Rúni Júl

Maðurinn sem við strákarnir höfum alltaf talað um sem mesta töffarann í Íslenskri tónlist er fallinn frá alltof ungur.

Ég er líklega búinn að hlusta á Rúnar og hljómsveitir sem hann var í síðan ég fæddist - Ðe lónlí blúboys var ein fyrsta platan sem ég kunni utanaf og Hljómar, Trúbrot og GCD voru bönd sem ég og allir aðrir hafa coverað gegnum árin.  

Nærvera Rúnars og leikgleðin þegar hann stóð á sviðinu var þvílík að hann lyfti meðleikurum sínum ómeðvitað upp um nokkur þrep - sjálfur naut ég þess ósegjanlega að fá að standa með honum á sviði oftar en einu sinni og það eru stundir sem ég gleymi aldrei. 

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Rúnars  - og til Íslensku þjóðarinnar sem misst hefur Hr.Rokk.

 

 


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hann var alltaf mesti töffarinn og einlægur í senn.   Man alltaf eftir honum í Valaskálf með Bubba og co í GC forðum.    Hann var rosalega flottur.  

Marinó Már Marinósson, 5.12.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Já hann var sko flottur í GCD:) 

Sigurbjörg Guðleif, 5.12.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Rúni var bara alltaf flottur, allann ferilinn.

Steingrímur Helgason, 5.12.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ótrúlegur samblanda af töffara og ljúfmenni og í leiðinni svoddan "Orginall". Og því manni þótt  alltaf vænt um hann þrátt fyrir að þekkja hann ekki persónulega. Sjálfum sér samkvæmur.

Takk fyrir mig.

- Samúðarkveðju til fjöslkyldu og vinahóps.

Þorsteinn Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Rúnar hefur komist ótrúlega vel frá sinum ferli. Vegna þess að hann var bara hann sjálfur.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Hann var í vinsælustu hljómsveitinni. Hann átti fallegustu konuna. Hann var í besta fótboltali þess tíma og í landsliðinu. Hann vann við hugðarefnið til hinstu stundar. Er eitthvað meira að segja? Stórkostlegt líf. Hann lifir áfram í músíkinni.

Guðmundur Benediktsson, 6.12.2008 kl. 13:00

7 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:50

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já adalrokkarinn hefur kvatt. hann var bara flottastur kallinn og alltaf skein af honum gledin ad spila og koma fram.

María Guðmundsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:43

10 Smámynd: Tryggvi Hübner

Rúnar var "One of a kind"

Ég mun sakna hans.

Tryggvi Hübner, 8.12.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Enn einn blogg-besservisinn

Tónlistarspilari

- Dagarnir

Höfundur

Guðmundur M Ásgeirsson
Guðmundur M Ásgeirsson
Höfundur er að austan.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...cover
  • ...braedslandv
  • n62116694017 8947
  • 04apr0409 pic30
  • 04apr0409 pic29

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 3991

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband