4.11.2009 | 18:50
8
Á föstudaginn kemur út nýjasta plata Á móti sól og heitir gripurinn 8.
Við drengirnir erum auðvitað að rifna úr stolti yfir gripnum enda búnir að eyða 3 árum og óskaplegum fjármunum í þessa elsku sem er okkar fyrsta með nýju efni eftir okkur í 6 ár!
Upptökur hófust sumsé 2006 í Lundgard í Danaveldi - yndislegur staður þar sem smörrebröd og Tuborg er uppistaðan í matnum og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Síðan þá höfum við síðan unnið í törnum hérna heima við að fullkomna lögin og sett eitt og eitt í spilun til að minna á tilvist okkar ásamt því að við höfum ákveðið með vissu millibili að fresta útgáfunni til að vanda enn betur til verks. Persónulega finnst mér það hafa borgað sig ;)-
Það er frekar undarlegt að lýsa tilfinningunni þegar maður fær loksins tilbúna plötu í hendurnar. Þetta er mín 8 held ég - 6 með ÁMS, ein sóló og auðvitað SHAPE, sem var sú fyrsta. Einhver sagði að þetta væri eins og börnin manns - það er náttúrulega algjört rugl - en samt - þetta er alltaf jafn óskaplega skemmtilegt :)-
Núna á laugardaginn ætlum við strákarnir að setjast niður í Skífunni, Kringlunni klukkan 14:00 og árita fyrstu eintökin fyrir áhugasama. Þætti vænt um að sjá sem flesta - ég lofa að þetta er góður gripur - mér finnst það amk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2009 | 19:51
Það hefur enginn unnið ennþá
Þá er þessum kafla sögunnar lokið og ekki laust við að maður hafi verið frekar spenntur í gær.
Það sem stendur upp úr kosningasjónvarpinu er tvímælalaust Tortímandinn (Bjarni Ben) sem hélt hrokafyllstu ræðu sem maður hefur séð lengi: "Þetta lið sem hefur snúið baki við flokknum - Við munum finna það - elta það uppi - og sjá til þess að það kjósi okkur næst! I´ll be back"
Síðan var reyndar gaman að sjá Steingrím lesa yfir Bjarna varðandi styrkveitingar þegar leiðtogarnir sátu allir saman á Rúv - á tímabili var þetta eins og foreldrar að lesa yfir sonum sínum sem höfðu læðst í vínskápinn. Priceless...
Nú tekur við að ákveða hver ræður hverju og sýna þessum 30 nýju þingmönnum hvar þeir mega leggja - vonandi verður stjórnkerfið orðið starhæft innan árs og eitthvað gert í málunum - væri líka fínt ef stjórnarandstaðan hætti í fýlu fyrr en síðar og hjálpaði til við að þrífa upp skítinn eftir sig...
Það er búið að kjósa hverja við viljum vinna fyrir okkur á þessum hundleiðinlegu tímum - þetta fólk bar sig eftir því að redda landinu - sjáum hvort þau geta það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.4.2009 | 08:42
Sódóma
Nk. fimtudagskvöld - 16.apríl - koma undur og stórmerki til með að gerast í Reykjavík - nánar tiltekið á Sódómu ( eða Gauknum fyrir þá eru alveg fastir). Þá stígur hljómsveitin Killer Queen á stokk og leikur vonandi við mikinn fögnuð helling af bestu lögum Queen.
Það verður enginn kór, engin sinfónía, bara fimm kallar sem vita hvað þeir eru að gera og hafa gaman að rokki og eða róli.
Ekki missa af þessu - það er ekkert víst að þetta gerist aftur :)-
PS. - Endilega notiði dauða tímann fyrir framan tölvuna til þess að kjósa Thiago áfram í Gítar-Idol - hann er í úrslitum.
http://www.guitaridol.tv/online_final/entry/kids
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2009 | 05:06
ekki það að ég sé að reyna að vera með leiðindi...
...en af hverju ætti það að breyta einhverju þótt þeir endurgreiði styrkina þegar er búið að grípa þá með allt niðrum sig?
Segjum að ég stæli kökunni úr krúsinni og feldi hana inn í fataskáp viss um að ég hefði komist upp með það.. Mánuði síðar fyndi mamma síðan kökuna - en áður en hún næði að segja eitthvað fengi ég veikan frænda minn til að gefa út yfirlýsingu til að bjarga á mér rassgatinu um að ég hefði fattað að það hefðu verið mistök að taka kökuna og ég hefði allan hug á að skila henni... Er þá bara allt í góðu?
Ég er alveg búinn að tapa þræðinum í þessum stjórnmálum á Íslandi...
Augljós mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2009 | 04:10
Búðarferð
Í dag skelltum við hjónaleysin okkur í Smáralindina. Tilefnið var að leita að smámun sem við töldum að fengist í skartbúð einni - verandi í páskafríi í borginni taldist það að gera sér dagamun að skreppa í "mollið" og vorum við í sakleysi okkar brosandi þegar við stigum inn í glys-búðina áðurnefndu.
Það skal tekið fram fyrir þá sem ekki vita að við erum ógurlega stoltir foreldrar þriggja ára drengs og þekkjum þar af leiðandi allt sem fylgir þesskonar verum..
Þegar við sumsé erum komin inn í þessa títtnefndu búð heyrum við skerandi öskur...
til að reyna að koma lesandanum í skilning um hvers konar öskur verð ég aftur að vitna til stöðu okkar sem foreldra... Þetta var barn - ekki meira en tveggja ára í allra mesta lagi - líklega samt aðeins eins og hálfs - og öskrið var þeirrar tegundar þegar barninu bregður - þegar einhver sem barnið treystir gerir eitthvað sem meiðir barnið og það býst ekki við - svipað því þegar ungabarn fær bólusetningarsprautur...
Það er hræðilegt að láta bólusetja barnið sitt - gráturinn sem það framkallar er svo sár að maður getur ekki annað en tárast og skammast sín þó svo að þetta verði að gerast og sé í hag barnsins.
En við vorum í Smáralind - við vorum í skartbúð - og það var einhver að láta gata eyrun í ómálga ungabarninu sínu!
Hvað er að sumu fólki! Hvað fær einhvern til þess að láta stinga nál í gegnum eyrað á barninu sínu til þess eins og barnið geti litið út eins og George Michael? Er ekki lámark að bíða þangað til barnið getur talað og amk skilið hvað er að gerast...
Aldrei myndi ég koma barninu mínu til að gráta svona ekka bara til að láta hann lúkka eins og söngvarinn í Wham...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.4.2009 | 03:58
Vel verðskuldað!
þeir hljóta að vera örmagna eftir öll þessi gríðarlegu afrek sem þeir eru búnir að vinna í endurreisninni eftir að allt fór á hliðina þarna í fyrra - Maður hefur sjaldnan séð aðra eins einbeitningu og samheldni hjá flokksbundnu fólki sem hefur sameinast í þágu landans sem jú kaus þau á þing.
Þrefalt húrra fyrir þingmönnunum okkar sem hafa róið öllum árum sem einn maður til að koma heimilunum aftur á lignan sjó - Og sérstakar þakkir til síðustu tveggja ríkisstjórna sem gerðu þetta allt kleyft - án þeirra væru þúsundir landsmanna á vonarvöl í skuldafeni.
Þingmenn komnir í páskafrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 15:25
Midi.is - Forsala
Forsala á "Miðnætur tónleika" okkar um páskana er hafin á Midi.is - Sjáumst á Páska-balli :)-
http://midi.is/tonleikar/1/5520
http://www.facebook.com/pages/A-moti-sol/38400220123
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2009 | 22:44
:)-
Strákarnir mínir voru teknir inn í frægðarhöll rokksins í gær - Allir - langaði bara að segja til hamingju :)-
Meira á www.metallica.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2009 | 22:44
Karkari
nefnist platan sem ég er mest að hlusta á þessa dagana... Hún kom mér svo skemmtilega á óvart að ég verð að nota þetta net-rugl til að hvetja fólk til að tékka á henni í næstu plötubúð.
Mammút flokkurinn er hér með orðin ein af mínum uppáhalds hljómsveitum hér á landi! Rokk on :)-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Enn einn blogg-besservisinn
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 4187
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- huld
- latur
- eythora
- olafurbj
- hallibjarna
- nesirokk
- jakobsmagg
- palmig
- gardar
- ingvarvalgeirs
- toreybirna
- bryndisvald
- drifamagg
- dagurbj
- saxi
- gudnim
- doddilitli
- king
- swaage
- lubbiklettaskald
- sverrir
- bbking
- gummigisla
- vitinn
- gummisteingrims
- ea
- jahernamig
- binni29
- stefanbogi
- peturorn
- gummiarnar
- hproppe
- gleraugun
- beggipopp
- gretarorvars
- helgadora
- krakkarnir
- killjoker
- sibbulina
- bergdisr
- hannamar
- daxarinn
- stormsker
- reynalds
- lovelikeblood
- ernabjork69
- um683
- birgitta
- bofs
- lehamzdr
- zeriaph
- heidathord
- lena75
- vinursolons
- omarragnarsson
- sirrycoach
- steini69
- gunnurol
- hallurmagg
- gullilitli
- beggita
- skjatan
- skordalsbrynja
- nkosi
- kisabella
- kristinnagnar
- jea
- perlaoghvolparnir
- hallurg
- bergrun
- sven
- villialli
- fjola
- lostintime
- danjensen
- julianamagg
- presley
- himmalingur
- gunnarpalsson
- swiss
- prinsinn
- binnag
- skjolid
- berg65
- audurvaldis
- hreinsamviska
- majaogco
- zsapper
- jonhalldor
- olofanna
- steinunnolina
- ornsh
- rattati
- knus
- astaz
- sjos
- trollchild
- bestfyrir
- stulliogstina
- ruber
- zuuber