Af hverju?

Af hverju eru nýju bankastjórarnir með næstum 2 millur á mánuði?

Af hverju eru nokkurnveginn allir stjórnendurnir sem settu bankana á hausinn ennþá að vinna í bönkunum?

Af hverju erum við að setja okkur á hausinn og selja sál okkar til IMF þegar eignirnar eiga að duga fyrir ICESAVE... Erum við í alvöru að taka lán  - til að eiga gjaldeyri  - til að setja krónuna á "flot"  - til þess eins að horfa á hana taka Titanic á þetta með allan peninginn sem við fengum að láni með sér? - og eyða svo restinni af ævinni í að borga þetta rugl aftur með þessa IMF mafíósa yfir okkur?

Af hverju tala ég alltaf um "okkur" - ég vil ekkert með þetta lið hafa - ég er ósáttur við allt sem það hefur gert - og þá staðreynd að það er harla lítið... 

Af hverju erum við ekki að taka upp annan gjaldmiðil eins og hagfræðingakallarnir lögðu til um daginn? - Eitthvað segir mér að hagfræðingar viti meira um þetta en dýralæknar...

Af hverju var ég fullur á virkum degi.. Af hverju mætti ég ekki í tíma... 

Af hverju mæta ekki allir íbúar RVK og nágrennis á Austurvöll til að mótmæla þessum fáránlega farsa - ég ætla - sjáumst þar... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Harðardóttir

Svo mikið sammála þér! Elítan er límd við stólana. Alveg með ólíkindum hve erfitt er að fá þá til að skilja að við viljum breytt Ísland!

Hildur Harðardóttir, 15.11.2008 kl. 05:23

2 identicon

Það er ekki gáfulegt að breyta um gjaldmiðil núna. Ekki gleyma að það er ekki allt gull sem glóir.

Kíktu á þetta: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/11/13/gaetum_haeglega_sleppt_imf_lani/

og þetta: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/#entry-712084

Góða nótt ... rosalega ferðu seint að sofa.

Emma (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 05:46

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

HEYR HEYR! vonandi mætir alveg grútur af fólki i dag, verd med i huganum

María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 09:00

4 identicon

 já  þetta er skítt....

 Og að geta ekki losnað við þetta pakk sem setti okkur á klakann..... 

Ég vildi að ég kynni að setja svona motmælasíðu á netið þá kannski kæmi 

fram sá fjöldi   sem er á móti því hvernig tekið er á málunum.... 

því það er slatti á landsbyggðinni eins og þú og fl. og  margir í vinnu (ennþá) ,eða eiga ekki heimangegnt..... 

Þá væri hægt að  reyna að fá vettvang á netinu þar sem fólk gæti skráð sig.... 

og jafnvel hægt að hafa þannig að hver kennitala skráist einu sinni og þá er marktæk niðurstaða..... 

Þetta er nú bara hugmynd en  hún er svo sem ekki verri en hvað annað.... 

Mér finnst bara stundum sárt að komast ekki í mótmælin og sjá hvað er að gerast  ... maður sér nefnilega EKKI  í fréttunum hvað gerist í bænum nema eggjakast og slíkt......  Vonandi verður ekkert svoleiðis svo ræðurnar fái athyglina.....  

Ég verð með í huganum..... 

Berglind 

Berglind (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:39

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott hjá þér strákur 

Haraldur Bjarnason, 15.11.2008 kl. 12:40

6 identicon

Burt með ríkisstjórnina:

http://this.is/nei/?p=525

Birgir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:24

7 identicon

Það eru 2 valda ættir hér á landi sem vilja alls ekki IMF hingað inn því þeir kíkja á bókhaldið og þeir samþykkja ekki að ríkiseignum sé stolið. Svo fyrir okkur sem eru utan þessara ætta væri það allra besta að fá IMF inn og láta slátra glæpahundunum. Þeir myndu lenda í eignaupptöku (verðskuldaðri)

Vignir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:58

8 Smámynd: Heidi Strand

IMF má ekki kíkja í óhreina þvottinn. Fyrst verður að hvítþvo.

Heidi Strand, 15.11.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Magni minn það er örugglega tonna tak í stólunum

Ólöf Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband