Besta sumar sem ég man eftir...

Það er ekkert erfitt að halda því fram að þetta séu bestu tveir mánuðirnir sem ég man eftir að hafa upplifað, þessi færsla verður eftir því frekar jákvæð!

Þegar við famelían vorum búin að liggja í sólbaði á Flúðum í heila viku í 20+ stiga hita keyrðum við til Egilsstaða með viðkomu á Akureyri og í jarðböðunum við Mývatn til að nefna eitthvað - Blíðan elti okkur alla leið - Eftir smá viðkomu á EGS var loksins haldið til Paradísar - á Boggann - þar sem rúmlega 300 ÓSmenn og konur voru saman komin til að fagna lífinu... Það var ekki leiðinlegt! 

Helgin var í alla staði yndisleg - veðrið átti stóran part í því að sjálfsögðu. - PS. Torfi - ég borga þér bolina ASAP! - Söngur, gleði, drykkja og almenn hamingja! Takk fyrir mig og mína þið yndislega fólk.

 Vikuna eftir sat ég síðan á traktór að færa björg í bú með Pabba og nokkrum frændum og bræðrum og var persónulegt met slegið þegar ég sat í 14 tíma að pakka án þess að stoppa neitt! - Auk þess fóru kvöldin í að smíða í Bræðslunni og gera allt ready en þar voru ófáir sem lögðu hönd á plóg! 

Bræðsluhelgin var síðan framar öllum vonum! Steikjandi hiti - þúsundir gesta sem allir voru til fyrirmyndar og tónleikarnir voru alveg á heimsmælikvarða!

Ég er næst á leiðinni suður til að fara á mína 6 þjóðhátíð á 7 árum!  og eftir það á heilsuhæli...

 

PS - Ef einhver náði vídeói af Damien á Hjallhólnum að spila Helleluja má hann senda mér það :)- 

partysiglingdamien

 


Heima...

Það er ekki hægt að lýsa því auðveldlega með orðum hvað það er gott fyrir sálin að heyja svolítið :)- Lyktin af heyinu, díselanganin af traktórnum - þetta er bara svo nice.

Síðustu helgi kom Ós ættin saman í Bogganum og fagnaði fegurð þessa furðulega þjóðflokks með mat, drykk og söng - frábært veður mest allan tímann og þynnkan ekkert til að væla yfir :)-

 Næst á dagskrá er síðan Bræðslan og fleiri rúllur...

 Kveðja úr 20 gráðum.

 


Bræðslu update

Dísa bætist við Bræðsluna

Uppselt í forsölu

 

Tónlistarkonan Dísa hefur bæst við dagskrá Bræðslunnar á Borgarfirði Eystri laugardaginn 26. júlí n.k.

 

Dísa gaf nýverið út frumraun sína sem er samnefnd henni og hefur verið að vekja verðskuldaða athygli.

 

Dísa mun koma fram ásamt gítarleikaranum Daníel Friðriki Böðvarssyni í Bræðslunni.

 

Dagskrá Bræðslunnar í ár hefur þá verið lokað en einsog áður hefur verið tilkynnt munu koma fram Damien Rice, Eivör, Magni og nú einnig Dísa.

 

Forsölu á Bræðsluna hefur einnig verið lokað en þeir 1.000 miðar sem settir voru í forsölu hafa nú klárast.  Eru þetta bestu viðbrögð við Bræðslunni frá því hún hófst.

 

Hægt verður að nálgast e-h miða við innganginn.

 

Þess má geta að allt tónlistarfólk sem kemur fram í Bræðslunni fær greitt fyrir flutning sinn ásamt því að flug, gisting og uppihald er greitt af Bræðslunni.

 

Engir pakkar eru í boði fyrir fjölmiðla né fólk úr tónlistarbransanum.

 

Bakhjarlar Bræðslunnar eru Flugfélag Íslands, Thule og Rás 2.

 

 

bradslan2


NÝTT LAG!

Allir á www.amotisol.blog.is að hlusta á nýja lagið!!!!

 commenta líka - en bara ef þið fílið það

 The boys 


Kameloso

Sæli nú.

Við drengirnir í ÁMS erum staddir í Lundgard að taka upp plötu sem þessa stundina stefnir í að verða helvíti skemmtileg! Sólin er að sýna sínar bestu hliðar (framhliðina) - hitinn er mátulegur, maturinn góður og sveitin í kring friðsæl og fögur :)

Við fórum og lögðum okkur á tjaldsvæðinu í köben þegar við lentum og má sjá myndir af aðstöðunni hér að neðan! hehehehehe 

Á morgun verður nýtt lag frumflutt og komum við til með að senda það með rafrænum hætti yfir hafið þegar við verðum búnir að klára að mixa það :)-

Lagið heitir "Til þín" og er eftir undirritaðan og er textinn eftir mig og Eyrúnu.

Gígantískar saknaðarkveðjur til Noregs! 

Góðar stundir - meira síðar :)  

   stebbibaddibazDSC01771

Sádí Arabar lækka olíuverð

...þessi frétt var á visi.is áðan: "Sádí Arabar tilkynntu í morgun að þeir hefðu aukið olíuframleiðslu sína um nærri tíu milljón tunnur á dag til að lækka olíuverð. Neyðarfundur vegna síhækkandi olíuverðs hófst í Jedda í Sádí Arabíu í morgun." 

Hlakka til að sjá íslensku olíufélögin hlaupa til við að lækka olíuverðið - þeir eru amk nógu fokking fljótir að hækka það þegar það gerist úti - 

Og eitt enn - kunningi minn sagði svolítið um daginn sem festist í hausnum á mér - ef bensínlítrinn kostar 170 og 175 með þjónustu - hvernig geta olíufélögin fengið það út að maður fái 5 krónu afslátt ef maður dælir sjálfur og borgar 170?

Hálfvitar - þetta er ekki afsláttur - maður er bara ekki að borga einhverjum fyrir að dæla!

 


Hraðasekt

Núna í síðustu viku keyrði ég Chevíinn til Borgarfjarðar og til baka með viðkomu hér og þar og verður að segjast að ég var aðeins farinn að þreytast þegar við renndum í hlað hjá Diddu í síðbúinn kvöldverð í bænum.

Gallinn var bara sá að þegar ég var nýbyrjaður að raða í mig hringdi matsmaðurinn frá Vís og spurði hvort ég yrði heima eftir hálftíma - "Ekkert mál", sagði ég og dreif mig aftur í sætið - Hveró er jú bara 34 km í burtu. 

Þegar ég var síðan kominn á Sandskeiðið kitlaði ég aðeins pinnann - nota bene eftir að hafa ekið 1500 km á cruise control vegna þess að ég var með Marinó í bílnum! Nú var sonurinn hins vegar bara að slappa af í bænum á meðan ég skaust í Hveró þannig að ég ákvað að eyða aðeins meiri pening í olíu eitt augnablik á beina kaflanum og viti menn - um leið og ég gerði það sá ég hvíta bílinn glampa í sólinni með þessi fallegu bláu ljós....

Næstu mínútur voru eftir bókinni. Ökuskirteini, yfir í löggubílinn, réttindin lesin, 109 var það heillin, allt í góðu smá spjall um skjálftann og síðan rak ég augun í spilarann á milli strákanna. Þetta var CD/MP3 spilari sem spilar skrifaða diska og sýnir þá nöfnin á lögunum.

"Eruði að grínast með spilarann?"

"Ha? - Hvað meinaru?"

"Við vitið að það er ólöglegt að skrifa tónlist á geisladiska"

"Eeeeeh - Það er annar strákur sem á hann"

"Hehe sure - en hvað er með lagið?" - sagði ég glottandi 

  Svipurinn var reyndar helvíti fyndinn á strákunum en skjárinn sýndi: TRACK 2 - DOLPHINS CRY

"Ég veit - ég gef ykkur séns ef þið gefið mér séns"

Ég er reyndar 22.000- kr. fátækari en ég reyndi amk. :o)-

 

 

 


miðaupdate

Forsala á tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði Eystri laugardaginn 26. júlí n.k. er hafin

Aldrei hefur forsala á hátíðina farið jafnvel af stað og nú og má því ætla að fólk sé ansi spennt fyrir þeim Damien Rice, Eivöru Pálsdóttur og Magna sem koma fram á hátíðinni í sumar.

Við viljum því sérstaklega hvetja fólk í nærsveitum Borgarfjarðar Eystri að tryggja sér miða í tíma því ekki er víst að hægt verði að ganga að því vísu að fá miða við hurð einsog á síðustu hátíðum.

Forsala fer fram á midi.is og afgreiðslustöðum mida.is


BRÆÐSLAN

Braedslan-logo-skissa01

Þá er loksins komið að þessu!

Miðasalan hefst 10:00 í fyrramálið - http://midi.is/tonleikar/1/5220/

 

Bræðslan 2008

Damien Rice, Eivör Pálsdóttir og Magni.

 

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri verður haldin laugardaginn 26. júlí í sumar.

Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar

fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low,

Aldís og Jónas Sigurðsson.  Bræðslan hefur vakið mikla lukku þau 3 ár sem hún

hefur verið haldin og hafa um 1.000 manns sótt hana að jafnaði.

Íbúafjöldi Borgarfjarðar Eystri telur um 140 manns og því hefur verið

um töluverða margföldun að ræða þessa helgi í þorpinu.

Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr

þarsem tónleikar hátíðarinnar fara fram í ansi skemmtilegri umgjörð.  Það eru engar smá

kanónur sem taka átt í Bræðslunni í ár þeas Írska söngvaskáldið Damien Rice, færeyska nátturbarnið

Eivör Pálsdóttir og heimalingurinn og rokkstjarnan Magni Ásgeirsson.

 

http://www.borgarfjordureystri.is/

http://www.damienrice.com/

http://www.eivor.com

http://www.myspace.com/magnirocks

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband