.12.2008 kl. 09:09
ja hérna Magni minn, það sem þú þarft að hlusta á. Þetta hljómar nú reyndar eins og einhver veikindi séu á ferðinni hjá konunni. Það er orðið alltof mikið ofstæki í þjóðfélaginu og fyrir svona 20 árum var þetta mun afslappaðra.
Svo föttuðu Gunnar í Krossinum og ýmsir aðrir að hægt væri að græða fullt fullt af peningum á því að frelsa sálir frá vist í hurðarlausu helvíti.
Persónulega borða ég ekkert sem ég skil ekki.
bkv.
g
sandkassi (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 09:56
Sæll Magni Guðsmaður Gæti sagt margt um svona konu enn læt það nú alveg vera. En vil benda á að sögurnar í Biblíunni urðu til löngu áður en bæði blek og pappír var uppgötvaður, þannig urðu þessar sögur sagðar mann fram af manni í einhverjar aldir og settar svo í bók sem er þessi Biblía. Boðskapurinn og sögurnar eru jafngóð fyrir því enn eru bara sögur næstum skáldsögur en það er svo sem allt í lagi að trúa á skáldsögur ekkert að því heldur.
Gylfi Björgvinsson, 8.12.2008 kl. 15:14
Þetta eru dæmisögur handa okkur fáfróðum ólæsum lýðnum svo við getum lært rétt frá röngu til að geta búið hæfilega sátt hvor við annað og í samlyndi.
Kv.
Ransu, 8.12.2008 kl. 18:27
Það vantaði bara að hún hefði spurt hvort þú værir ekki "arftaki hins freslaða" ;)
Sögur sagðar manni fram af manni...einmitt og enginn ýkir sögur ;)
Logi helgu (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:29
Gott lífsviðhorf, betra en þeir sem predika en gera svo þveröfugt við það sem þeir boða, eins og, því miður, svo margir gera.
bonný (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.