30.9.2008 | 15:41
Allt að gerast....
áður en lengra er skrifað mana ég blaðamenn að nota smá metnað áður en færslan er bara notuð sem frétt... :)
...Í morgun snjóaði og ég veit alveg af hverju - Veðurfréttirnar á stöð 2 eru í boði Glitnis...
...Höndin náði 50 miljörðum af Jóni greyinu í einni hendingu! Man einhver hvað Baugsfeðgarnir gerðu Dabba? Ég rétt vona að það hafi verið eitthvað mikið! Ísland er semsagt eina landið í heiminum þar sem menn komast upp með að nota ríkissjóði í sandkassaleiki! Þetta er farið að minna á Afríkuríki!
...Eru sjálfstæðismenn ekki örugglega þeir einu sem eftir eru sem enn halda að krónan sé ekki verðlaust rusl! Hvernig væri nú að mennirnir sem eiga að vera að sjá um okkur tækju höfuðið út undan pilsfaldinum hjá konungnum sem ég kaus amk. ekki og gerðu eitthvað! Ég var reyndar búinn að gleyma að fjármálaráðherrann er lærður smiður eða dýralæknir eða eitthvað - hann er hvort eð er gjörsamlega valdlaus....
...nú er verið að tala um að stofna sjóð til að hjálpa fjármálafyrirtækjum sem eiga í kröggum!!!
Sameinumst hjálpum þeim - sem eiga meira en þú - hvernig væri að tæma frekar bankareikninga allra stjórnendanna og setja þá á laun þess sem nemur ljósmóður á Seltjarnarnesi...
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
heyrði því nú fleygt að þessar hrókeringar væru bara Dabbi að hefna sín á feðgunum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Bergdís Rósantsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:57
Bíddu - voru það ekki Glitnismenn sem leituðu til Ríkisins? Fengu svo tilboð sem þeir hefðu alveg getað hafnað, en þeir kusu að gera það ekki. Fara svo að grenja, mögulega af því að þeir eru fúlir yfir að hafa gert svona hrikalega í buxurnar...
Ef Dabbi hefði viljað hefna sín hefði hann að sjálfsögðu leyft bankanum að rúlla, ekki satt? Verðlítil hlutabréf eru nebblega talsvert betri en verðlaus.
Glitnir og Latibær - hraustir saman!
Ingvar Valgeirsson, 30.9.2008 kl. 21:13
Annars vona ég að þér batni fljótt og örugglega, gamli.
Ingvar Valgeirsson, 30.9.2008 kl. 21:14
Ríkið kaupir hlutabréfin á genginu 1,9. Gengi hlutabréfa í Glitni hefur fallið mikið frá því síðast var opið fyrir viðskipti á föstudag, en stendur þó í 6 eftir daginn í dag. Þannig er eign ríkisins í bankanum á annað hundrað milljónum meiri en hún var í gær. Auk þess kom ítarlega fram í viðtali við Þorstein Má Baldursson í Kastljósi í kvöld hvernig stjórnarmönnum Glitnis var stillt upp við vegg af Seðlabankanum og að aðrir kostir hefðu verið í stöðunni. Davíð er með eindæmum langrækinn og nú sá hann sér leik á borði að sparka í rassgat Baugsmanna eftir að vera búinn að eyða hundruðum milljona í vonlaus málaferli.
Haraldur Bjarnason, 30.9.2008 kl. 21:36
...úbbs...átti að vera á annað hundrað milljörðum meira, ekki milljónum. Maður kann ekki að skrifa þessar upphæðir
Haraldur Bjarnason, 30.9.2008 kl. 22:15
Vona nú að samfylkingin fari nú að rísa upp á lappirnar og gera allt vitlaust..slíta samstarfinu og kjósa aftur...Þá myndi blá höndinn festast í sínum rassi..
maggitoka (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:29
Skítt með meintan einkahasar Davíðs og Jóns Ásgeirs. En af hverju gleyma allir því í þessum pakka að við hefðum upplifað Northern Rock krísu hjá Glitni um leið og fréttist að Seðlabankinn hefði lánað þeim.
Fyrir þá sem ekki muna (þetta var nú bara 2007) ruku sparifjáreigendur upp til handa og fóta og mynduðu langar biðraðir við öll útibú bankans á Bretlandi til þess að taka út sparifé sitt. Slíkur var atgangurinn að bankinn var allur á lygilega stuttum tíma. Glitnis hefðu beðið sömu örlög. Svo einfalt er það. Var það betri kostur?
Siggi Sverris (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:02
Haraldur - eina leiðin til þess að hægt sé að stilla einhverjum upp við vegg er ef hann á ekki annarra kosta völ. Ef menn eiga ekki annarra kosta völ hafa þeir væntanlega gert í brók einhversstaðar í ferlinu. En það er rétt með upphæðirnar, maður skrifar þær ekki svo létt, hvað þá skilur.
Svo eins og Siggi bendir á er líka vel mögulegt að hlutabréf í bankanum hefðu hrunið meira við fréttirnar um að Seðlabankinn hefði ljáð þeim fé.
Sjálfur er ég ákaflega feginn að hafa ekki keypt mér Toyotuna, sem ég ætlaði að versla í desember sl. á láni... halelúja.
Ingvar Valgeirsson, 6.10.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.