21.2.2008 | 10:33
tónlist - besta þerapían
tónlist og ég höfum alltaf verið góðir vinir - allt frá því að Heisi bróðir blastaði BOY með U2 í herberginu við hliðina á mér þegar ég var tittur hefur eitthvað við þetta listform dáleitt mig og glatt ósegjanlega.
ég man til dæmis hvar og hvenær ég fékk hvern einasta geisladisk og vínilplötu sem ég á - og það er hellingur...
en það er skrítið að eftir því sem ég verð eldri og er búinn að vinna við þetta lengur þykir mér vænna og vænna um þetta form tjáningar - þetta er næstum orðið heilagt í mínum augum - sú staðreynd að eitthvað fólk sem ég þekki ekki neitt geti á þremur mínútum gripið mig og komið mér til þess að gráta eða brosa hringinn af vellíðan finnst mér jaðra við kraftaverk. - verst að ég verð ekkert betri að ráði en það er annað mál...
Auðvitað er ég líka orðinn snobbaðri á eldri árum - ég get ekki hlustað á teknó t.d. - það er ekki tónlist í mínum augum lengur, það form var bara fullkomnað með 2unlimited - það verður líka að vera amk eitt hljóðfæri til þess að ég flokki eitthvað undir músík :)
Ástæðan fyrir að ég er yfirhöfuð að skrifa þetta er sú að ég get ekki slitið mig frá tölvunni og uppáalds plötunni minni þessa dagana - "Long gone before daylight" með krökkunum í Cardigans - ég hef vitað af þessu bandi síðan þau spiluðu á Akureyri þarna um árið - ´96? - en ég hef aldrei verið fan og aldrei fjárfest í plötu með þeim, síðan komst ég yfir þessa og Eyrún sagði mér að hún væri snilld... Hún hefur greinilega ennþá alltaf rétt fyrir sér...
Þvílík fegurð... Skyldueign...
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber
Athugasemdir
Velkominn aftur í bloggheima sonur sæll
Heimir Eyvindarson, 21.2.2008 kl. 13:57
löngu orðið tímabært að þú hlustir á þessa plötu drengur. Ég man þegar ég keypti hana á útgáfudegi fyrir margt löngu síðan, hún ratar alltaf reglulega aftur í spilanum, eins og gott meðal, en þó engin meðalplata. Án efa ein vanmetnasta sveitin í bransanum.
Hannes Heimir Friðbjörnsson, 22.2.2008 kl. 12:29
Takk Pabbi :)
Sammála Hennes minn - þetta er frábært band :)
Guðmundur M Ásgeirsson, 22.2.2008 kl. 18:41
...já ég er falleg...og já líka skyldueign! Múhahaha
Eyja peyja (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.