4.11.2008 | 00:23
HVAÐA!!!!
Ef þetta er satt vil ég fá mínar skuldir afskrifaðar!
Ég er líka að velta fyrir mér að hætta að borga af lánunum mínum - bankarnir eru jú allir í eigu ríkisins og ef þeir ætla að láta þetta óáreitt hlýtur þeim að vera sama þótt ég borgi ekki...
Hvernig er annars með Birnu bankastjóra?
Leiðréttiði mig ef þetta er rugl en hún keypti hlut í Glitni - eða reyndi - sem hún þurfti ekki að borga af því að arðurinn af hlutnum átti að gera það fyrir hana...
Þetta er sambærilegt við að ég fái lán í banka - segjum upp á milljón því mér finnst það mikill peningur! - ég segi síðan bankanum að vextirnir borgi lánið bara upp - en ég fæ samt milljónina líka í cash til og fer í Kringluna!!! Er siðleysið orðið slíkt að ríkið ráði bankastjóra í vinnu þrátt fyrir að hún hafi tekið þátt í þessu rugli viku fyrr!
Hvað ætli sé síðan að gerast í máli kellingarinnar sem seldi öll sín bréf korteri áður en bankarnir voru ríkisvæddir - um það sá miðlarinn hennar - sem vill svo heppilega til að er vinur Dabba...
Þetta verðu allt gleymt eftir viku er það ekki? en það er eins gott að ég borgi allt mitt á réttum tíma - annars fæ ég dráttarvexti frá innheimtumanni ríkisins...
Beygjum okkur bara öll áfram og tökum við þessu rugli - við erum svo svakalega góð í því
Voru skuldir stjórnenda Kaupþings afskrifaðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
ég fékk einmitt email nýlega thar sem verid er ad ræda thessar afskriftir. ég trúdi ekki minum eigin augum..!!! Thad er jú ekki hægt ad ráda thessa stjórnendur i ríkisbankana med stórar skuldir á bakinu svo hvad, bara stroka thetta út,ekkert mál! en já,vid almenni borgari eigum ad passa okkur ad borga nú okkar á réttum tima,annars sitjum vid i súpunni...
thetta er ordid eitt alsherjar spillingarmál og held ég ad vid sjáum ekki nema rétt toppinn á ísjakanum , thvi midur. Hvad ætlar fólk ad láta bjóda sér thetta lengi??
María Guðmundsdóttir, 4.11.2008 kl. 07:35
Allir að taka sig saman og hætta að borga af lánunum sínum!
Helv... spilling innann fjármálageirans að manni verður óglatt!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 08:16
vextir og arður er ekki það sama....... shit
dude (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:12
Þetta er meira viðbjóðslegt en allt annað.
Ég segi eins og María... Hvað ætlar fólk að láta bjóða sér þetta lengi???
Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 11:32
Dude- náðiru ekki pointinu? - þetta er jafn heimskulegt - dude...
ég er hættur að borga - það er hvort eð er tilgangslaust - maður snertir ekki höfuðstól af neinum lánum fyrr en ástandið lagast... - ef ríkinu vantar pening geta þeir bara sótt hann í vasana hjá þessu siðlausa pakki
Guðmundur M Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 12:08
Þetta er hræðilegt! Hverjum getum við, venjulegir borgarar á Íslandi treyst til að komast til botns í allri spillingunni ? Ekki bara fjármálageirinn, heldur líka stjórnmálamennirnir hafa gersamlega brugðist. Bæði löngu fyrir og eftir þetta hrun. Og vandræðin eru bara rétt að byrja !
Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 12:23
Afskriftir okkar lána líka.Mæli með því að almenningur taki sig saman og heimti afskriftir.Það er búið að gefa fordæmi svo ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu.Það ætla ég að gera
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:09
Heyr heyr...
Ég borgaði ekki af mínum lánum um mánaðarmótin
Þau geta bara hirrt þessi lán mín.
Hvenær ætlum við íslendingar að geta farið að standa saman.
ef þetta væri í Frakklandi, þá væri allt orðið stopp núna.....
Rakel (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:53
Allir að hætta að borga bankalán, þá gerist eitthvað. Þetta er hneyksli og enn eitt dæmið um djöfulgang útrásargæjanna.
Haraldur Bjarnason, 4.11.2008 kl. 19:05
Mikið andskoti er ég feginn að hafa ekki tekið lán í 2o ár eða meira, en það tók líka obbann af þessum 20 árum að hreinsa upp öll lán sem ég hafði tekið fyrir þessa ákvörðun, ákvörðun sem var tekin fljótlega eftir að hafa lesið ÞESSA bók. Það passaði nokkurnvegin til að ég var kominn loksins á núllið þegar spilaborgin hrynur með látumþ
Georg P Sveinbjörnsson, 4.11.2008 kl. 20:37
Finnst að ríkið gæti að minnsta kosti tekið af verðtrygginguna - svona smá "afskrift" fyrir almenning. Á ekki jafnt yfir alla að ganga?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:39
Guð fyrirgefi oss vorar skuldir ,og þarf niðurfellingu Hvenær ætlum við Ísendingar að far að standa saman ,áður var þörf nú er nauðsyn .Finnst að allir ættu að vera undir sama hatti .En held að það verði seint .Kveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 13:18
Viðskiptaráðherrann - sá hinn sami og átti að sjá um að setja lög um bankana - er búinn að lofa að fella niður verðtryggingu og fara djúpt í skuldaniðurfellingarmálið. Nú verður bara að liggja á honum eins og stalker að standa við orð sín.
En ekki draga ályktanir af því að einhver miðlari er vinur Dabba - sumir vinir hans voru að kaupa í bönkunum fram á síðustu stundu.
Niðurfell fyrir oss vorar skuldir svo sem vér og niðurfellum fyrir vora skuldunauta - og stingum svo af til Ananaseyjanna eða Grand Andríu.
Ingvar Valgeirsson, 5.11.2008 kl. 13:26
Spurning hvort þetta geti hjálpað. Er alvarlega að spá í hvort lausnin sé ekki nær en okkur grunar.
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 6.11.2008 kl. 09:26
Held það sé nú með því vitlausasta sem við gerum að hætta að borga af lánunum okkar. Nógu helv.... hægt snúast nú hjólin í þessu samfélagi samt. Það yrði til að bæta gráu ofan á svart.
Nei takk. Ég stend í skilum á meðan ég stend í lappirnar. Það er hægt að fá frystingu á afborgunum, atvinnuleysisbætur á móti skerðingu í vinnunni og svo sker maður bara niður í heimilishaldinu. Engar utanlandsferðir, aðeins lágstemmdari jólagjafir, minni bjór, nýta fötin lengur osfrv...
soffía (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.