Bræðslan 5 ára - Þursaflokkurinn / Páll Óskar og Monika

BRÆÐSLAN 5 ÁRA Í SUMAR
ÞURSAFLOKKURINN
PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ásamt STRENGJASVEIT

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri fagnar 5 ára afmæli sínu í sumar helgina 24. - 26. júlí.  Bræðslan hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari stoppistöðum Íslands yfir sumarmánuðina.  Í gegnum tíðina hafa komið fram í Bræðslunni; Emilíana Torrini, Damien Rice, Lay Low, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir og Eivör Pálsdóttir svo fáein séu nefnd.  Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð Eystri heim Bræðsluhelgina sem verður að teljast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 150 manns.  Tónlistarhátíðin Bræðslan dregur nafn sitt af samnefndum síldarskúr þarsem tónleikar hátíðarinnar fara fram að laugardagskveldi í ansi hlýlegri íslenskri umgjörð með fjallgarðana allt í kring.

Það er Bræðslunni mikill heiður að uppljóstra um tvær stærstu kanónunnar sem hafa þekkst boð um að koma fram á 5 ára afmælinu í sumar:

ÞURSAFLOKKURINN

Fyrst ber að nefna hinn íslenzka Þursaflokk.  Þursaflokkurinn kom saman eftir langt hlé og hélt magnaða tónleika ásamt Caput-hópnum í Laugardalshöll fyrir stuttu.  Í kjölfarið hélt Þursaflokkurinn svo tónleika bæði á Akureyri og á Ísafirði og því var aðeins Austurlandið eftir.  Að sögn Egils Ólafssonar, forsprakka Þursaflokksins, voru Austfirðingar alltaf afar áhugasamir um músík Þursaflokksins á sínum tíma.  Því er það kærkomið tækifæri fyrir þá að geta spilað á Bræðslunni í sumar og klárað að spila í öllum fjórðungum.  Þursaflokkurinn er í raun ekki starfandi en spilar við ákveðin tækifæri og Bræðslan er eitt af slíkum.

PÁLL ÓSKAR OG MONIKA ásamt STRENGJASVEIT

Þau skötuhjú Páll Óskar Hjálmtýsson og hörpuleikarinn Monika Abendroth koma einnig fram á Bræðslunni í sumar.  Samstarf Páls Óskar og Moniku hefur verið eftirtektarvert og hafa þau gefið út tvær breiðskífur saman.  Þau hafa flutt tónlist við ýmis tækifæri hérlendis sem erlendis og hlotið lof fyrir glæsilegan og ljúfan flutning.  Í Bræðslunni verða þau dyggilega studd af 4 manna strengjasveit.


Fleira listafólk á eftir að bætast við dagskrá hátíðarinnar í ár, en ítarleg dagskrá og fyrirkomulag forsölu verður kynnt þegar nær dregur.  Líkt og í fyrra verða um 1.000 miðar í boði á tónleika hátíðarinnar sem var uppselt á í fyrra.  Þess má geta að í fyrra voru um 2.500 manns á Borgarfirði Eystri helgina sem Bræðslan fór fram.
  
http://www.facebook.com/pages/Braedslan/40594490670
 
thursaflokkur-mbl image.ashx
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Huld Haraldsdóttir

Mikið verður gaman :)

Eyrún Huld Haraldsdóttir, 28.3.2009 kl. 20:47

2 identicon

Væri nú til í einhver ung íslensk bönd eins og Mammút, sudden weather change og afhverju ekki Bloodgroup? Þau eru kominn með helling af nýju efni held ég.... en gott á meðan að þetta breytist ekki í eitthvað sveitaball með skímó eða Á móti sól ; )

Peter Pan (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Guðmundur M Ásgeirsson

Alltaf gaman þegar fólk er fífl ;)-

Guðmundur M Ásgeirsson, 30.3.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, það er ekki alltaf gaman. Stundum fyndið, oft samt bara pirrandi...

Ingvar Valgeirsson, 30.3.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband