Gamlir vinir

Núna í September kemur út ný breiðskífa með hljómsveit sem ég get alveg haldið fram að sé ein af mínum uppáhalds ef ekki sú sem mér þykir vænst um...

Ég man fyrst eftir að hafa hlustað á hana í kringum ´85 af kassettum sem Alli átti ábyggilega - Ég varð síðan dolfallinn ´90? þegar ég sá "2 of one" vídeóið í Sæbergi. Við Ottó fórum þangað í kaffinu í unglingavinnunni til að horfa á það - Ingi var að læra lagið fyrir Trassana... Á þeirri stundu, sitjandi á gólfinu hennar Ömmu ákvað ég að Jason Newstead væri goð og ég ákvað líka að ég vildi verða tónlistarmaður...

Ég lærði það litla sem ég kann á gítar hlustandi á "Lightning", "Puppets", Justice" og seinna svarta kvikindið í botni - reynandi að herma eftir strákunum sem mér fannst ég orðið þekkja...

Ég er ekki stalker týpan en þegar þetta er skrifað á ég líklega um 80 CD - 30 LP og nokkrar möppur af úrklippum ( þær eru reyndar gamlar ;)- ) með hetjunum mínum sem ég hef alltaf staðið við bakið á - sama hvort platan heitir LOAD eða Kill´em all...

Metallica er mest selda metal band allra tíma - nýja lagið "Cyanide" er old skúl metall - og ég er gjörsamlega að farast úr spenning fyrir nýju plötunni....

 Rokk on!

RSfun 001 metaljames

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magni hvada lag var hann að æfa

Res (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

við vorum bara að leika okkur - þetta var mest Viovod stuff og eitthvað pönk :)-

Guðmundur M Ásgeirsson, 17.8.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég hélt að ég væri að lesa fyrsta hlutann af ævisögu Magna þegar ég las pistilinn.

Vantaði bara sumarið 1990 var gott sumar.

S. Lúther Gestsson, 17.8.2008 kl. 20:29

4 identicon

flottur!

sandkassi (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Leiðinlegasta hljómsveit sögunar!

Þórður Helgi Þórðarson, 18.8.2008 kl. 11:26

6 identicon

Þórður Helgi er Leiðinlegasti bloggari sögunnar!

Hjalti (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ertu ekki að meina Scorpions Doddi?

Heimir Eyvindarson, 18.8.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst Lód og Rílód fínt stöff. Meiri Maiden-maður samt...

Hvar náðirðu að smella af mynd af þér og honum þarna kalli, hvað hann heitir aftur?

Ingvar Valgeirsson, 18.8.2008 kl. 20:46

9 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Maiden eru líka hetjur ´Tallica kallanna - þetta er tekið þegar þeir komu í Egilshöllina.

Doddi fúli kalll! :)-

Guðmundur M Ásgeirsson, 19.8.2008 kl. 12:01

10 identicon

Bíð spennt

Bonný (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:27

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fyrst þú varst í Metallica-bol... gastu þá ekki gabbað Hetfield í Á móti sól-bol rétt á meðan myndin var tekin? Það hefði alveg gert sig.

Ingvar Valgeirsson, 24.8.2008 kl. 18:50

12 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Afsakið, að mínu mati leiðinlegasta sveit sögunar.

Alls ekki Scorpions, ég get vart hlustað á Wind og Change án þess að flauta og tárast í leiðinni.

Magni, takk fyrir síðast, er ekki frá því að við höfur ná að hrista aðeins upp í þjóðinni með stuði...

Megir þú og þínir hafa það gott með Tallicunni

Þórður Helgi Þórðarson, 25.8.2008 kl. 12:53

13 Smámynd: Dagur Björnsson

Nýja platan verður bara killer! :) ég er samt að pæla hvor sé fallegri...þú Magni eða James Hetfield?

Dagur Björnsson, 28.8.2008 kl. 11:34

14 identicon

METALLICA eru og verða alltaf BESTIR er það ekki Magni við erumnú sammála um það. Enda svaf yngri strákurinn minn aldrei betur en ef Metallica var í spilaranum hehe. Bíð spennt eftir nýja disknum, á alla hina og margt svona annað sem gefið hefur verið út og er búin að hlusta nokkrum sinnum á Diskinn frá Egilshöllinni.

Metal-kveðjur frá borg óttans.

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband