Á móti sól - tilkynning

Á laugardaginn spilum við á balli í samkomuhúsinu í Sandgerði, en ballið er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg stórhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga. Sandgerði er nú enginn smáhreppur, með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í frontinum og þar af leiðandi helstu þjóðir heims sem nágranna. Það má því búast við fjölmenni í samkomuhúsinu á laugardaginn og líklega hægt að gera margt vitlausara en að tryggja sér miða á mannfagnað þennan í forsölu, en forsala aðgöngumiða fer fram í Listatorgi, Sandgerði. Miðaverð er 2000 krónur og aldurstakmark 20 ár. DJ. Atli hitar mannskapinn upp og niður, eins og honum einum er lagið.

Annars er gaman að segja aftur frá því að þessi dansleikur er sögulegur fyrir þær sakir að það var einmitt í samkomuhúsi Sandgerðinga sem hljómsveitin Á móti sól steig sín fyrstu skref á sveitaballamarkaðnum, í marsmánuði 1996. Þessu hyggjumst við fagna á alla mögulega vegu og getum lofað frábærri skemmtun. Þeir sem geta sannað það með óyggjandi hætti að hafa verið á umræddu balli í marsmánuði 1996 eiga möguleika á að fá frítt inn og ekki er heldur ólíklegt að einhverjir heppnir geti krækt sér í miða á ballið á Bylgjunni, en Bylgjan verður einmitt á staðnum.
 
Sjáumst í Sandgerði - Nefndin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun í kvöld.....

viss um að það verður svka fjör...

Gígja (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:42

2 identicon

hæ hæ strákar takk æðislega fyrir frábæra skemmtun á sandgerðisdögum ég er með frábæra mynd af Magna að knúsa hundinn minn því að þeir eru jafn stórir ef að þið viljið fá myndina þá sendið mér bara mail :) 

við viljum svo líka þakka fyrir frábært ball :)

kv.Dagný og Solla :)

Dagný (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Þórunn Eva

takk fyrir geggjað ball í sandgerði.... :)

Þórunn Eva , 2.9.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband