Hraðasekt

Núna í síðustu viku keyrði ég Chevíinn til Borgarfjarðar og til baka með viðkomu hér og þar og verður að segjast að ég var aðeins farinn að þreytast þegar við renndum í hlað hjá Diddu í síðbúinn kvöldverð í bænum.

Gallinn var bara sá að þegar ég var nýbyrjaður að raða í mig hringdi matsmaðurinn frá Vís og spurði hvort ég yrði heima eftir hálftíma - "Ekkert mál", sagði ég og dreif mig aftur í sætið - Hveró er jú bara 34 km í burtu. 

Þegar ég var síðan kominn á Sandskeiðið kitlaði ég aðeins pinnann - nota bene eftir að hafa ekið 1500 km á cruise control vegna þess að ég var með Marinó í bílnum! Nú var sonurinn hins vegar bara að slappa af í bænum á meðan ég skaust í Hveró þannig að ég ákvað að eyða aðeins meiri pening í olíu eitt augnablik á beina kaflanum og viti menn - um leið og ég gerði það sá ég hvíta bílinn glampa í sólinni með þessi fallegu bláu ljós....

Næstu mínútur voru eftir bókinni. Ökuskirteini, yfir í löggubílinn, réttindin lesin, 109 var það heillin, allt í góðu smá spjall um skjálftann og síðan rak ég augun í spilarann á milli strákanna. Þetta var CD/MP3 spilari sem spilar skrifaða diska og sýnir þá nöfnin á lögunum.

"Eruði að grínast með spilarann?"

"Ha? - Hvað meinaru?"

"Við vitið að það er ólöglegt að skrifa tónlist á geisladiska"

"Eeeeeh - Það er annar strákur sem á hann"

"Hehe sure - en hvað er með lagið?" - sagði ég glottandi 

  Svipurinn var reyndar helvíti fyndinn á strákunum en skjárinn sýndi: TRACK 2 - DOLPHINS CRY

"Ég veit - ég gef ykkur séns ef þið gefið mér séns"

Ég er reyndar 22.000- kr. fátækari en ég reyndi amk. :o)-

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Magni...hraðinn er hættulegur

En þetta með spilarann,hehe

Gangi þér allt í haginn

Guðrún (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:02

2 identicon

Hei hvað er málið, mér finnst að þú hefðir átt að fá að sleppa með þetta....

en ég get vel ímyndað mér að strákarnir voru nú frekar aumingjalegir þegar

þú nefnir þetta við þá með spilarann og hvað með lagið :) ótrúlega gott á þá :)

en passaðu þig nú samt á hraðanum.... hann er hættulegur...

Góða skemmtun á morgun á Nasa... kemst ekki er föst á skaganum.. fótboltamót...

Gígja (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...einfalt kæra gaurana fyrir brot á höfundarlögum...sakamenn eiga ekki að vera í löggunni....sama hvað lög þeir brjóta....jafnvel góð lög og danslög!!!!

Haraldur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Tókstu ekki niður númerin á löggubúningunum? Mér finnst nefnilega, öfugt við flesta að því er virðist, höfundarréttarbrot vera ákaflega alvarlegt lögbrot. Ekki jafn alvarlegar afleiðingar og af hraðakstri kannski (sneið), en slæmar afleiðingar engu að síður. Hvað ætli starfsbræður vorir hafi orðið af miklum tekjum vegna þessa?

Ingvar Valgeirsson, 25.6.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband