9.8.2008 | 01:12
Jakobs bók hin fyrri...
miðað við hvað eru assskoti margir búnir að kíkja hingað inn síðustu daga að þið vitið af umræðunum sem hafa spunnist á síðunni hans Jakobs bassaguðs. Á henni henti Kobbi fram þeirri fullyrðingu að Bahama væri ekki besta lag í heimi. - áður en þið lesið lengra vil ég koma því á hreint að mér finnst hann hafa verið í fullum rétti að skrifa þessa færslu og ég er nett sammála honum - en samt ekki - þessi færsla mín er út í hina sem voru aðeins meira yfirlýsingarglaðir...
Þessari yfirlýsingu á smekk Kobba varð fólk að sjálfsögðu að svara með því að bæta aðeins í skítkastið og mér fannst fyndið að taka aðeins þátt og verja mína hljómsveit - það skal samt tekið fram að mér er eftir 15 ár í þessu harki slétt sama hvað einhverjum finnst um tónlistina mína - mér leiddist bara þetta kvöld og kom púki í mig...
Til að gera langa sögu stutta er umræðan komin með 105 svör þegar þetta er skrifað og reyndar eru tvær aðrar umræður komnar á síðuna hans Kobba líka - þetta fer að verða fyndið! hehe
Ég stend fast á því áliti MÍNU að það sé ekki til vond og góð tónlist!!! Þetta er list-sköpun rétt eins og mynd- skrif - og allt það.
Það er hins vegar til eitthvað sem heitir smekkur manna - og í hugum hvers og eins er til vond og góð tónlist! En öll tónlist sem listamaðurinn er sáttur við er jafngóð og jafnrétthá!!! Og þar af leiðandi er ekki hægt að gagnrýna tónlist með því að setjast í eitthvað dómarasæti og þykjast vita betur en listamaðurinn hvort eitthvað eigi að vera öðruvísi en það er!
Ekki frekar en ég get sagt þriggja ára syni mínum að eitt lag sé betra en annað - hann ákveður það bara sjálfur og ef það verður til þess að ég hlusta á Bahama í bílnum mínum - þá er það bara frábært - vegna þess að honum finnst það flott lag! Er hann tregur fyrir að finnast það? hefur hann rangt fyrir sér? Ég marg mana einhvern að halda því fram hér fyrir neðan...
BTW. Þetta með Bahama í bílnum var dæmi til að koma punkti á framfæri fyrir þá sem ekki náðu því - umræðan átti ekki að snúast um þetta tiltekna lag....
Tónlist er eitt af undrum veraldar í mínum huga og ég held að flestir geti verið sammála um það - það eiga allir einhver uppáhalds lög sem geta breytt hugarfari þeirra og skapi á örfáum mínútum - þetta er gjöf sem mannkynið á og fólk ræður hvað það hlustar á.....
Ég hjó líka eftir því að einhver skrifaði um það að tónlistarmenn vissu betur hvað er gott og slæmt - ég er bara ekki sammála - þetta er mitt blogg þannig að ég má segja mitt álit ;)- Ég kaupi ekki rökin að þeir sem séu lærðir í músík viti betur hvað er gott - ég dáist að fólki sem lærir músík og ég hef hugsað mér að gera það í framtíðinni - það breytir ekki þeirri staðreynd að stór hluti þeirra sem flokkast undir legend og icon tónlistarsögunnar vissu ekkert hvað sus#7dúr eitthvað þýðir ;)-
Tónlist er eitt af undrum veraldar í mínum huga og ég held að flestir geti verið sammála um það - það eiga allir einhver uppáhalds lög sem geta breytt hugarfari þeirra og skapi á örfáum mínútum - þetta er gjöf sem mannkynið á og fólk ræður hvað það hlustar á.....
"Lífið er yndislegt" "thank you for the music"
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
Las þetta mombó djombó rugl hjá fólki á jakobsbloggi! Fyrsta sem kom upp í hugann: FÓLK ER FÍFL!! Sammála hverju orði í þessari bloggfærslu þinni! PS: Frændi þinn hann Arnór stóð sig frábærlega um síðustu helgi! FARGAN ( Arnór og Elí) spiluðu fleiri frumsamin lög en Ingó og eru guttarnir aðeins 15 ára!
Himmalingur, 9.8.2008 kl. 01:29
SNILLINGAR! :)-
Guðmundur M Ásgeirsson, 9.8.2008 kl. 01:34
Ég hef smekk fyrir þinni tónlist
Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 01:40
Kjattæði er þetta í þér kútur að þér sé slétt sama um þína tónlist.
Mín börn 'bahamazt' með Íngó, ekki pirrar mig það skref.
Hvað er bláast í blámanum ?
Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 01:44
Má til að pota inn smá kommenti..
Fyrir nokkrum árum vorum við familian...maður - kona -þrjú börn og bíll á ferð um landið...
Það var geggjað veður og því gluggar opnir...tónlistin í hærri kantinum og allir glaðir...
Nema hvað...við stoppum á Kirkjubæjarklaustri..kallinn minn stekkur inn í sjoppu en við hin sitjum makindalega í bílnum og syngjum hástöfum með...
Ég tók eftir að fólk sendi mér afar illilegt augnaráð...og var ekki að skilja þessa ljótu svipi sem mér voru sendir...
Kallinn minn kemur svo og það er hamagangur á Hóli...hann keyrir frekar greitt af stað..lítur svo á mig og skellihlær....
Ég og börnin vorum til umræðu í sjoppunni....
Kellingin situr bara þarna með þrjú smábörn og þau eru öll gólandi...OOOOhhhh+o...ó mig langar upp á þig....!!!!!
Well...thí hí....börnin fíluðu þetta lag...og ég voru bara ekkert að spá í textann....melódían er svooo grípandi...og þau eeeeelskuðu þetta lag....
Ætli við flokkumst þá undir að vera slæmt fólk með vondan tónlistarsmekk????
Bergljót Hreinsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:19
Krakkarnir mínir syngja Bahamas og dansa með. Það er nú barasta skemmtilegt og ekkert annað. Magni þú ert að komast yfir það versta. Gulli Briem fékk hroðalegt umtal í 10 ár þar til einn daginn, búið. Happy ever after. Þetta verður allt í lagi á endanum.
vertu alltaf Magni og ekki breita neinu!
og þetta veistu
sandkassi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 02:22
Marinó söng nú bara fyrir mig "Bahama" í símann um daginn. - kveðja, sjáumst fyrir norðan.
Haraldur Bjarnason, 9.8.2008 kl. 02:27
3 atriði.
1) Ekki vera á umræðuhluta bloggs að gagnrýna bloggara. Það má alveg deila um það hversu sorglegt það sé að stija og blogga allan daginn (að hanga inni hjá sér freðinn með kassagítar eins og flestir tónlistarmenn sem ég þekki gera, er það betra?) en það að rífast á komment sectioni annarra er eitt það sorglegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur (ég geri mér grein fyrir því að ég er að gera það nákvæmlega sama sjálfur...en ég hef aldrei gefið mig út fyrir að vera neitt annað en sorglegur)
2) Þegar sett er út á Á móti sól, þá er það ekki spurning um smekksatriði, heldur einfaldlega verið að benda á að þú ert (varst?) í mjög slæmri hljómsveit. Flestar mínar uppáhaldshljómsveitir myndu kallast popphljómsveitir - þið eruð einfaldlega afar lélegir í að semja popplög. Það að geta fengið fulla 15 ára hnakka á Þjóðhátíð til að syngja með er ekki afrek. Þú gætir staðið þarna upp á sviði og gubbað í hljóðnemann í 40 mínútur og allir myndu syngja með...ég hef verið í Eyjum þannig að ég tala af reynslu.
Í þriðja lagi. Það sýnir hvað þú ert firrtur kallinn minn að þú skulir velja Arnar Eggert sem skotmark. Það eru fáir á þessu landi sem hafa verið opnari einmitt fyrir þessari sveitaballatónlist sem þú gefur þig út fyrir að spila. Arnar Eggert er gagnrýnir, þannig að það er hlutverk hans að gagnrýna - en hann verður seint sakaður um að snobba gegn þessum saur sem þú kallar tónlist. Ég hins vegar hika ekki við það.
Svona... hættu svo að rífast í þessum bloggurum, þú ert enn ekki orðinn miðaldra, farðu út að leika. Er ekki einhver vinsældakeppni sem þú getur tekið þátt í?
Magnafan#1 (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 08:57
Eysteinn Skarphéðinsson, 9.8.2008 kl. 09:20
Umburðarlyndi er það sem gildir, bæði hjá bloggurum og unnendum tónlistar. Er ekki annars allt í góðu?
Gulli litli, 9.8.2008 kl. 11:04
Á móti sól er skemmtilegasta og flottasta hljómsveitin sem við eigum og höfum átt undanfarin ár. Viðurkennið það bara!
Hreimur er góður söngvari og Land og synir eru virkilega fín hljómsveit. Sakna þess að heyra ekki meira í þeim.
Buffið eru ferlega skemmtilegir og gaman að hlusta á þá.
Írafár voru líka mjög skemmtileg og áheyrileg og virkilega góðir hljóðfæraleikarar þar á ferð - segi það sama um Í svörtum fötum.
Sálin stendur alltaf fyrir sínu og halda vonandi áfram lengi.
Utangarðsmenn og Das Kapital voru bestu bönd þess tíma og ég hlusta enn á þá.
Grafík - vá hvað þeir voru góðir.
Hanna, 9.8.2008 kl. 11:09
Finnst ykkur hákarl góður ? Mér finnst hann æðislegur en ég skil alveg þá sem þola hann ekki.
Að rífast um hvaða tónlist sé best er svipað og að rífast um hvort sé betra sólskin eða rigning. Hver hlýtur að hafa rétt á sínu áliti.
Í gær hlustaði ég á Metallica af því ég var í stuði til þess, í dag skelli ég jafnvel Sálinni undir geislann - dreg mörkin við BH og GV - en það er bara minn smekkur
Bonný (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 11:44
hehehe eitthvað svoleiðis - nei ég held að það sem ég var að reyna að koma á framfæri 15 sinnum núna - verðið helst að lesa allt áður en þið farið á flug - var að það er allt í lagi að fíla eitt en ekki annað - það er hins vegar ekki í lagi að halda því fram að þið hafið réttara fyrir ykkur en hópurinn sem er á öndverðum meiði - það kallast hroki og er eitthvað sem fullorðið fólk á að vera yfir hafið...
tökum dæmi:
"MÉR FINNST BOY GEORGE ÖMURLEGUR OG OFMETINN"
"BOY GEORGE ER ÖMURLEGUR OG OFMETINN"
Af því að þetta er smekksatriði fellur önnur setningin undir málfrelsi og er allt í kei - hin er bara ömurlegt níð.. eruði að fatta þetta? Báðar eru hins vegar barnalegar og fullar af hroka - en það er bara mitt álit..
Guðmundur M Ásgeirsson, 9.8.2008 kl. 12:16
Þú ert sem sagt að segja
Það er ekki í lagi að segja "Magni er ömulegur"
En... það er í lagi að segja "Mér finnst Magni ömurlegur"
????
Bjögggi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:23
Það er þrennt ólíkt, persónulegur smekkur, faglegt mat og síðan vinsældir.
Persónulegur smekkur er til dæmis þegar þér finnst einhver tónlist leiðinleg að hlusta á.
Faglegt mat er ef þú ert tónlistarmaður eða hefur einhverja menntun í tónlist og metur hæfileika annars tónlistarmanns eins og sönghæfileika eða getu til að spila á eitthvert hljóðfæri.
Vinsældir eru ómudeilanlegastar og að miklu leyti mælanlegar. Hvað magir hlusta á tónlistina eða kaupa hana.
Þetta þrennt fer ekkert endilega saman. Tónlistarmaður gæti til dæmis haft mikið álit á söngrödd eða færni einhvers tónlistarmanns en samt fundist tónlistin hans leiðinleg. Síðan gæti einhver tónlist vel verið vinsæl og rakað inn peningum þótt tónlistarmaðurinn þyki ekki faglega fær innan síns bransa. Árni Johnsen getur til dæmis tæplega flokkast sem hæfileikaríkur tónlistarmaður og ég efast um að maður gæti fundið mikið af fagfólki sem teldi hann góðan söngvara eða gítarleikara, en margt fólk hefur samt gaman af honum. Það sem mér finnst aðallega heimskulegt eins og Magni segir, er að vera að fullyrða hvað sé gott og lélegt og rakka aðra niður sem eru ósammála, kalla þá heimska osfrv. Það er bara margt fólk sem hefur einstaka þörf fyrir að upphefja sjálft sig og besserwissa aðra hvað varðar "smekk". Þetta fólk ætti frekar að reyna að upphefja sig með að afreka eitthvað í lífinu.
Þetta er alveg eins í grínbransanum sem ég er í. Ég met suma uppistandara vera mjög færa faglega, bæði í sviðsframkomu, í að fá fólk til að hlæja að sér og verða sé úti um vinsældir, þó mér finnist þeir kannski ekkert fyndnir sjálfum. Ekki færi ég þá að úthrópa þá sem ömurlega eða aðdáendur þeirra sem fífl. Ég gæti sömu leiðis t.d. haft mjög gaman af B-mynd sem ég veit vel að er "léleg" á öllum faglegum mælikvörðum.
Rökkvi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:30
Sammála Rökkva. Þetta er allt afstætt. Árni er líka allt í lagi. Þá er t.d. Boy George alveg jafn góður og Black Sabbath. Ég verð samt að draga mörkin við Leoncie. Sorrí, en það er eitthvað óhugnalegt við þá dömu. Ég er reyndar ekki frá því að korkar þeir sem rætt er um séu fyrst og fremst auglýsing. En hei, það er í lagi meðan enginn fattar það:)
peace
sandkassi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 15:46
Farvel =======Magni ..Þú og Bubbi væru flottir saman í hálfvitaþætti á Stöð 2,farvel annars.
Númi (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 23:19
Segi það og skrifa..The Hydrogen Wonder er best varðveitta leyndarmál íslenskrar tónlistarsögu..En besta tónlistar gagnrýni sem ég hef séð var gagnrýni Henry Birgis (íþróttafréttamanns) á Whitesnake tónleikunum...var unun að lesa hana og svo hina í mogganum...Upplifun aðdáendans gegn upplifun "sjálf-faglærðs tónlistarspekúlants"..hmm hvorri tek ég mark á....hmmm
maggitoka (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 10:08
"MÉR FINNST BOY GEORGE ÖMURLEGUR OG OFMETINN"
"BOY GEORGE ER ÖMURLEGUR OG OFMETINN"
"Mér finnst að staður konunnar sé í eldhúsinu"
"Persónulega tel ég að allir gyðingar séu þjófóttir"
Ég er ekki að fara að sitja hérna og hlusta á Magna gefa mér heimspekilexíu. Sumt er ekki huglægt. Sumt er bara rangt og slæmt.
Þegar fólk stendur fyrir framan mig og byrjar setningu á "ég virði þína skoðun en..." þá fer mig að klæja í skiptilyklahöndina. Ef einhver virðir skoðuns manns svona mikið þá þarf hann ekkert að vera að opna munninn. Ef viðkomandi ætlar að rökræða við mann um eitthvað, þá gerir viðkomandi það með því að byrja setninguna á "ég held að ég hafi rétt fyrir mér og þú rangt fyrir þér og hér eru ástæðurnar...".
Svo ég vitni nú í viðtal sem tekið var við þig Magni í Mogganum:
"Og í hvert skipti sem hreytt er ónotum í hljómsveitir sem ná gullsölu á Íslandi er verið að segja við þessa fimm til sjö þúsund manns sem keyptu plötuna; "Þið eruð hálfvitar", bara af því að einhverjum skápaeinstaklingi sem hlustar á Tom Waits fannst hún leiðinleg."
Nei krúttið mitt...Það er verið að segja "þið eruð með slæman smekk". Ekkert meira og ekkert minna. Það er nefnilega svo fyndið með þessa veröld, að þó það sé erfitt að meta hvað telst "gott" þá er oft auðvelt að finna hlutlausan mælikvarða á hvað sé "slæmt". Ef þér finnst Big Momma's House vera fyndin mynd, gott og vel, en þú verður að horfast í augu við að þú ert að beita slæmri dómgreind. Þú þekkir kannski góðar myndir og góða tónlist líka þegar þú kemst í námundan við það en þú kannt ekki að gera upp á milli góðrar tónlistar og slæmrar.
Þetta er hvorki spurning um gáfur þeirra sem slæma smekkinn hafa né spurning um hroka þeirra sem benda á það. Sem betur fer er hægt að þjálfa upp með sér góðan smekk alveg eins og hægt er að þjálfa upphandleggsvöðva (sástu hvað ég gerði hérna - bridging the gap!) og almenna gagnrýna hugsun. Ef allir myndu samþykkja allt og forðast að dæma nokkurn hlut af einhverri misskilinni tillitssemi við aðra -þá hefðu við aldrei náð að skríða úr steinöldinni (sem betur fer er fólk ekki næstum því svona tillitssamt eins og þessi umræðuþráður gæti gefið til kynna - fólk er bara að reyna að sýna af sér pólitíska rétthugsun til að sýnast auðmjúkt og skilningsríkt).
Sumt er betra en annað og sumir eru betri en aðrir. En hins vegar getur allt og allir batnað þannig að þetta er hvorki ósanngjarnt eða hroki...allir eiga séns á að læra. Ef við við neitum að benda á eitthvað og segja að það sé slæmt þá geta hlutirnir aldrei batnað. Að horfast í augu við að eitthvað sé ekki gott er fyrsta skrefið. Dálítið eins og AA.
Magnafan#1 (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:28
Það er algert kjaftæði að fullyrða eitthvað um slæman smekk eins og það sé óafstætt hugtak. Og það er ekki hægt að líkja því að finnast einhver tónlist léleg eða góð við að finnast staður konunnar vera í eldhúsinu. Það fyrra snertir ekkert nema manns eigið fresli til að hlusta á það sem manni sýnist, hið seinna er pólitísk afstaða um hvernig annað fólk á að lifa sínu lífi. Smekkur er ekki hæfileiki sem þú þjálfar heldur og fáránlegt að tala um að þjálfa smekk eins og rökhugsun eða skrokkinn á sér.
Rökkvi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:57
Ég er nú ekki sammála því að ekki sé hægt að þjálfa tónlistarsmekk Rökkvi. Maður er kannski vanari því að talað sé um að þróa tónlistarsmekk.
sandkassi (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 16:42
Magnafan#1 - samkvæmt þessum fallega pistli hlýtur þróunarkenningin að eiga hérna við - "Sem betur fer er hægt að þjálfa upp með sér góðan smekk alveg eins og hægt er að þjálfa upphandleggsvöðva" - Hlýtur þá ekki fjöldinn að hafa rétt fyrir sér - sem hlýtur að þýða að því meiri vinsældir því betri tónlist?
getur verið að þú sért á villigötum? hehe
Guðmundur M Ásgeirsson, 14.8.2008 kl. 21:00
Velkominn til okkar í Listaháskólann, við hreykjum okkur af því að hafa innan okkar veggja ótrúlega flottan hóp krakka sem eru að fást við alls konar músík. Ég er handviss um að þú flýgur inn ef þú sækir um!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:57
Það er munur á að þróa og þjálfa. Maður gæti til dæmis þóað með sér feitlagið vaxtalag af því að liggja í sófanum og borða ruslmat allan daginn. Varla hægt að tala um þjálfun í því tilviki. Það væri aftur á móti hægt að þjálfa tóneyra og annað, sem gæti hugsanlega haft áhrif á tónlistarsmekk manns.
Rökkvi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:22
Takk Hildigunnur - það væri mér heiður að ganga í ykkar raðir :)-
Guðmundur M Ásgeirsson, 14.8.2008 kl. 23:06
Sjáum til eftir ár :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.